Erlent

Stórundarlegur strætó á götum Kína

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Strætisvagninn var prufukeyrður í vikunni.
Strætisvagninn var prufukeyrður í vikunni. Vísir/Getty
Ansi framtíðarlegur strætisvagn var prufukeyrður í Kína í vikunni. Strætisvagninn er hannaður þannig að hann geti auðveldlega komist framhjá umferðartöfum sem verða á vegi hans.

Stutt er síðan tillögur að strætisvagninum voru kynntar fyrst til leiks en strætisvagninn, sem nefnist Transit Explore Bus, var prufukeyrður á sérstakri braut í Qinhuangdao með góðum árangri.

Strætisvagninn gengur á teinum en farþegarnir eru í rými sem er tveimur metrum fyrir ofan veginn. Er strætisvagninn hannaður þannig að auðvelt er fyrir bíla að keyra undir vagninn. Áætlað er að 300 farþegar komist fyrir í strætisvagninum sem eru 21 metra langur og sjö metra breiður.

Reiknað er með að hægt verði að festa fleiri vagna aftan í strætisvagninn svo að allt að 1400 farþegar komist fyrir. Óvíst er þó hvenær strætisvagninn verður tekinn í almenna notkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×