Þjálfarinn sem setti Viðar Örn á bekkinn ráðinn landsliðsþjálfari Kína Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2016 14:30 Gao Hongbo stýrir Kína í næstu leikjum. vísir/getty Gao Hongbo, fyrrverandi þjálfari Íslendingaliðsins Jiangsu Suning, er tekinn við landsliðsþjálfarastarfi Kína til bráðabirgða eftir að Frakkinn Alain Perrin sagði starfi sínu lausu í janúar. Hongbo var þjálfari Viðars Arnar Kjartanssonar og Sölva Geirs Ottesen hjá Jiangsu framan af síðustu leiktíð en var rekinn í júlí þegar liðinu gekk hvað verst. Viðar Örn gat lítið annað en fagnað brottrekstri Hongbo sem setti Viðar Örn á bekkinn fjóra leiki í röð áður en hann var rekinn þrátt fyrir að Selfyssingurinn væri búinn að skora sex mörk í fimmtán leikjum. „Það var mjög óverðskuldað því mér finnst ég hafa spilað vel og skorað mörk og lagt upp slatta af mörkum líka. Fólkið og pressan hérna í Kína eru líka á sama máli,“ sagði Viðar Örn í viðtali við Fótbolti.net þegar Hongbo var rekinn. Eftir að Hongbo lét af störfum hjá Jiangsu horfði allt til betri vegar, en liðið endaði um miðja deild og varð bikarmeistari. Við miklu var búist af Hongbo þegar hann kom til Jiangsu, en hann var landsliðsþjálfari Kína frá 2009-2011. Hann verður nú landsliðsþjálfari á ný þar til eftirmaður Perrin finnst. Undir stjórn Perrin vann Kína alla leiki sína í Asíubikarnum í september á síðasta ári í fyrsta skipti í ellefu ár. Liðið var slegið úr keppni af Ástralíu sem stóð svo uppi sem sigurvegari. Kína hefur aðeins einu sinni komist á HM en það var í Japan og Suður-Kóreu árið 2002. Kínverska ríkið ætlar liðinu sæti á næstu heimsmeistaramótum og hefur látinn mikinn pening í kínverska fótboltann til að byggja upp gott landslið, að því fram kemur í frétt Yahoo Sports. Eftir að Hongbo var rekinn frá Jiangsu var hann ráðinn aðstoðarþjálfari hollenska liðsins ADO Den Haag, en það er í eigu kínversks stórfyrirtækis. Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Gao Hongbo, fyrrverandi þjálfari Íslendingaliðsins Jiangsu Suning, er tekinn við landsliðsþjálfarastarfi Kína til bráðabirgða eftir að Frakkinn Alain Perrin sagði starfi sínu lausu í janúar. Hongbo var þjálfari Viðars Arnar Kjartanssonar og Sölva Geirs Ottesen hjá Jiangsu framan af síðustu leiktíð en var rekinn í júlí þegar liðinu gekk hvað verst. Viðar Örn gat lítið annað en fagnað brottrekstri Hongbo sem setti Viðar Örn á bekkinn fjóra leiki í röð áður en hann var rekinn þrátt fyrir að Selfyssingurinn væri búinn að skora sex mörk í fimmtán leikjum. „Það var mjög óverðskuldað því mér finnst ég hafa spilað vel og skorað mörk og lagt upp slatta af mörkum líka. Fólkið og pressan hérna í Kína eru líka á sama máli,“ sagði Viðar Örn í viðtali við Fótbolti.net þegar Hongbo var rekinn. Eftir að Hongbo lét af störfum hjá Jiangsu horfði allt til betri vegar, en liðið endaði um miðja deild og varð bikarmeistari. Við miklu var búist af Hongbo þegar hann kom til Jiangsu, en hann var landsliðsþjálfari Kína frá 2009-2011. Hann verður nú landsliðsþjálfari á ný þar til eftirmaður Perrin finnst. Undir stjórn Perrin vann Kína alla leiki sína í Asíubikarnum í september á síðasta ári í fyrsta skipti í ellefu ár. Liðið var slegið úr keppni af Ástralíu sem stóð svo uppi sem sigurvegari. Kína hefur aðeins einu sinni komist á HM en það var í Japan og Suður-Kóreu árið 2002. Kínverska ríkið ætlar liðinu sæti á næstu heimsmeistaramótum og hefur látinn mikinn pening í kínverska fótboltann til að byggja upp gott landslið, að því fram kemur í frétt Yahoo Sports. Eftir að Hongbo var rekinn frá Jiangsu var hann ráðinn aðstoðarþjálfari hollenska liðsins ADO Den Haag, en það er í eigu kínversks stórfyrirtækis.
Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira