Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Hamar 59-64 | Langþráður sigur Hvergerðinga Ingvi Þór Sæmundsson í Ásgarði skrifar 3. febrúar 2016 21:45 Hamar vann sinn annan sigur í Domino's deild kvenna í körfubolta þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni, 59-64, í Ásgarði í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Hamar var í vandræðum lengst af en gestirnir héldu ró sinni þrátt fyrir erfiða stöðu. Og á lokakaflanum tók liðið öll völd á vellinum og breytti stöðunni úr 57-51 í 59-64. Ótrúlegur endasprettur hjá Hvergerðingum en að sama skapi skelfilega spilað hjá Stjörnukonum. Hamar er nú kominn með fjögur stig en liðið er aðeins tveimur stigum frá Stjörnunni. Þetta eru tvö neðstu lið deildarinnar og það sást greinilega. Hittni liðanna var slök (26%-27%) og tapaðir boltar fjölmargir (47 í heildina). Stjarnan byrjaði leikinn vel og engin betur en Margrét Kara Sturludóttir en hún skoraði fimm af fyrstu níu stigum Garðbæinga og gaf auk þess tvær stoðsendingar, stal boltum og varði skot. Heimakonur komust í 13-4 og voru í raun klaufar að ná ekki meira afgerandi forskoti. Hamarskonur voru í miklum vandræðum í sókninni en liðið skoraði aðeins eina körfu í 1. leikhluta og hún kom þegar rúm mínúta var eftir af honum. Stjarnan leiddi með sjö stigum, 16-9, eftir 1. leikhluta og komst níu stigum yfir, 18-9, snemma í 2. leikhluta. Þá kom flottur 10-2 kafli hjá Hamri sem minnkaði muninn í eitt stig, 20-19. Þá setti Stjarnan mikinn ákafa í pressuvörn sína sem Hamarskonur réðu illa við. Það sást best á því að gestirnir töpuðu alls átta boltum í 2. leikhluta. Stjarnan skoraði átta stig í röð, náði níu stiga forskoti, 28-19, og virtist vera að stinga af. En Hvergerðingar gáfu sig ekki og eftir tvo þrista frá Írisi Ásgeirsdóttur og Heiðu Björg Valdimarsdóttur var munurinn allt í einu kominn niður í þrjú stig, 28-25. Sami munur var svo á liðunum í hálfleik, 29-26. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn miklu betur, skoraði 11 fyrstu stig hans og náði 14 stiga forystu, 40-26. Líkt og í upphafi leiksins var Hamar í miklum vandræðum í byrjun seinni hálfleiks. Gestirnir skoruðu ekki sín fyrstu stig í 3. leikhluta fyrr en þrjár og hálf mínúta voru eftir af honum. Hvergerðingar náðu þó að minnka muninn í átta stig, 43-35, fyrir lokaleikhlutann og allt opið enn. Adrienne Godbold kom Garðbæingum 12 stigum yfir, 47-35, í upphafi 4. leikhluta og staðan orðin slæm fyrir gestina. Og þegar þrjár mínútur voru til leiksloka var munurinn sex stig, 57-51. En þá féll Stjörnuliðið hreinlega saman og Hamarsstúlkur gengu á lagið. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir minnkaði muninn í eitt stig, 57-56, þegar hún setti niður þrist og hún kom Hamri svo í fyrsta sinn yfir, 57-58, skömmu síðar. Heiða Björg setti svo niður annan þrist og munurinn kominn upp í fjögur stig, 57-61. Hamarsstúlkur héldu haus á lokakaflanum meðan Stjarnan spilaði rassinn úr buxunum. Lokatölur 59-64, Hamri í vil. Ali Ford skoraði 28 stig fyrir Hamar, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hún var sérstaklega drjúg á lokakaflanum á meðan Goldbold fór í felur í Stjörnuliðinu en hún skoraði einungis tvö stig í 4. leikhluta. Íris skilaði 13 stigum og Salbjörg skoraði átta stig og tók 13 fráköst. Godbold var atkvæðamest hjá Stjörnunni með 21 stig og 18 fráköst. Margrét Kara skilaði 13 stigum, 15 fráköstum, sjö stoðsendingum og sex stolnum boltum.Baldur Ingi: Drulluðum á okkur Baldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, var hundfúll með tapið fyrir Hamri í kvöld og þá sérstaklega spilamennsku Garðbæinga á lokakafla leiksins. "Við hreinlega drulluðum á okkur. Punktur," sagði Baldur ákveðinn eftir leik. "Við spilum þokkalega vörn á köflum en svo gerist það sem hefur gerst í síðustu leikjum. Við virðumst ekki hafa trú á því að við getum unnið leiki. Og það segir sig sjálft að þá vinnurðu ekki leiki." Adrienne Godbold, bandarískur leikmaður Stjörnunnar, var öflug framan af leik en skoraði aðeins tvö stig í 4. leikhluta. Baldur kennir litlu leikformi um. "Hún er ekki komin í nógu gott leikform. Það er bara þannig," sagði Baldur. Hann er ekki mikið að velta sér upp úr því að nú munar einungis tveimur stigum á Stjörnunni og Hamri. "Það skiptir kannski litlu máli úr þessu. En auðvitað vill maður vinna leiki," sagði Baldur og bætti við: "Við þurfum að gera eitthvað í þessu og vinna verulega í hausnum á okkur. Getan er til staðar en ekki trúin."Oddur: Verðlaun fyrir frammistöðuna á æfingum Oddur Benediktsson, þjálfari Hamars, var stoltur af sínu liði eftir fimm stiga endurkomusigur, 59-64, á Stjörnunni í kvöld. "Þetta var frábært. Við héldum ró okkar allan leikinn og vissum að eitthvað af þessum skotum myndi detta undir lokin," sagði Oddur í leikslok. "Við fengum galopin skot sem við settum niður. Við náðum líka að þvinga þær í marga tapaða bolta í 4. leikhluta." Stjarnan spilaði stífa pressuvörn á Hamar lengst af leiks sem Hvergerðingar leystu ekki fyrr en í lokaleikhlutanum. "Þær voru með tvær á Ali (Ford) en um leið og hún gaf boltann voru við með fjórar á þrjár og fengum galopin skot. Íslensku leikmennirnir þurftu bara að stíga upp sem og þær gerðu," sagði Oddur. "Það skiptir eiginlega engu hver leiðir, þetta snýst bara um stöðuna í lokin. Við héngum alltaf í þeim og vissum að við ættum möguleika undir lokin." Oddur segir að þessi sigur gefi Hamarsstúlkum mikið sjálftraust fyrir framhaldið. "Hann gefur okkur hellings sjálfstraust. Við höfum verið duglegar að æfa og þetta eru verðlaun fyrir það," sagði Oddur að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 Alexandra Ford og félagar í Hamri unnu endurkomusigur í Garðabænum í kvöld.Vísir/ErnirOddur Benediktsson, þjálfari Hamars.Vísir/Ernir Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Hamar vann sinn annan sigur í Domino's deild kvenna í körfubolta þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni, 59-64, í Ásgarði í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Hamar var í vandræðum lengst af en gestirnir héldu ró sinni þrátt fyrir erfiða stöðu. Og á lokakaflanum tók liðið öll völd á vellinum og breytti stöðunni úr 57-51 í 59-64. Ótrúlegur endasprettur hjá Hvergerðingum en að sama skapi skelfilega spilað hjá Stjörnukonum. Hamar er nú kominn með fjögur stig en liðið er aðeins tveimur stigum frá Stjörnunni. Þetta eru tvö neðstu lið deildarinnar og það sást greinilega. Hittni liðanna var slök (26%-27%) og tapaðir boltar fjölmargir (47 í heildina). Stjarnan byrjaði leikinn vel og engin betur en Margrét Kara Sturludóttir en hún skoraði fimm af fyrstu níu stigum Garðbæinga og gaf auk þess tvær stoðsendingar, stal boltum og varði skot. Heimakonur komust í 13-4 og voru í raun klaufar að ná ekki meira afgerandi forskoti. Hamarskonur voru í miklum vandræðum í sókninni en liðið skoraði aðeins eina körfu í 1. leikhluta og hún kom þegar rúm mínúta var eftir af honum. Stjarnan leiddi með sjö stigum, 16-9, eftir 1. leikhluta og komst níu stigum yfir, 18-9, snemma í 2. leikhluta. Þá kom flottur 10-2 kafli hjá Hamri sem minnkaði muninn í eitt stig, 20-19. Þá setti Stjarnan mikinn ákafa í pressuvörn sína sem Hamarskonur réðu illa við. Það sást best á því að gestirnir töpuðu alls átta boltum í 2. leikhluta. Stjarnan skoraði átta stig í röð, náði níu stiga forskoti, 28-19, og virtist vera að stinga af. En Hvergerðingar gáfu sig ekki og eftir tvo þrista frá Írisi Ásgeirsdóttur og Heiðu Björg Valdimarsdóttur var munurinn allt í einu kominn niður í þrjú stig, 28-25. Sami munur var svo á liðunum í hálfleik, 29-26. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn miklu betur, skoraði 11 fyrstu stig hans og náði 14 stiga forystu, 40-26. Líkt og í upphafi leiksins var Hamar í miklum vandræðum í byrjun seinni hálfleiks. Gestirnir skoruðu ekki sín fyrstu stig í 3. leikhluta fyrr en þrjár og hálf mínúta voru eftir af honum. Hvergerðingar náðu þó að minnka muninn í átta stig, 43-35, fyrir lokaleikhlutann og allt opið enn. Adrienne Godbold kom Garðbæingum 12 stigum yfir, 47-35, í upphafi 4. leikhluta og staðan orðin slæm fyrir gestina. Og þegar þrjár mínútur voru til leiksloka var munurinn sex stig, 57-51. En þá féll Stjörnuliðið hreinlega saman og Hamarsstúlkur gengu á lagið. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir minnkaði muninn í eitt stig, 57-56, þegar hún setti niður þrist og hún kom Hamri svo í fyrsta sinn yfir, 57-58, skömmu síðar. Heiða Björg setti svo niður annan þrist og munurinn kominn upp í fjögur stig, 57-61. Hamarsstúlkur héldu haus á lokakaflanum meðan Stjarnan spilaði rassinn úr buxunum. Lokatölur 59-64, Hamri í vil. Ali Ford skoraði 28 stig fyrir Hamar, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hún var sérstaklega drjúg á lokakaflanum á meðan Goldbold fór í felur í Stjörnuliðinu en hún skoraði einungis tvö stig í 4. leikhluta. Íris skilaði 13 stigum og Salbjörg skoraði átta stig og tók 13 fráköst. Godbold var atkvæðamest hjá Stjörnunni með 21 stig og 18 fráköst. Margrét Kara skilaði 13 stigum, 15 fráköstum, sjö stoðsendingum og sex stolnum boltum.Baldur Ingi: Drulluðum á okkur Baldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, var hundfúll með tapið fyrir Hamri í kvöld og þá sérstaklega spilamennsku Garðbæinga á lokakafla leiksins. "Við hreinlega drulluðum á okkur. Punktur," sagði Baldur ákveðinn eftir leik. "Við spilum þokkalega vörn á köflum en svo gerist það sem hefur gerst í síðustu leikjum. Við virðumst ekki hafa trú á því að við getum unnið leiki. Og það segir sig sjálft að þá vinnurðu ekki leiki." Adrienne Godbold, bandarískur leikmaður Stjörnunnar, var öflug framan af leik en skoraði aðeins tvö stig í 4. leikhluta. Baldur kennir litlu leikformi um. "Hún er ekki komin í nógu gott leikform. Það er bara þannig," sagði Baldur. Hann er ekki mikið að velta sér upp úr því að nú munar einungis tveimur stigum á Stjörnunni og Hamri. "Það skiptir kannski litlu máli úr þessu. En auðvitað vill maður vinna leiki," sagði Baldur og bætti við: "Við þurfum að gera eitthvað í þessu og vinna verulega í hausnum á okkur. Getan er til staðar en ekki trúin."Oddur: Verðlaun fyrir frammistöðuna á æfingum Oddur Benediktsson, þjálfari Hamars, var stoltur af sínu liði eftir fimm stiga endurkomusigur, 59-64, á Stjörnunni í kvöld. "Þetta var frábært. Við héldum ró okkar allan leikinn og vissum að eitthvað af þessum skotum myndi detta undir lokin," sagði Oddur í leikslok. "Við fengum galopin skot sem við settum niður. Við náðum líka að þvinga þær í marga tapaða bolta í 4. leikhluta." Stjarnan spilaði stífa pressuvörn á Hamar lengst af leiks sem Hvergerðingar leystu ekki fyrr en í lokaleikhlutanum. "Þær voru með tvær á Ali (Ford) en um leið og hún gaf boltann voru við með fjórar á þrjár og fengum galopin skot. Íslensku leikmennirnir þurftu bara að stíga upp sem og þær gerðu," sagði Oddur. "Það skiptir eiginlega engu hver leiðir, þetta snýst bara um stöðuna í lokin. Við héngum alltaf í þeim og vissum að við ættum möguleika undir lokin." Oddur segir að þessi sigur gefi Hamarsstúlkum mikið sjálftraust fyrir framhaldið. "Hann gefur okkur hellings sjálfstraust. Við höfum verið duglegar að æfa og þetta eru verðlaun fyrir það," sagði Oddur að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 Alexandra Ford og félagar í Hamri unnu endurkomusigur í Garðabænum í kvöld.Vísir/ErnirOddur Benediktsson, þjálfari Hamars.Vísir/Ernir
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum