Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2016 12:53 Steingrímur J. Sigfússon við þingsetninguna í gær. Vísir/Ernir Nýkjörinn forseti Alþingis er bjartsýnn á að þinginu takist að afgreiða fjárlagafrumvarp og tengd frumvörp fyrir jól og málin fari öll til nefndar fyrir helgi. Alþingi sé nú í einstakri stöðu til að afgreiða fjárlög í nokkurri sátt þar sem enn sé ekki búið að mynda meirihluta á þinginu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sem lengst núverandi þingmanna hefur setið á þingi var kjörinn forseti Alþingis eftir að þing var sett í gær. Fjárlagafrumvarp starfsstjórnar Sigurðar Inga Jóhannsson forsætisráðherra var lagt fram í gær en þar er gert ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs. Steingrímur reiknar með að nýkjörið þing klári fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið og tengifrumvörp þess, svokallaðan bandorm, fyrir helgi. Þá geti tvær nefndir sem búið er að skipa í á Alþingi, fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd hafið vinnu við frumvörpin. Steingrímur segist reikna með að fleiri frumvörp sem tengist áramótunum líti dagsins ljós í næstu viku.Heldur þú að það takist að afgreiða fjárlög fyrir jól, eða það þurfi kannski að funda á milli jóla og nýárs?„Ég er bjartsýnn á að allir muni gera sitt besta og skynja ekki annað en að það sé góður andi í því að vinna málin í samstöðu. Ég held að allir skynji það og finni til ábyrgðar við þessar óvenjulegu aðstæður, að nú er enginn meirihluti og enginn minnihluti,“ segir Steingrímur. Ábyrgðin liggi því sameiginlega á herðum þingsins alls og hann finni ekki annað en allir vilji að þingið standi undir þessari ábyrgð. „Þannig að við getum svo haldið jól og áramót búin að skilja vel við það sem þingið þurfti að gera,“ segir forseti Alþingis.Sjá einnig: Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Steingrímur segir ekki útilokað að ný ríkisstjórn, hver sem hún verði, kunni að vilja gera breytingar á fjárlögunum þegar kemur fram á næsta ár og heimildir séu til þess, þótt venja sé að leggja ekki fram fjáraukalagafrumvarp fyrr en komið sé fram á haust. Þá kunni aðstæður í þjóðfélaginu að kalla á breytingar. En menn hljóti að kappkosta að klára afgreiðslu þess frumvarps sem nú liggi fyrir þinginu. „Og það er allra hagur. Kannski eru þetta einmitt góðar aðstæður til þess á meðan menn vita ekki enn hvort þeir munu skipa meirihluta eða minnihluta. Þá eiga allir sameignlega hagsmuni í því að nýja árið byrji á eins góðum grunni og hægt er. Það kemur ríkisstjórn til góða hver sem hún verður,“ segir Steingrímur. Annað stórt mál sem bíður afgreiðslu Alþingis er frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda en það dagaði uppi skömmu fyrir lok síðasta kjörtímabils. Afdrif þess máls ráða miklu um hvort friður haldist á vinnumarkaði en kjarasamninga á almennum vinnumarkaði koma til endurskoðunar í byrjun árs. „Ríkisstjórnin er auðvitað með það og viðkomandi ráðuneyti. Það er ekki ólíklegt að slíkt frumvarp og þá viðbótar-fjáraukalög verði eitt af því sem verði að takast á fyrir áramótin,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Nýkjörinn forseti Alþingis er bjartsýnn á að þinginu takist að afgreiða fjárlagafrumvarp og tengd frumvörp fyrir jól og málin fari öll til nefndar fyrir helgi. Alþingi sé nú í einstakri stöðu til að afgreiða fjárlög í nokkurri sátt þar sem enn sé ekki búið að mynda meirihluta á þinginu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sem lengst núverandi þingmanna hefur setið á þingi var kjörinn forseti Alþingis eftir að þing var sett í gær. Fjárlagafrumvarp starfsstjórnar Sigurðar Inga Jóhannsson forsætisráðherra var lagt fram í gær en þar er gert ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs. Steingrímur reiknar með að nýkjörið þing klári fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið og tengifrumvörp þess, svokallaðan bandorm, fyrir helgi. Þá geti tvær nefndir sem búið er að skipa í á Alþingi, fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd hafið vinnu við frumvörpin. Steingrímur segist reikna með að fleiri frumvörp sem tengist áramótunum líti dagsins ljós í næstu viku.Heldur þú að það takist að afgreiða fjárlög fyrir jól, eða það þurfi kannski að funda á milli jóla og nýárs?„Ég er bjartsýnn á að allir muni gera sitt besta og skynja ekki annað en að það sé góður andi í því að vinna málin í samstöðu. Ég held að allir skynji það og finni til ábyrgðar við þessar óvenjulegu aðstæður, að nú er enginn meirihluti og enginn minnihluti,“ segir Steingrímur. Ábyrgðin liggi því sameiginlega á herðum þingsins alls og hann finni ekki annað en allir vilji að þingið standi undir þessari ábyrgð. „Þannig að við getum svo haldið jól og áramót búin að skilja vel við það sem þingið þurfti að gera,“ segir forseti Alþingis.Sjá einnig: Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Steingrímur segir ekki útilokað að ný ríkisstjórn, hver sem hún verði, kunni að vilja gera breytingar á fjárlögunum þegar kemur fram á næsta ár og heimildir séu til þess, þótt venja sé að leggja ekki fram fjáraukalagafrumvarp fyrr en komið sé fram á haust. Þá kunni aðstæður í þjóðfélaginu að kalla á breytingar. En menn hljóti að kappkosta að klára afgreiðslu þess frumvarps sem nú liggi fyrir þinginu. „Og það er allra hagur. Kannski eru þetta einmitt góðar aðstæður til þess á meðan menn vita ekki enn hvort þeir munu skipa meirihluta eða minnihluta. Þá eiga allir sameignlega hagsmuni í því að nýja árið byrji á eins góðum grunni og hægt er. Það kemur ríkisstjórn til góða hver sem hún verður,“ segir Steingrímur. Annað stórt mál sem bíður afgreiðslu Alþingis er frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda en það dagaði uppi skömmu fyrir lok síðasta kjörtímabils. Afdrif þess máls ráða miklu um hvort friður haldist á vinnumarkaði en kjarasamninga á almennum vinnumarkaði koma til endurskoðunar í byrjun árs. „Ríkisstjórnin er auðvitað með það og viðkomandi ráðuneyti. Það er ekki ólíklegt að slíkt frumvarp og þá viðbótar-fjáraukalög verði eitt af því sem verði að takast á fyrir áramótin,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira