Þeir Corden og Martin virðast hafa skemmt sér vel á ferðalaginu, ef marka má meðfylgjandi myndband sem birt var í gær.
Meðal þess sem þeir gerðu var að spila lagið Heroes eftir David Bowie, kaupa sér límonaði, sofa í sama rúmi á móteli og margt fleira.
Þessi dagskráliður heitir Carpool Karaoke og hefur notið mikilla vinsælda. Coldplay mun spila í hálfleik á Superbowl sem fer fram í San Francisco á sunnudaginn.