Fótbolti

Heiðar hetjan í Belfast | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heiðar og Ævar Ingi bjuggu sigurmarkið til.
Heiðar og Ævar Ingi bjuggu sigurmarkið til. mynd/ksí/hilmar þór
Stjörnumaðurinn Heiðar Ægisson tryggði íslenska U-21 árs landsliðinu í fótbolta sigur á N-Írlandi í Belfast í undankeppni EM 2017 í kvöld.

Heiðar skoraði eina mark leiksins á 87. mínútu eftir sendingu frá varamanninum Ævari Inga Jóhannessyni. Þetta var fyrsta mark Heiðars fyrir U-21 ára landsliðið og það gat ekki komið á betri tíma.

Með sigrinum komst Ísland á topp riðils 3 en íslenska liðið er enn ósigrað eftir sjö leiki. Ísland hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í undankeppninni en íslenska liðið hélt hreinu í fimmta sinn í sjö leikjum í kvöld.

Íslendingar eiga þrjá leiki eftir í riðlinum. Á þriðjudaginn mæta íslensku strákarnir Frökkum á útivelli og í byrjun október leika þeir gegn Skotlandi og Úkraínu á heimavelli.

Efsta liðið í hverjum riðli kemst beint í lokakeppnina í Póllandi á næsta ári. Þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna fara svo í umspil um síðustu tvö sætin í lokakeppninni.

Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmaður KSÍ, var á vellinum í Belfast í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×