Áætlun um afnám hafta úrslitavaldurinn í hærra lánshæfi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2016 11:17 Ásgeir Jónsson hagfræðingur Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að búast megi við áframhaldandi hækkunum á lánshæfi ríkissjóðs Íslands. Þær verði væntanlega þegar frekari skref eru stigin í átt að afnámi hafta. „Ef þetta gengur vel hjá okkur og ef þessi áætlun um afnám hafta, sem hefur verið lögð fram, gengur samkvæmt plani – sem ég held að hún geri – þá held ég að við getum séð aðra hækkun á lánshæfi núna í vetur myndi ég halda, einhvern tímann í kringum áramót,“ segir Ásgeir. Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s hækkaði í gær lánshæfiseinkunn Íslands um tvö þrep; úr Baa2 í A3 með stöðugum horfum. Lánshæfiseinkunn Íslands hefur ekki verið eins há frá hruni. „Þetta er í raun við að rétta okkur við aftur. Þannig að þetta er að einhverju leyti viðurkenning á þeim árangri sem við höfum náð,“ segir Ásgeir og bendir á að fyrirtækið hafi sýnt nokkra tregðu til að hækka lánshæfið. Það sé meðal annars vegna þess að þeir voru seinir að lækka lánshæfið fyrir bankahrunið árið 2008.Skýrist af þremur þáttum Ásgeir segir hækkunina fyrst og fremst skýrast af þremur þáttum en að frumvarp um afnám hafta hafi verið úrslitavaldur í þeim efnum. „Í fyrsta lagi eru það stöðugleikaframlögin frá slitabúunum. Þar erum við að tala um gríðarlega mikla peninga sem hafa orðið til þess að skuldir ríkissjóðs hefur lækkað og þá hafa tekjur ríkissjóðs vaxið mjög mikið þannig að ríkissjóðir er rekinn með miklum afgangi. Þetta tvennt; lækkun skulda og afgangur af ríkisrekstri er það sem rekur Moody‘s til að hækka lánshæfi. Síðan er það væntanlega í þriðja lagi að það er komin fram áætlun um afnám hafta.“ Hann telur að Moody‘s hafi viljað bíða eftir að íslensk stjórnvöld myndu sýna fram á að það væri raunverulegur vilji til að afnema höftin. Þegar sú áætlun hafi verið lögð fram hafi ákvörðun um hærra lánshæfismat verið tekin.Góðærið mætt Aðspurður segir Ásgeir vissulega sama sem merki á milli hærra lánshæfismats og góðæris. „Já. Lánshæfiseinkunn Íslands er að einhverju leyti mat á hversu góður skuldunautur ríkissjóður Íslands er, þannig að það má vissulega setja sama sem merki þarna á milli,“ segir hann. Þá segir hann þessar hækkanir fyrst og fremst jákvæðar. „Almennt séð leiðir hækkun á lánshæfi til betri kjara fyrir ríkið. Þannig að þetta ætti að leiða til þess að eiginlega allir fá betri kjör og þetta er mikilvægt fyrir til dæmis bankana, Landsvirkjun og Orkuveituna, svo eitthvað sé nefnt. Það er gríðarlega mikill ábati af hærra lánshæfi,“ segir Ásgeir. Tengdar fréttir Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að búast megi við áframhaldandi hækkunum á lánshæfi ríkissjóðs Íslands. Þær verði væntanlega þegar frekari skref eru stigin í átt að afnámi hafta. „Ef þetta gengur vel hjá okkur og ef þessi áætlun um afnám hafta, sem hefur verið lögð fram, gengur samkvæmt plani – sem ég held að hún geri – þá held ég að við getum séð aðra hækkun á lánshæfi núna í vetur myndi ég halda, einhvern tímann í kringum áramót,“ segir Ásgeir. Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s hækkaði í gær lánshæfiseinkunn Íslands um tvö þrep; úr Baa2 í A3 með stöðugum horfum. Lánshæfiseinkunn Íslands hefur ekki verið eins há frá hruni. „Þetta er í raun við að rétta okkur við aftur. Þannig að þetta er að einhverju leyti viðurkenning á þeim árangri sem við höfum náð,“ segir Ásgeir og bendir á að fyrirtækið hafi sýnt nokkra tregðu til að hækka lánshæfið. Það sé meðal annars vegna þess að þeir voru seinir að lækka lánshæfið fyrir bankahrunið árið 2008.Skýrist af þremur þáttum Ásgeir segir hækkunina fyrst og fremst skýrast af þremur þáttum en að frumvarp um afnám hafta hafi verið úrslitavaldur í þeim efnum. „Í fyrsta lagi eru það stöðugleikaframlögin frá slitabúunum. Þar erum við að tala um gríðarlega mikla peninga sem hafa orðið til þess að skuldir ríkissjóðs hefur lækkað og þá hafa tekjur ríkissjóðs vaxið mjög mikið þannig að ríkissjóðir er rekinn með miklum afgangi. Þetta tvennt; lækkun skulda og afgangur af ríkisrekstri er það sem rekur Moody‘s til að hækka lánshæfi. Síðan er það væntanlega í þriðja lagi að það er komin fram áætlun um afnám hafta.“ Hann telur að Moody‘s hafi viljað bíða eftir að íslensk stjórnvöld myndu sýna fram á að það væri raunverulegur vilji til að afnema höftin. Þegar sú áætlun hafi verið lögð fram hafi ákvörðun um hærra lánshæfismat verið tekin.Góðærið mætt Aðspurður segir Ásgeir vissulega sama sem merki á milli hærra lánshæfismats og góðæris. „Já. Lánshæfiseinkunn Íslands er að einhverju leyti mat á hversu góður skuldunautur ríkissjóður Íslands er, þannig að það má vissulega setja sama sem merki þarna á milli,“ segir hann. Þá segir hann þessar hækkanir fyrst og fremst jákvæðar. „Almennt séð leiðir hækkun á lánshæfi til betri kjara fyrir ríkið. Þannig að þetta ætti að leiða til þess að eiginlega allir fá betri kjör og þetta er mikilvægt fyrir til dæmis bankana, Landsvirkjun og Orkuveituna, svo eitthvað sé nefnt. Það er gríðarlega mikill ábati af hærra lánshæfi,“ segir Ásgeir.
Tengdar fréttir Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Moody´s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í A-flokk Fór upp um tvö þrep en fjármálaráðuneytið segir svo mikla hækkun sjaldgæfa. 1. september 2016 21:09