Níu keppa um lyklana að Bessastöðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. maí 2016 07:00 Aldrei hafa verið fleiri í framboði til embættis. Allt útlit er fyrir að níu manns verði í framboði í forsetakosningunum sem fram fara 25.?júní næstkomandi. Þar af eru fimm karlar og fjórar konur. Samkvæmt lögum bar frambjóðendum að skila framboðum til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti í gær ásamt nægjanlegum fjölda meðmælenda og vottorði yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu verður frambjóðendum, eða umboðsmönnum þeirra, boðið að koma í ráðuneytið klukkan tvö í dag þar sem upplýst verður hverjir hafa skilað inn gögnum. Eftir helgina, þegar búið er að yfirfara gögnin og senda þau til Hæstaréttar, verður svo auglýst í Lögbirtingablaðinu hverjir verða í framboði til forseta Íslands. En þótt núna fyrst sé að komast mynd á það hverjir verða í framboði eru þrjár vikur liðnar frá því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst. Nú þegar hafa verið greidd á öllu landinu, og í flestum sendiráðum, samtals 418 atkvæði. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa verið greidd 246 atkvæði. Hingað til hefur utankjörfundaratkvæðagreiðsla færst í Laugardalshöllina þegar nær líður kosningum. Skiptir þá ekki máli hvort um alþingiskosningar eða forsetakosningar er að ræða. Nú verður breytt út af laginu og flyst utankjörfundaratkvæðagreiðslan í Perluna þann 9. júní en verður ekki í Laugardalshöll. Bryndís Bachmann, fagstjóri þinglýsinga hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segir að þetta sé vegna plássleysis í Laugardalshöllinni. „Það hefur verið of þröngt og núna þegar embættin eru búin að sameinast þá var þetta bara of lítið,“ segir Bryndís. Þar vísar Bryndís í sameiningu sýslumannsembættanna á höfuðborgarsvæðinu í eitt. Opið verður í Perlunni til klukkan tíu á kvöldin þegar þar að kemur.Aldrei fleiri frambjóðendurNú stefnir í að frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fleiri en nokkru sinni fyrr, en árið 2012 voru þeir sex. Árið 2012 voru sex í framboði: l Ólafur Ragnar Grímsson l Þóra Arnórsdóttir l Ari Trausti Guðmundsson l Herdís Þorgeirsdóttir l Andrea J. Ólafsdóttir l Hannes BjarnasonÁrið 2004 voru þrír í framboði: l Baldur Ágústsson l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór MagnússonÁrið 1996 voru fjórir í framboði: l Guðrún Agnarsdóttir l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór Magnússon l Pétur Kr. HafsteinÁrið 1988 voru tveir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Sigrún ÞorsteinsdóttirÁrið 1980 voru fjórir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Guðlaugur Þorvaldsson l Albert Guðmundsson l Pétur J. ThorsteinssonÁrið 1968 voru tveir í framboði: l Gunnar Thoroddsen l Kristján EldjárnÁrið 1952 voru þrír í framboði: l Ásgeir Ásgeirsson l Bjarni Jónsson l Gísli SveinssonGreinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí. Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Allt útlit er fyrir að níu manns verði í framboði í forsetakosningunum sem fram fara 25.?júní næstkomandi. Þar af eru fimm karlar og fjórar konur. Samkvæmt lögum bar frambjóðendum að skila framboðum til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti í gær ásamt nægjanlegum fjölda meðmælenda og vottorði yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu verður frambjóðendum, eða umboðsmönnum þeirra, boðið að koma í ráðuneytið klukkan tvö í dag þar sem upplýst verður hverjir hafa skilað inn gögnum. Eftir helgina, þegar búið er að yfirfara gögnin og senda þau til Hæstaréttar, verður svo auglýst í Lögbirtingablaðinu hverjir verða í framboði til forseta Íslands. En þótt núna fyrst sé að komast mynd á það hverjir verða í framboði eru þrjár vikur liðnar frá því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst. Nú þegar hafa verið greidd á öllu landinu, og í flestum sendiráðum, samtals 418 atkvæði. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa verið greidd 246 atkvæði. Hingað til hefur utankjörfundaratkvæðagreiðsla færst í Laugardalshöllina þegar nær líður kosningum. Skiptir þá ekki máli hvort um alþingiskosningar eða forsetakosningar er að ræða. Nú verður breytt út af laginu og flyst utankjörfundaratkvæðagreiðslan í Perluna þann 9. júní en verður ekki í Laugardalshöll. Bryndís Bachmann, fagstjóri þinglýsinga hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segir að þetta sé vegna plássleysis í Laugardalshöllinni. „Það hefur verið of þröngt og núna þegar embættin eru búin að sameinast þá var þetta bara of lítið,“ segir Bryndís. Þar vísar Bryndís í sameiningu sýslumannsembættanna á höfuðborgarsvæðinu í eitt. Opið verður í Perlunni til klukkan tíu á kvöldin þegar þar að kemur.Aldrei fleiri frambjóðendurNú stefnir í að frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fleiri en nokkru sinni fyrr, en árið 2012 voru þeir sex. Árið 2012 voru sex í framboði: l Ólafur Ragnar Grímsson l Þóra Arnórsdóttir l Ari Trausti Guðmundsson l Herdís Þorgeirsdóttir l Andrea J. Ólafsdóttir l Hannes BjarnasonÁrið 2004 voru þrír í framboði: l Baldur Ágústsson l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór MagnússonÁrið 1996 voru fjórir í framboði: l Guðrún Agnarsdóttir l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór Magnússon l Pétur Kr. HafsteinÁrið 1988 voru tveir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Sigrún ÞorsteinsdóttirÁrið 1980 voru fjórir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Guðlaugur Þorvaldsson l Albert Guðmundsson l Pétur J. ThorsteinssonÁrið 1968 voru tveir í framboði: l Gunnar Thoroddsen l Kristján EldjárnÁrið 1952 voru þrír í framboði: l Ásgeir Ásgeirsson l Bjarni Jónsson l Gísli SveinssonGreinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí.
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira