Sebastian Vettel, ökumaður Ferrari, hafnaði í öðru sæti á eftir Nico Rosberg í Kínakappakstrinum sem fram fór í morgun.
Vettel lenti í samstuði við Rússann Daniel Kvyat í fyrstu beygju þar sem honum fanst Red Bull-maðurinn fara alltof hratt inn í beygjuna og stofna til vandræða.
„Þú kemur þarna eins og þrumuskeyti,“ sagði mjög ósáttur Vettel við Kvyat inn í sigurherberginu áður en þeir fóru út á verðlaunapallinn. Kvyat gaf lítið fyrir ásakanir Vettels og svaraði: „Þetta er bara kappakstur.“
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, lýsendur Formúlunnar á Stöð 2 Sport, fóru yfir atvikið og þeim fannst Vettel ekkert hafa til síns máls.
Rifrildið og atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan.
