Fótbolti

Hetjan í Belfast: Þetta var erfið fæðing

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heiðar (nr. 8) og Ævar Ingi Jóhannesson fallast í faðma.
Heiðar (nr. 8) og Ævar Ingi Jóhannesson fallast í faðma. mynd/ksí/hilmar þór
„Þetta var erfið fæðing í dag en við vorum þolinmóðir, héldum áfram og þetta kom á endanum,“ sagði Heiðar Ægisson, hetja U-21 ára liðs Íslands gegn N-Írlandi í Belfast í kvöld, í viðtali við KSÍ eftir leik.

Heiðar skoraði eina mark leiksins á 87. mínútu og tryggði íslenska liðinu öll stigin þrjú. Ísland er nú á toppi riðils 3 og er í góðri stöðu til að tryggja sér sæti í lokakeppni EM sem fer fram í Póllandi á næsta ári.

Íslendingar voru með undirtökin í leiknum í kvöld gegn varnarsinnuðum N-Írum.

„Þetta var eins og handbolti. Þeir voru mjög aftarlega en við vorum þolinmóðir, fengum fullt af hornspyrnum og einhver hálffæri,“ sagði Heiðar.

„Við vorum sigurstranglegri fyrir þennan leik en þeir ætluðu að halda sig til baka og beita skyndisóknum. En vörnin var geggjuð í dag og þeir fengu engin færi,“ sagði Heiðar ennfremur.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×