Nico Rosberg vann í Kína Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. apríl 2016 07:40 Nico Rosberg var einmanna í forystunni í dag. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes vann sína sjöttu keppni í röð með því að vinna í Kína. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniil Kvyat á Red Bull varð þriðji. Rosberg leiðir nú með 36 stigum eftir að hafa náð í 25 stig í dag. Rosberg var aleinn nánast alla keppnina, hann náði í hundraðasta verðlaunapall Mercedes í Formúlu 1. Lewis Hamilton sem ræsti aftastur endaði í sjöunda sæti. Keppnin var gríðarlega viðburðarík og spennandi. Vettel og Kimi Raikkonen lentu í samstuði í fyrstu beygju. Hamilton varð einnig fyrir skaða í fyrstu beygju. Hamilton var um tíma með framvænginn undir bílnum. Raikkonen og Hamilton komu inn á þjónustusvæðið undir lok fyrsta hrings fyrir nýjan framvæng. Daniel Ricciardo stal fyrsta sætinu af Rosberg á fyrsta hring. Rosberg náði forystunni aftur og vinstra afturdekkið flettist af felgunni í sömu andrá á þriðja hring. Ricciardo kom því inn á þjónustusvæðið fyrir ný dekk. Öryggisbíllinn kom út á fimmta hring. Það þurfti að hreinsa koltrefjabúta af brautinni eftir klaufalegan fyrsta hring. Ökumenn nýttu sér öryggisbílinn til að taka þjónustuhlé, Vettel var þar á meðal og fékk nýjan framvæng. Röðin á eftir öryggisbílnum var mjög óhefðbundin, Pascal Wehrlein á Manor var til að mynda fjórði við endurræsinguna, Raikkonen 19. og Rio Haryanto á Manor áttundi þegar endurræsingin átti sér stað við lok áttunda hringjar.Ræsingin og fyrstu beygjurnar sköpuðu fjöruga keppni.Vísir/GettyAtburðarásin eftir endurræsinguna var hröð og fjörleg. Vettel lent í samstuð við Valtteri Bottas á Williams og braut aftur hluta af framvængnum en gat haldið áfram. Rosberg tók þjónustuhlé á hring 21. hann hélt forystunni. Hamilton tók sitt fjórða þjónustuhlé á hring 22 og kom inn á þjónustusvæðið í þriðja sæti og fór út í 14. sæti. Hulkenberg fékk fimm sekúndna refsingu fyrir að aka óþarflega hægt á leiðinni inn á þjónustusvæðið. Hamilton tók þjónustuhlé á hring 31 og fékk millihörð dekk undir og ætlaði að reyna að keyra til loka. Sem hann gerði en gripið var lítið sem ekkert síðustu 10 hringina eða svo. Á hring 32 var Vettel kominn í DRS færi við Kvyat í öðru sæti. Þeir komu svo inn á þjónustusvæðið á sama tíma á hring 35 og komu út og veittu Raikkonen félagsskap í smástund á brautinni. Vettel tók þriðja sætið af Kyat í upphafi 37 hringjar. Ricciardo var þá annar og tók svo þjónustuhlé og Vettel þá orðinn annar á eftir Rosberg sem sigldi auðan sjó fremstur. Baráttan um fjórða sæti var afar spennandi, Felipe Massa, Hamilton og Ricciardo börðust harkalega. Á hring 43 tók Ricciardo fimmta sætið af Hamilton. Á næsta hring hélt Ricciardo áfram og tók fram úr Massa. Raikkonen tók svo fram úr Bottas á Hring 45 og hóf að elta Hamilton. Raikkonen tók svo fram úr Hamilton á 47. hring og stal sjötta sætinu af heimsmeistaranum. Raikkonen stal svo fimmta sætinu af Massa á næsta hring. Hamilton náði að halda sjöunda sætinu.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól og Hamilton ræsir aftastur í Kína Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Kína á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 16. apríl 2016 08:10 Milljónamæringar skiptu reikningnum í 17 hluta Þó svo ökuþórarnir í Formúlu 1 séu milljónamæringar þá virðast þeir halda ansi fast um budduna. 15. apríl 2016 12:00 Horner: Ég veit ekki hvaðan þetta kom Nico Rosberg á Mercedes náði sínum fyrsta ráspól í ár í Kína í morgun. Tímatakan var full af atvikum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 16. apríl 2016 12:15 Rosberg og Raikkonen fljótastir, Alonso má keppa Nico Rosberg, ökumaður Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kínverska kappaksturinn. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 15. apríl 2016 15:30 Button notar sína aðra vél í Kína Jenson Button ökumaður Mclaren-Honda liðsins mun nota vél númer tvö í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína um helgina. Honda vélin í Mclaren bílnum bilaði í Bahrein. 13. apríl 2016 23:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes vann sína sjöttu keppni í röð með því að vinna í Kína. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniil Kvyat á Red Bull varð þriðji. Rosberg leiðir nú með 36 stigum eftir að hafa náð í 25 stig í dag. Rosberg var aleinn nánast alla keppnina, hann náði í hundraðasta verðlaunapall Mercedes í Formúlu 1. Lewis Hamilton sem ræsti aftastur endaði í sjöunda sæti. Keppnin var gríðarlega viðburðarík og spennandi. Vettel og Kimi Raikkonen lentu í samstuði í fyrstu beygju. Hamilton varð einnig fyrir skaða í fyrstu beygju. Hamilton var um tíma með framvænginn undir bílnum. Raikkonen og Hamilton komu inn á þjónustusvæðið undir lok fyrsta hrings fyrir nýjan framvæng. Daniel Ricciardo stal fyrsta sætinu af Rosberg á fyrsta hring. Rosberg náði forystunni aftur og vinstra afturdekkið flettist af felgunni í sömu andrá á þriðja hring. Ricciardo kom því inn á þjónustusvæðið fyrir ný dekk. Öryggisbíllinn kom út á fimmta hring. Það þurfti að hreinsa koltrefjabúta af brautinni eftir klaufalegan fyrsta hring. Ökumenn nýttu sér öryggisbílinn til að taka þjónustuhlé, Vettel var þar á meðal og fékk nýjan framvæng. Röðin á eftir öryggisbílnum var mjög óhefðbundin, Pascal Wehrlein á Manor var til að mynda fjórði við endurræsinguna, Raikkonen 19. og Rio Haryanto á Manor áttundi þegar endurræsingin átti sér stað við lok áttunda hringjar.Ræsingin og fyrstu beygjurnar sköpuðu fjöruga keppni.Vísir/GettyAtburðarásin eftir endurræsinguna var hröð og fjörleg. Vettel lent í samstuð við Valtteri Bottas á Williams og braut aftur hluta af framvængnum en gat haldið áfram. Rosberg tók þjónustuhlé á hring 21. hann hélt forystunni. Hamilton tók sitt fjórða þjónustuhlé á hring 22 og kom inn á þjónustusvæðið í þriðja sæti og fór út í 14. sæti. Hulkenberg fékk fimm sekúndna refsingu fyrir að aka óþarflega hægt á leiðinni inn á þjónustusvæðið. Hamilton tók þjónustuhlé á hring 31 og fékk millihörð dekk undir og ætlaði að reyna að keyra til loka. Sem hann gerði en gripið var lítið sem ekkert síðustu 10 hringina eða svo. Á hring 32 var Vettel kominn í DRS færi við Kvyat í öðru sæti. Þeir komu svo inn á þjónustusvæðið á sama tíma á hring 35 og komu út og veittu Raikkonen félagsskap í smástund á brautinni. Vettel tók þriðja sætið af Kyat í upphafi 37 hringjar. Ricciardo var þá annar og tók svo þjónustuhlé og Vettel þá orðinn annar á eftir Rosberg sem sigldi auðan sjó fremstur. Baráttan um fjórða sæti var afar spennandi, Felipe Massa, Hamilton og Ricciardo börðust harkalega. Á hring 43 tók Ricciardo fimmta sætið af Hamilton. Á næsta hring hélt Ricciardo áfram og tók fram úr Massa. Raikkonen tók svo fram úr Bottas á Hring 45 og hóf að elta Hamilton. Raikkonen tók svo fram úr Hamilton á 47. hring og stal sjötta sætinu af heimsmeistaranum. Raikkonen stal svo fimmta sætinu af Massa á næsta hring. Hamilton náði að halda sjöunda sætinu.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól og Hamilton ræsir aftastur í Kína Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Kína á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 16. apríl 2016 08:10 Milljónamæringar skiptu reikningnum í 17 hluta Þó svo ökuþórarnir í Formúlu 1 séu milljónamæringar þá virðast þeir halda ansi fast um budduna. 15. apríl 2016 12:00 Horner: Ég veit ekki hvaðan þetta kom Nico Rosberg á Mercedes náði sínum fyrsta ráspól í ár í Kína í morgun. Tímatakan var full af atvikum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 16. apríl 2016 12:15 Rosberg og Raikkonen fljótastir, Alonso má keppa Nico Rosberg, ökumaður Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kínverska kappaksturinn. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 15. apríl 2016 15:30 Button notar sína aðra vél í Kína Jenson Button ökumaður Mclaren-Honda liðsins mun nota vél númer tvö í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína um helgina. Honda vélin í Mclaren bílnum bilaði í Bahrein. 13. apríl 2016 23:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rosberg á ráspól og Hamilton ræsir aftastur í Kína Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Kína á morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 16. apríl 2016 08:10
Milljónamæringar skiptu reikningnum í 17 hluta Þó svo ökuþórarnir í Formúlu 1 séu milljónamæringar þá virðast þeir halda ansi fast um budduna. 15. apríl 2016 12:00
Horner: Ég veit ekki hvaðan þetta kom Nico Rosberg á Mercedes náði sínum fyrsta ráspól í ár í Kína í morgun. Tímatakan var full af atvikum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 16. apríl 2016 12:15
Rosberg og Raikkonen fljótastir, Alonso má keppa Nico Rosberg, ökumaður Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kínverska kappaksturinn. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 15. apríl 2016 15:30
Button notar sína aðra vél í Kína Jenson Button ökumaður Mclaren-Honda liðsins mun nota vél númer tvö í Formúlu 1 kappakstrinum í Kína um helgina. Honda vélin í Mclaren bílnum bilaði í Bahrein. 13. apríl 2016 23:15