Innlent

Júlíus Vífill segir mál sín fjölskylduharmleik

Samúel Karl Ólason skrifar
Júlíus Vífill Ingvarsson.
Júlíus Vífill Ingvarsson. Vísir/Vilhelm

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir stjórnendur Kastljóss harkalega aftur í færslu sem hann birti á Facebooksíðu sinni í dag. Án þess að svara nokkrum af spurningum Kastljóss átelur hann stjórnendur þáttarins enn harðlega fyrir fréttaflutning af meintum sjóðum foreldra hans.



Systkini Júlíusar hafa sakað hann um að hafa leynt sjóðum foreldra þeirra og geymt á reikningum erlendis. Telja þau að upphæðirnar nemi fleiri hundruð milljónum króna og fullyrða að Júlíus Vífill hafi viðurkennt þetta fyrir þeim eftir að fréttist að hann hefði stofnað aflandsfélag.



Fyrr í vikunni sögðu stjórnendur Kastljóss að ítrekað hefði verið reynt að fá svör frá Júlíusi en án árangurs. Í nýjustu færslu sinni svarar Júlíus ekki spurningum heldur segir málið vera flókið og erfitt fjölskyldumál, „fjölskylduharmleik“ sem ekki eigi erindi í ríkissjónvarpið.



Sjá einnig: Yfirlýsing frá Kastljósi: Fullyrðing Júlíusar röng því hann svaraði engum spurningum



Í færslu sinni segir Júlíus að samskipti hans við stjórnendur Kastljóss hafi ekki verið eins og þeir hafi lýst þeim. Hann segir Kastljós halda því fram að honum hafi verið gefinn kostur á að svara spurningum, en spyr á móti: „Af hverju fékk ég þær ekki áður en þátturinn fór í vinnslu í stað þess að fá þær í aðdraganda útsendingar, eftir að búið var að vinna annað efni umfjöllunarinnar?“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×