Erlent

Kona hljóp 25 kílómetra á rangri leið í maraþoni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Konan hljóp ansi langt áður en hún fannst
Konan hljóp ansi langt áður en hún fannst vísir/epa
Kona sem hugðist hlaupa hálfmaraþon á sunnudaginn týndist í 12 tíma í miðju hlaupi. NBC greinir frá.

Konan sem heitir Melissa Kitcher og býr á Flórída ætlaði sér að klára sitt fyrsta hálfmaraþon og var í miðju hlaupi í Carlton þjóðgarði þegar hún vék af leið.

„Ég hélt áfram að hugsa með mér: Vá hvernig hleypur fólk þessa slóða? Ég get ekki einu sinni gengið þá!“ sagði Kitcher í viðtali eftir að hafa fundist. Ljóst er að hún áttaði sig seint á því að hún væri á vitlausri leið.

Kitcher segir að engar merkingar hafi verið til þess að leiðbeina henni. Kitcher endaði á því að hlaupa 11 kílómetra af leið en síminn hennar var frosinn svo hún gat ekki hringt til þess að biðja um aðstoð. Hún endaði á að hlaupa rúma 25 kílómetra en fannst að lokum um kvöldið, óhult en þyrst.

Kitcher er staðráðin í því að reyna aftur við annað maraþon, en segist næst ætla að taka þátt þar sem maraþonið fer einungis fram á vel merktum götum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×