Fótbolti

Balotelli: Engin áhætta að semja við mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Balotelli með nýju treyjuna sem er í sömu litum og treyja AC Milan.
Balotelli með nýju treyjuna sem er í sömu litum og treyja AC Milan. mynd/nice
Ítalinn Mario Balotelli er kominn í franska boltann en Liverpool ákvað að gefa hann til Nice á lokadegi félagaskiptagluggans.

Svo mikið var Liverpool í mun um að losna við Balotelli að félagið gaf hann bara. Balotelli er 26 ára gamall og ætti að vera á hátindi ferilsins en ferillinn hefur verið í frjálsu falli síðustu ár.

Árið 2010 greiddi Man. City 2,8 milljarða króna fyrir hann.  Tveim árum síðar greiddi AC Milan nánast sama verð fyrir hann.

Árið 2014 fór hann svo til Liverpool fyrir tæpa 2,5 milljarða króna. Um síðustu mánaðarmót var hann síðan orðinn verðlaus.

„Ferillinn minn hefur ekki verið eins og skrifað er í blöðin,“ sagði Balotelli og bætir við að Nice þurfi ekkert að óttast. Það verði ekkert vesen á honum.

„Mér finnst ekki vera nein áhætta í því að semja við mig. Ég hef verið í vandræðum með skrokkinn en að það sé áhætta að semja við mig. Ekki möguleiki.“

Samningur hans við Nice er til eins árs og hann er sagður fá tæpar 600 milljónir króna fyrir árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×