Viðskipti innlent

Hlutabréf rjúka upp í Kauphöllinni

Sæunn Gísladóttir skrifar
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,51 prósent í dag.
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,51 prósent í dag. Vísir
Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hefur hækkað verulega það sem af er dags. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,51 prósent og gengi bréfa í öllum fyrirtækjum, nema Nýherja og Össuri, hafa hækkað í morgun.

Mest er hækkunin á gengi bréfa í Högum, en bréfin hafa hækkað um 3,8 prósent í 221 milljón króna viðskiptum.

Líklega má rekja hækkunina til þess að í gær hækkaði matsfyrirtækið Moody‘s lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins um tvö þrep, og sagð ihorfur stöðugar.

Einnig greindi Hagstofan frá því í morgun að þjónustujöfnuður við útlönd hafi verið hagstæður um 202,1 milljarð króna á síðasta ári og jákvæður um 62,2 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2016. Þetta tvennt bendir til jákvæðra efnahagshorfa á landinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×