Þetta er í alvöru að gerast Marinó Örn Ólafsson skrifar 3. febrúar 2016 08:45 Menningarsaga Íslands er löng og merkileg. Margir sterkir karakterar, atburðir og staðir koma fyrir í henni. Einn stór þáttur hennar, byggingarsagan, hefur verið mikið til umræðu síðustu ár. Deilt hefur verið um hversu mikið á að varðveita. Hvaða gömlu hús eru meira en bara gömul hús? Málið hefur margar hliðar, sum hús þykja ekki merkileg fyrr en þau verða gömul, einhverskonar antíkáhrif spila þar inn í. Einnig má nefna fræga hönnun, til dæmis Guðjóns Samúelssonar. Guðjón, hæddur af samtímamönnum - dáður af nútímamönnum, þykir einn merkilegasti arkítekt Íslandssögunnar nú til dags. Ég ætla hins vegar ekki að skrifa um það heldur allt annað mál. Við stöndum á tímamótum og það er stórslys í uppsiglingu. Menningarsögulegar minjar eru í stórhættu. Þetta jafnast á við það þegar síðasti geirfuglinn var skotinn. Þetta er á sama stigi og þegar Hótel Ísland brann, jafnvel þegar handritasafn Árna Magnússonar brann! Málið er nefnilega það að nú hefur einhver „nefnd“ komist að þeirri niðurstöðu að það sé best að bárujárnskassinn með myglunni verði rifinn. Já þið lásuð rétt, það á að rífa ljóta húsið sem er alltaf kalt inni í! Það vita að sjálfsögðu allir um hvað ég er að tala, hvað annað en Cösu christi, eitt mest áberandi hús miðbæjarins. Að rífa það breytti ásýnd miðbæjarins heilmikið. Kannski kæmi eitthvað nytsamlegt í staðinn, eða jafnvel fallegt, það væri náttúrulega fáránlegt. Við skulum athuga að þetta líflausa og ónýta hús er ekki bara gamalt heldur líka mikilvægt! Einu sinni notaði fólk það eitthvað! Einhver félög notuðu það, meðan það var ennþá hæft til afnota, þó það hafi nú ekkert verið algjörlega nauðsynlegt fyrir starfsemi félaganna og í rauninni lítið haldið upp á húsið innan félaganna þá er þetta nú samt rosalega merkilegt, ég lofa!Casa Christimynd/marinóÞessi grein er ekki skrifuð til þess að koma í veg fyrir það að það sé byggt í bakgarðinum hjá mér heldur finnst mér þetta hús bara svo merkilegt. Ég hef engar áhyggjur af því að aukin og bætt starfsemi elstu menntastofnunar Íslands og endurbætur á lóð hennar gætu haft tímabundin áhrif á lífsgæði mín sem íbúi í Þingholtunum. Ég er bara að hugsa um sögu landsins okkar. Í rauninni varðar þetta ekki bara Ísland og Íslendinga, heldur heiminn allan! Þessar hundruðir þúsunda ferðamanna koma hingað til lands gagngert til að njóta fegurðar bárujárnshúss sem einu sinni var byggt í ítölskum 17. aldar stíl. Það væri því ekki bara menningarsögulegt tjón sem hlytist af brotthvarfi hússins heldur líka efnahagslegt tjón! Í rauninni ætti MR að líta á það sem forréttindi að fá að starfa í ónýtu húsnæði! MR ætti bara að færa hrokann og yfirganginn eitthvað annað en í Þingholtin ef skólinn þykist ætla að bjóða nemendum upp á almennilega aðstöðu til náms! Valdið liggur hjá framkvæmdaaðilanum, ríkinu, ætlar ríkið virkilega að leyfa ómerkilegu og ljótu húsi að standa og standa þannig í vegi fyrir bættri menntun komandi kynslóða í einum virtasta skóla landsins? Ráðherrar og ríkisstjórn, sýnið miskunn! Ekki misþyrma fjár- og húsnæðissveltum skóla lengur! Hættið þessari vitleysu!Höfundur er (ekki) íbúi í Þingholtunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Nágrannar MR ósáttir við byggingaráform ríkisins Nágrannar MR segja byggingaframkvæmdir á þessum slóðum munu valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. 29. janúar 2016 10:44 Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15 Ert' ekki að grínast? Er þetta í alvöru að gerast? Þessar spurningar brenna á vörum íbúa í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík. Svo virðist sem íslenska ríkið sé í þann mund að hefja umfangsmiklar byggingaframkvæmdir á þessum söguslóðum 28. janúar 2016 07:00 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Menningarsaga Íslands er löng og merkileg. Margir sterkir karakterar, atburðir og staðir koma fyrir í henni. Einn stór þáttur hennar, byggingarsagan, hefur verið mikið til umræðu síðustu ár. Deilt hefur verið um hversu mikið á að varðveita. Hvaða gömlu hús eru meira en bara gömul hús? Málið hefur margar hliðar, sum hús þykja ekki merkileg fyrr en þau verða gömul, einhverskonar antíkáhrif spila þar inn í. Einnig má nefna fræga hönnun, til dæmis Guðjóns Samúelssonar. Guðjón, hæddur af samtímamönnum - dáður af nútímamönnum, þykir einn merkilegasti arkítekt Íslandssögunnar nú til dags. Ég ætla hins vegar ekki að skrifa um það heldur allt annað mál. Við stöndum á tímamótum og það er stórslys í uppsiglingu. Menningarsögulegar minjar eru í stórhættu. Þetta jafnast á við það þegar síðasti geirfuglinn var skotinn. Þetta er á sama stigi og þegar Hótel Ísland brann, jafnvel þegar handritasafn Árna Magnússonar brann! Málið er nefnilega það að nú hefur einhver „nefnd“ komist að þeirri niðurstöðu að það sé best að bárujárnskassinn með myglunni verði rifinn. Já þið lásuð rétt, það á að rífa ljóta húsið sem er alltaf kalt inni í! Það vita að sjálfsögðu allir um hvað ég er að tala, hvað annað en Cösu christi, eitt mest áberandi hús miðbæjarins. Að rífa það breytti ásýnd miðbæjarins heilmikið. Kannski kæmi eitthvað nytsamlegt í staðinn, eða jafnvel fallegt, það væri náttúrulega fáránlegt. Við skulum athuga að þetta líflausa og ónýta hús er ekki bara gamalt heldur líka mikilvægt! Einu sinni notaði fólk það eitthvað! Einhver félög notuðu það, meðan það var ennþá hæft til afnota, þó það hafi nú ekkert verið algjörlega nauðsynlegt fyrir starfsemi félaganna og í rauninni lítið haldið upp á húsið innan félaganna þá er þetta nú samt rosalega merkilegt, ég lofa!Casa Christimynd/marinóÞessi grein er ekki skrifuð til þess að koma í veg fyrir það að það sé byggt í bakgarðinum hjá mér heldur finnst mér þetta hús bara svo merkilegt. Ég hef engar áhyggjur af því að aukin og bætt starfsemi elstu menntastofnunar Íslands og endurbætur á lóð hennar gætu haft tímabundin áhrif á lífsgæði mín sem íbúi í Þingholtunum. Ég er bara að hugsa um sögu landsins okkar. Í rauninni varðar þetta ekki bara Ísland og Íslendinga, heldur heiminn allan! Þessar hundruðir þúsunda ferðamanna koma hingað til lands gagngert til að njóta fegurðar bárujárnshúss sem einu sinni var byggt í ítölskum 17. aldar stíl. Það væri því ekki bara menningarsögulegt tjón sem hlytist af brotthvarfi hússins heldur líka efnahagslegt tjón! Í rauninni ætti MR að líta á það sem forréttindi að fá að starfa í ónýtu húsnæði! MR ætti bara að færa hrokann og yfirganginn eitthvað annað en í Þingholtin ef skólinn þykist ætla að bjóða nemendum upp á almennilega aðstöðu til náms! Valdið liggur hjá framkvæmdaaðilanum, ríkinu, ætlar ríkið virkilega að leyfa ómerkilegu og ljótu húsi að standa og standa þannig í vegi fyrir bættri menntun komandi kynslóða í einum virtasta skóla landsins? Ráðherrar og ríkisstjórn, sýnið miskunn! Ekki misþyrma fjár- og húsnæðissveltum skóla lengur! Hættið þessari vitleysu!Höfundur er (ekki) íbúi í Þingholtunum.
Nágrannar MR ósáttir við byggingaráform ríkisins Nágrannar MR segja byggingaframkvæmdir á þessum slóðum munu valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. 29. janúar 2016 10:44
Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15
Ert' ekki að grínast? Er þetta í alvöru að gerast? Þessar spurningar brenna á vörum íbúa í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík. Svo virðist sem íslenska ríkið sé í þann mund að hefja umfangsmiklar byggingaframkvæmdir á þessum söguslóðum 28. janúar 2016 07:00
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun