Hlutabréf dómara opinber almenningi í Noregi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. desember 2016 20:00 Í Noregi eru upplýsingar um eignarhlut dómara í félagi eða fyrirtæki opinberar almenningi. Skúli Magnússon, formaður dómarafélags Íslands, segir ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin strangari hvað eignarhlut dómara varðar. Skúli hefur rætt við Hæstaréttardómara eftir fréttir síðustu daga en hann segir vilja vera til þess að gera eignarhluti dómara aðgengilegri. Síðustu daga hefur verið fjallað um hlutabréfaviðskipti dómara við Hæstarétt Íslands en fjórir dómarar áttu hlut í Glitni á árunum fyrir hrun. Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar er einn þeirra, en í upphafi umfjöllunar um hlutabréfaviðskipti hans var nokkuð á reiki hvort hann hefði leitað leyfis nefndar um dómararstörf. Tilkynning um sölu Markúsar árið 2007 fannst ekki hjá nefndinni en nú hefur fengist staðfest að hann tilkynnti nefndinni um sölu hlutabréfa sinna. Upplýsingar um aukastörf og eignarhlut dómara opinberar Dönsk og norsk lög ganga lengra en íslensk lög hvað varðar upplýsingar um aukastörf og eignarhlut dómara í félagi. „Það er gengið lengst í Noregi þar sem upplýsingar um aukastörf dómara og eignarhlut yfir ákveðnu viðmiði eru birtar opinberlega,“ segir Skúli og bætir við að í dönskum lögum sé gengið skemur. Ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin hafa að geyma hertari reglur um aukastörf dómara og hlut þeirra í félagi. Samkvæmt þeim er hlutverk nefndar um dómarastörf að halda og birta opinberlega skrá um aukastörf dómara og þau störf sem dómari gengdi áður en hann tók við embætti. „Við erum að taka upp norska módelið að verulegu leiti. Þó þannig, að það var ákveðið að stíga skref ekki til fulls þannig að það eru einungis aukastörf sem verða birt opinberlega. Ég hef rætt við dómara á síðustu dögum vegan þeirra frétta sem hafa komið og ég held að í hópi dómara sé engin andstaða við það að eignarhlutur þeirra í fyrirtækjum sé birt opinberlega. Ég held að dómarar myndu einfaldlega fagna því,“ segir Skúli. Þrátt fyrir að hafa tapað fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi hafa dómararnir ekki vikið sæti vegna vanhæfis, í málum þar sem bankinn er aðili. Markús var til að mynda dómari í svokölluðu BK-44 máli þar sem Jóhannes Baldursson og Birkir Kristinsson voru dæmdir í þriggja og fjögurra ára fangelsi en báðir voru þeir starfsmenn deildar sem hélt utan um tugmilljón króna eigna Markúsar hjá Glitni. Verjendur í málinu hafa ekki viljað tjá sig um það hvort til greina komi að fara fram á endurupptöku eða leita úrlaunsar Mannréttindadómstóls Evrópu. Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hæstaréttardómari umsvifamikill í viðskiptum en dæmdi samt Markús Sigurbjörnsson, dómari við Hæstarétt, innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. 5. desember 2016 14:35 Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. 6. desember 2016 20:00 Ingveldur umsvifamikil í hlutabréfum Auk þess að eiga hlut í Glitni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, átti Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari, einnig hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Straumi-Burðarás fyrir hrun. 7. desember 2016 07:21 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira
Í Noregi eru upplýsingar um eignarhlut dómara í félagi eða fyrirtæki opinberar almenningi. Skúli Magnússon, formaður dómarafélags Íslands, segir ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin strangari hvað eignarhlut dómara varðar. Skúli hefur rætt við Hæstaréttardómara eftir fréttir síðustu daga en hann segir vilja vera til þess að gera eignarhluti dómara aðgengilegri. Síðustu daga hefur verið fjallað um hlutabréfaviðskipti dómara við Hæstarétt Íslands en fjórir dómarar áttu hlut í Glitni á árunum fyrir hrun. Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar er einn þeirra, en í upphafi umfjöllunar um hlutabréfaviðskipti hans var nokkuð á reiki hvort hann hefði leitað leyfis nefndar um dómararstörf. Tilkynning um sölu Markúsar árið 2007 fannst ekki hjá nefndinni en nú hefur fengist staðfest að hann tilkynnti nefndinni um sölu hlutabréfa sinna. Upplýsingar um aukastörf og eignarhlut dómara opinberar Dönsk og norsk lög ganga lengra en íslensk lög hvað varðar upplýsingar um aukastörf og eignarhlut dómara í félagi. „Það er gengið lengst í Noregi þar sem upplýsingar um aukastörf dómara og eignarhlut yfir ákveðnu viðmiði eru birtar opinberlega,“ segir Skúli og bætir við að í dönskum lögum sé gengið skemur. Ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin hafa að geyma hertari reglur um aukastörf dómara og hlut þeirra í félagi. Samkvæmt þeim er hlutverk nefndar um dómarastörf að halda og birta opinberlega skrá um aukastörf dómara og þau störf sem dómari gengdi áður en hann tók við embætti. „Við erum að taka upp norska módelið að verulegu leiti. Þó þannig, að það var ákveðið að stíga skref ekki til fulls þannig að það eru einungis aukastörf sem verða birt opinberlega. Ég hef rætt við dómara á síðustu dögum vegan þeirra frétta sem hafa komið og ég held að í hópi dómara sé engin andstaða við það að eignarhlutur þeirra í fyrirtækjum sé birt opinberlega. Ég held að dómarar myndu einfaldlega fagna því,“ segir Skúli. Þrátt fyrir að hafa tapað fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi hafa dómararnir ekki vikið sæti vegna vanhæfis, í málum þar sem bankinn er aðili. Markús var til að mynda dómari í svokölluðu BK-44 máli þar sem Jóhannes Baldursson og Birkir Kristinsson voru dæmdir í þriggja og fjögurra ára fangelsi en báðir voru þeir starfsmenn deildar sem hélt utan um tugmilljón króna eigna Markúsar hjá Glitni. Verjendur í málinu hafa ekki viljað tjá sig um það hvort til greina komi að fara fram á endurupptöku eða leita úrlaunsar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hæstaréttardómari umsvifamikill í viðskiptum en dæmdi samt Markús Sigurbjörnsson, dómari við Hæstarétt, innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. 5. desember 2016 14:35 Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. 6. desember 2016 20:00 Ingveldur umsvifamikil í hlutabréfum Auk þess að eiga hlut í Glitni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, átti Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari, einnig hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Straumi-Burðarás fyrir hrun. 7. desember 2016 07:21 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hæstaréttardómari umsvifamikill í viðskiptum en dæmdi samt Markús Sigurbjörnsson, dómari við Hæstarétt, innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. 5. desember 2016 14:35
Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. 6. desember 2016 20:00
Ingveldur umsvifamikil í hlutabréfum Auk þess að eiga hlut í Glitni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, átti Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari, einnig hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Straumi-Burðarás fyrir hrun. 7. desember 2016 07:21
Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26