Viðskipti innlent

Eimskip stærsta fyrirtækið í Kauphöllinni fyrir tuttugu árum en það fimmta stærsta í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fyrir tuttugu árum síðan var Eimskip stærsta félagið í Kauphöllinni en miðað er við verðmæti fyrirtækjanna á hverjum tíma og á verðlagi hvers árs.
Fyrir tuttugu árum síðan var Eimskip stærsta félagið í Kauphöllinni en miðað er við verðmæti fyrirtækjanna á hverjum tíma og á verðlagi hvers árs. Vísir/GVA
Stoðtækjafyrirtækið Össur er stærsta fyrirtækið í Kauphöllinni í dag samkvæmt samantekt Íslandsbanka en bankinn hefur tekið saman upplýsingar um fimm stærstu fyrirtækin í Kauphöllinni árin 1996, 2006 og svo í dag, 2016.

Fyrir tuttugu árum síðan var Eimskip stærsta félagið í Kauphöllinni en miðað er við verðmæti fyrirtækjanna á hverjum tíma og á verðlagi hvers árs. Þannig var Eimskip fjórtán milljarða virði árið 1996 en í dag er það sextíu milljarða virði og er fimmta stærsta félagið í Kauphöll.

Tíu árum síðar, í miðju góðæri árið 2006, var Kaupþing stærsta fyrirtækið í Kauphöllinni og var verðmæti þess 623 milljarðar króna. Hinir bankarnir tveir röðuðu sér í næstu sæti á eftir þar sem verðmæti Glitnis var 332 milljarðar og Landsbanka Íslands 292 milljarðar. Á þessum tíma komst Eimskip ekki í hóp fimmtu stærstu fyrirtækja landsins eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

Í dag Össur stærsta fyrirtækið í Kauphöllinni eins og áður segir og er verðmæti þess 191 milljarðar króna. Marel er næststærsta fyrirtækið og þá kemur Icelandair Group þar á eftir en forveri Icelandair Group, Flugleiðir, voru líka þriðja stærsta fyrirtækið í Kauphöll fyrir tuttugu árum.

mynd/íslandsbanki





Fleiri fréttir

Sjá meira


×