Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. maí 2016 18:00 Vinnumansalið sem lögreglan rannsakar átti sér stað á Hótel Adam en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Fleiri starfsmenn hótelsins hafa leitað til lögreglu undanfarna daga vegna gruns um að vera sjálfar fórnarlömb mansals. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Konan þurfti að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni að annars yrði hún handtekin en hún var vinnu nánast alla daga í mánuði og fékk fyrir þá vinnu greiddar tæpar 60 þúsund krónur í mánaðarlaun. Mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið en konan hefur lokið störfum á hótelinu.Sjá einnig fréttaskýringu:Blaðamaður Vísis gisti eina nótt á Hótel Adam Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrætt sé Hótel Adam hér við Skólavörðustíg. Þegar leitað var eftir viðtali við eiganda þess fengust þær upplýsingar að hann væri staddur erlendis en væri væntanlegur eftir helgi. Félagið sem heldur utan um rekstur Hótels Adam á Skólavörðustíg heitir R. Guðmundsson ehf. en skráður eigandi félagsins er Ragnar Guðmundsson kaupsýslumaður og hótelstjóri. Ekki liggur fyrir hvort Ragnar sjálfur tengist málinu en hann er sem fyrr segir staddur erlendis. Fréttastofan hefur ekki upplýsingar um hvort eigandi hótelsins taki beinar ákvarðanir um rekstur hótelsins en hann einn er titlaður framkvæmdastjóri.Seldi vatn á kranaflöskuHótel Adam komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar greint var frá því að það hefði komið upp myndum og tilkynningum til gesta þar sem varað var við kranavatninu á hótelinu. Þess í stað var gestum bent á að drekka vatn úr sérmerktum flöskum sem seldar voru á hótelinu á 400 krónur. Seinna kom í ljós eftir athugun Matvælastofnunar að vatnið í flöskunum var einmitt kranavatn. Í kjölfarið framkvæmdi heilbrigðiseftirlitið athugun á hótelinu sem kom margvíslegum ábendingum til lögreglu. Meðal annars um að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri 20 hafi verið í útleigu. Innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu. Þá hafa einnig verið fluttar fréttir af því að eigendur bjóði starfsmönnum sínum kjör sem eru langt undir lágmarkslaunum.Fleiri hafa leitað til lögregluSamkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa fleiri starfsmenn hótelsins af báðum kynum leitað til lögreglu. Þá hefur Vinnueftirlitið einnig verið með til skoðunar að grípa til aðgerða vegna fyrrgreindra mála. Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Haldið nauðugri í starfi á hóteli Kona var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði því að hún yrði handtekin. 20. maí 2016 18:45 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Vinnumansalið sem lögreglan rannsakar átti sér stað á Hótel Adam en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Fleiri starfsmenn hótelsins hafa leitað til lögreglu undanfarna daga vegna gruns um að vera sjálfar fórnarlömb mansals. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Konan þurfti að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni að annars yrði hún handtekin en hún var vinnu nánast alla daga í mánuði og fékk fyrir þá vinnu greiddar tæpar 60 þúsund krónur í mánaðarlaun. Mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið en konan hefur lokið störfum á hótelinu.Sjá einnig fréttaskýringu:Blaðamaður Vísis gisti eina nótt á Hótel Adam Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrætt sé Hótel Adam hér við Skólavörðustíg. Þegar leitað var eftir viðtali við eiganda þess fengust þær upplýsingar að hann væri staddur erlendis en væri væntanlegur eftir helgi. Félagið sem heldur utan um rekstur Hótels Adam á Skólavörðustíg heitir R. Guðmundsson ehf. en skráður eigandi félagsins er Ragnar Guðmundsson kaupsýslumaður og hótelstjóri. Ekki liggur fyrir hvort Ragnar sjálfur tengist málinu en hann er sem fyrr segir staddur erlendis. Fréttastofan hefur ekki upplýsingar um hvort eigandi hótelsins taki beinar ákvarðanir um rekstur hótelsins en hann einn er titlaður framkvæmdastjóri.Seldi vatn á kranaflöskuHótel Adam komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar greint var frá því að það hefði komið upp myndum og tilkynningum til gesta þar sem varað var við kranavatninu á hótelinu. Þess í stað var gestum bent á að drekka vatn úr sérmerktum flöskum sem seldar voru á hótelinu á 400 krónur. Seinna kom í ljós eftir athugun Matvælastofnunar að vatnið í flöskunum var einmitt kranavatn. Í kjölfarið framkvæmdi heilbrigðiseftirlitið athugun á hótelinu sem kom margvíslegum ábendingum til lögreglu. Meðal annars um að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri 20 hafi verið í útleigu. Innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu. Þá hafa einnig verið fluttar fréttir af því að eigendur bjóði starfsmönnum sínum kjör sem eru langt undir lágmarkslaunum.Fleiri hafa leitað til lögregluSamkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa fleiri starfsmenn hótelsins af báðum kynum leitað til lögreglu. Þá hefur Vinnueftirlitið einnig verið með til skoðunar að grípa til aðgerða vegna fyrrgreindra mála.
Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Haldið nauðugri í starfi á hóteli Kona var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði því að hún yrði handtekin. 20. maí 2016 18:45 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30
Haldið nauðugri í starfi á hóteli Kona var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði því að hún yrði handtekin. 20. maí 2016 18:45