Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍA 1-1 | Fylkismenn nældu í fyrsta stig sumarsins - Sjáðu mörkin Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Norðurálsvellinum skrifar 21. maí 2016 18:45 José "Sito“ Enrique á enn eftir að skora á tímabilinu. vísir/anton Fylkismenn nældu í fyrsta stig sitt á tímabilinu í 1-1 jafntefli upp á Skaga í dag en mikil batamerki voru á leik liðsins frá 0-3 tapinu gegn ÍBV á dögunum. Mörk leiksins má sjá hér neðst í fréttinni. Albert Brynjar Ingason kom Fylkismönnum yfir á 28. mínútu með snyrtilegum skalla eftir góða sendingu frá Andrési Má Jóhannessyni en Fylkismenn voru duglegir að ógna niður hægri kantinn. Sú forysta lifði hinsvegar ekki lengi því Garðar Bergmann Gunnlaugsson jafnaði metin fyrir heimamenn aðeins átta mínútum síðar þegar hann lagði boltann í netið eftir að Ármann Smári Björnsson skallaði boltann niður fyrir hann í vítateignum. Fylkismenn voru meira með boltann í seinni hálfleik á meðan Skagamenn sátu aftar og reyndu að beita skyndisóknum en hvorugu liði tókst að skapa sér hættulegt færi og lauk leiknum því með jafntefli. Fylkir er enn á botninum en nú með eitt stig og tvö skoruð mörk eftir fimm leiki. ÍA er með fjögur stig, rétt eins og Valur og Þróttur sem eiga leik til góða.Af hverju varð jafntefli? Fylkismenn voru betri í dag og sköpuðu sér sannarlega færi til að vinna leikinn. Mark Alberts kom eftir vel útfærða sókn og sendingu Andrésar Más en það vantaði sárlega að fylgja því eftir. Fylkismenn geta einnig sjálfum sér um kennt að hafa sofið illa á verðinum þegar ÍA skoraði jöfnunarmark sitt, aðeins fáeinum mínútum eftir að Árbæingar skoruðu. Þetta var í fyrsta sinn í sumar sem að Fylkir komst yfir í deildarleik og þeir hefðu haft gott af því að njóta þess aðeins lengur. Skagamenn fengu sín færi líka en þeir mega heilt yfir vera sáttir við að hafa fengið stig úr þessum leik.Þessir stóðu upp úr Ármann Smári Björnsson átti stórleik í vörn ÍA. Ekki aðeins leysti hann sína stöðu vel heldur kom hann félögum sínum í vörn ÍA margoft til bjargar með afar skynsömum leik. Árni Snær átti líka fínan dag á milli stanganna og gat hann lítið gert í markinu sem hann fékk á sig. Fylkismenn áttu fleiri leikmenn úti á velli sem spiluðu betur en þeir gulklæddu. Andrés Már var magnaður í upphafi leiks og lagði upp mark Alberts með frábærri sendingu. Albert er ávallt hættulegur en hefði mátt gera meira úr því sem hann fékk upp í hendurnar í dag. Oddur Ingi átti einnig mjög góðan dag á miðju Fylkis og sýndi að það býr heilmikið í honum. Tonci var góður í vörninni að venju og Elís Rafn kom inn með fínan kraft á miðjuna hjá Fylki.Hvað gekk illa? Fylksimönnum hefur ekki tekist að fá eitthvað úr Jose Sito og ekki breyttist það í dag. Eins öflugur og hann var með ÍBV í fyrra þá hefur hann ekki fundið sig í búningi Fylkis. Það voru miklar vonir bundnar við hann í Árbænum eftir skrautleg félagaskipti hans en Fylkismenn bíða enn eftir hans framlagi. Sem fyrr segir var færanýting beggja liða slæm en sérstaklega Fylkismegin. ÍA gekk illa að byggja upp spil sitt og þó svo að Albert Hafsteinsson sé öflugur ungur leikmaður þarf meiri vigt í miðjuna á Skaganum. Iain Williamson þarf að sýna meira ef hann á að vera maðurinn sem leysir vandræði ÍA á miðjusvæðinu.Hvað gerist næst? Fylkir komst á blað og skoraði sitt annað mark í sumar. Þeir eiga Fjölni næst á heimavelli sem verður erfitt verkefni en það er ljóst að með frammistöðu eins og í dag horfir við bjartari tíð í Árbænum. Fylkismenn náðu að spyrna sér aðeins frá botninum í dag. Skagamenn hafa tapað öllum útileikjum sínum til þessa og fara næst í heimsókn í Fossvoginn þar sem þeir etja kappi við særða og sigurlausa Víkinga.Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis.VísirHermann: Það er búið að sparka í liggjandi menn Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í 1-1 jafnteflinu gegn ÍA í fyrsta leik 5. umferðar Pepsi-deildar karla í dag. Það hefur mikið gengið á í vikunni hjá Hermanni og Fylkismönnum eftir að Hermann tók stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik liðanna á mánudag. „Það er búið að sparka í liggjandi menn og þetta var frábært hjá mínum mönnum,“ sagði Hermann í viðtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Þetta var frábær leikur hjá okkur, frá upphafi til enda. Ég er hrikalega ánægður með baráttuna í okkar mönnum og hvernig okkur tókst að leysa verkefnið úti á vellinum.“ „Við sköpuðum fullt af færum og á góðum degi hefðum við getað skorað nokkur í viðbót. En það sem stendur upp úr er það sem við gerðum úti á vellinum. Hver einasti leikmaður lagði sig fram og á heiður skilinn fyrir frammistöðuna.“ „Við stjórnuðum spilinu og það sást á mönnum að þeir nutu þess að spila fótbolta og vera til,“ sagði Hermann sem hefur ekki áhyggjur af því að mönnum tókst ekki að nýta færin nægilega vel í dag. „Svo lengi sem við fáum færi og erum að vinna okkar baráttur - erum líka silkislakir á boltanum - þá er þetta hrikalega skemmtilegt. Við vorum rosalega flottir í dag.“ Fylkir á Fjölni á heimavelli í næsta leik en Hermann segir alla einbeitingu vera á hans eigin leikmönnum. „Við erum að hugsa um hvað við getum gert vel. Ef við eru einbeittir að því þá munum við taka fullt af stigum í sumar. Auðvitað verður boltinn að fara yfir línuna en ef við höldum áfram að skapa okkur færi þá koma mörkin.“Gunnlaugur Jónsson.Vísir/ernirGunnlaugur: Eigum að geta spilað betur „Ég held að við séum nokkuð sáttir við jafnteflið,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn við Fylki. „Við eigum alveg að geta spilað betur en við gerðum í dag. Kannski var smá skjálfti í mönnum en eftir að Fylkir komst yfir þá náðum við að komast inn í leikinn og jafna.“ „En við vorum svo í smá basli með að skapa færi í seinni hálfleik. Við fengum reyndar frábært upphlaup sem við áttum að nýta.“ Ármann Smári fór meiddur af velli undir lokin en hann var besti maður ÍA í dag. „Hann var öflugur en er því miður í basli með lærið á sér. Hann fær hvíld í bikarnum í vikunni því við þurfum á honum að halda í deildinni.“ „Ármann er gríðarlega mikilvægur. Er okkar leikreyndasti maður og fer fyrir sínum mönnum.“ Gunnlaugur játar því að hann sé svekktur að hafa ekki náð að vinna á heimavelli. „En við fengum þó stig og við virðum það.“Andrés Már: Byrjuðum loksins mótið Andrés Már Jóhannesson átti góðan leik fyrir Fylki í dag og lagði upp mark sinna manna fyrir Albert Ingason. Hann var svekktur að hafa aðeins fengið eitt stig úr leiknum. „Við vorum að leggja mikið í leikinn og loksins byrjuðum við mótið. Við fengum fín færi en það vantaði að klára þau. Þeir fengu svo sénsa úr föstum leikatriðum og náðu að nýta það.“ Hann segir að Fylkismenn hafi ákveðið að leita aftur í grunninn eftir slæma byrjun á Íslandsmótinu. „Við viljum bara hafa gaman að þessu. Í sannleika sagt veit ég ekki af hverju við erum ekki löngu byrjaðir á þessu.“ Andrés Már hefur spilað í hinum ýmsu leikstöðum en var í dag hægri bakvörður. „Þetta hefur verið mikið flakk en ætli ég sé ekki lengst kominn í hægri bakverðinum. Ég get þó leyst hinar stöðurnar líka.“ Og hann segir mikilvægt að Fylkismenn, sem eru með eitt stig í botnsæti deildarinnar, haldi áfram sínu striki. „Við þurfum að byggja á þessu og þá sérstaklega því sem við gerðum í fyrri hálfleik. Við vorum aðeins að kýla boltanum fram í seinni hálfleik en heilt yfir vorum við óheppnir að klára ekki leikinn með sigri.“Ármann Smári: Sáttir við stigið „Þetta var nokkuð erfitt í dag,“ sagði Ármann Smári Björnsson sem átti góðan dag í vörn ÍA. „Ég held að við séum því nokkuð sáttir við stigið. Bæði lið hafa verið að ströggla. Þeir skora fínt mark en við náðum að jafna. Þetta var því sanngjarnt jafntefli.“ Hann saknar helst baráttunnar sem einkenndi leik ÍA í leiknum gegn Fjölni á heimavelli fyrr í sumar. „Þá skoruðum við eitt mark og héldum. Það vantaði hjá okkur í dag. En það er bara áfram veginn og ekkert annað í boði. Við erum með fjögur stig og eigum Víking í næsta leik. Ég hef engar áhyggjur af okkar stöðu.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Fylkismenn nældu í fyrsta stig sitt á tímabilinu í 1-1 jafntefli upp á Skaga í dag en mikil batamerki voru á leik liðsins frá 0-3 tapinu gegn ÍBV á dögunum. Mörk leiksins má sjá hér neðst í fréttinni. Albert Brynjar Ingason kom Fylkismönnum yfir á 28. mínútu með snyrtilegum skalla eftir góða sendingu frá Andrési Má Jóhannessyni en Fylkismenn voru duglegir að ógna niður hægri kantinn. Sú forysta lifði hinsvegar ekki lengi því Garðar Bergmann Gunnlaugsson jafnaði metin fyrir heimamenn aðeins átta mínútum síðar þegar hann lagði boltann í netið eftir að Ármann Smári Björnsson skallaði boltann niður fyrir hann í vítateignum. Fylkismenn voru meira með boltann í seinni hálfleik á meðan Skagamenn sátu aftar og reyndu að beita skyndisóknum en hvorugu liði tókst að skapa sér hættulegt færi og lauk leiknum því með jafntefli. Fylkir er enn á botninum en nú með eitt stig og tvö skoruð mörk eftir fimm leiki. ÍA er með fjögur stig, rétt eins og Valur og Þróttur sem eiga leik til góða.Af hverju varð jafntefli? Fylkismenn voru betri í dag og sköpuðu sér sannarlega færi til að vinna leikinn. Mark Alberts kom eftir vel útfærða sókn og sendingu Andrésar Más en það vantaði sárlega að fylgja því eftir. Fylkismenn geta einnig sjálfum sér um kennt að hafa sofið illa á verðinum þegar ÍA skoraði jöfnunarmark sitt, aðeins fáeinum mínútum eftir að Árbæingar skoruðu. Þetta var í fyrsta sinn í sumar sem að Fylkir komst yfir í deildarleik og þeir hefðu haft gott af því að njóta þess aðeins lengur. Skagamenn fengu sín færi líka en þeir mega heilt yfir vera sáttir við að hafa fengið stig úr þessum leik.Þessir stóðu upp úr Ármann Smári Björnsson átti stórleik í vörn ÍA. Ekki aðeins leysti hann sína stöðu vel heldur kom hann félögum sínum í vörn ÍA margoft til bjargar með afar skynsömum leik. Árni Snær átti líka fínan dag á milli stanganna og gat hann lítið gert í markinu sem hann fékk á sig. Fylkismenn áttu fleiri leikmenn úti á velli sem spiluðu betur en þeir gulklæddu. Andrés Már var magnaður í upphafi leiks og lagði upp mark Alberts með frábærri sendingu. Albert er ávallt hættulegur en hefði mátt gera meira úr því sem hann fékk upp í hendurnar í dag. Oddur Ingi átti einnig mjög góðan dag á miðju Fylkis og sýndi að það býr heilmikið í honum. Tonci var góður í vörninni að venju og Elís Rafn kom inn með fínan kraft á miðjuna hjá Fylki.Hvað gekk illa? Fylksimönnum hefur ekki tekist að fá eitthvað úr Jose Sito og ekki breyttist það í dag. Eins öflugur og hann var með ÍBV í fyrra þá hefur hann ekki fundið sig í búningi Fylkis. Það voru miklar vonir bundnar við hann í Árbænum eftir skrautleg félagaskipti hans en Fylkismenn bíða enn eftir hans framlagi. Sem fyrr segir var færanýting beggja liða slæm en sérstaklega Fylkismegin. ÍA gekk illa að byggja upp spil sitt og þó svo að Albert Hafsteinsson sé öflugur ungur leikmaður þarf meiri vigt í miðjuna á Skaganum. Iain Williamson þarf að sýna meira ef hann á að vera maðurinn sem leysir vandræði ÍA á miðjusvæðinu.Hvað gerist næst? Fylkir komst á blað og skoraði sitt annað mark í sumar. Þeir eiga Fjölni næst á heimavelli sem verður erfitt verkefni en það er ljóst að með frammistöðu eins og í dag horfir við bjartari tíð í Árbænum. Fylkismenn náðu að spyrna sér aðeins frá botninum í dag. Skagamenn hafa tapað öllum útileikjum sínum til þessa og fara næst í heimsókn í Fossvoginn þar sem þeir etja kappi við særða og sigurlausa Víkinga.Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis.VísirHermann: Það er búið að sparka í liggjandi menn Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í 1-1 jafnteflinu gegn ÍA í fyrsta leik 5. umferðar Pepsi-deildar karla í dag. Það hefur mikið gengið á í vikunni hjá Hermanni og Fylkismönnum eftir að Hermann tók stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik liðanna á mánudag. „Það er búið að sparka í liggjandi menn og þetta var frábært hjá mínum mönnum,“ sagði Hermann í viðtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Þetta var frábær leikur hjá okkur, frá upphafi til enda. Ég er hrikalega ánægður með baráttuna í okkar mönnum og hvernig okkur tókst að leysa verkefnið úti á vellinum.“ „Við sköpuðum fullt af færum og á góðum degi hefðum við getað skorað nokkur í viðbót. En það sem stendur upp úr er það sem við gerðum úti á vellinum. Hver einasti leikmaður lagði sig fram og á heiður skilinn fyrir frammistöðuna.“ „Við stjórnuðum spilinu og það sást á mönnum að þeir nutu þess að spila fótbolta og vera til,“ sagði Hermann sem hefur ekki áhyggjur af því að mönnum tókst ekki að nýta færin nægilega vel í dag. „Svo lengi sem við fáum færi og erum að vinna okkar baráttur - erum líka silkislakir á boltanum - þá er þetta hrikalega skemmtilegt. Við vorum rosalega flottir í dag.“ Fylkir á Fjölni á heimavelli í næsta leik en Hermann segir alla einbeitingu vera á hans eigin leikmönnum. „Við erum að hugsa um hvað við getum gert vel. Ef við eru einbeittir að því þá munum við taka fullt af stigum í sumar. Auðvitað verður boltinn að fara yfir línuna en ef við höldum áfram að skapa okkur færi þá koma mörkin.“Gunnlaugur Jónsson.Vísir/ernirGunnlaugur: Eigum að geta spilað betur „Ég held að við séum nokkuð sáttir við jafnteflið,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn við Fylki. „Við eigum alveg að geta spilað betur en við gerðum í dag. Kannski var smá skjálfti í mönnum en eftir að Fylkir komst yfir þá náðum við að komast inn í leikinn og jafna.“ „En við vorum svo í smá basli með að skapa færi í seinni hálfleik. Við fengum reyndar frábært upphlaup sem við áttum að nýta.“ Ármann Smári fór meiddur af velli undir lokin en hann var besti maður ÍA í dag. „Hann var öflugur en er því miður í basli með lærið á sér. Hann fær hvíld í bikarnum í vikunni því við þurfum á honum að halda í deildinni.“ „Ármann er gríðarlega mikilvægur. Er okkar leikreyndasti maður og fer fyrir sínum mönnum.“ Gunnlaugur játar því að hann sé svekktur að hafa ekki náð að vinna á heimavelli. „En við fengum þó stig og við virðum það.“Andrés Már: Byrjuðum loksins mótið Andrés Már Jóhannesson átti góðan leik fyrir Fylki í dag og lagði upp mark sinna manna fyrir Albert Ingason. Hann var svekktur að hafa aðeins fengið eitt stig úr leiknum. „Við vorum að leggja mikið í leikinn og loksins byrjuðum við mótið. Við fengum fín færi en það vantaði að klára þau. Þeir fengu svo sénsa úr föstum leikatriðum og náðu að nýta það.“ Hann segir að Fylkismenn hafi ákveðið að leita aftur í grunninn eftir slæma byrjun á Íslandsmótinu. „Við viljum bara hafa gaman að þessu. Í sannleika sagt veit ég ekki af hverju við erum ekki löngu byrjaðir á þessu.“ Andrés Már hefur spilað í hinum ýmsu leikstöðum en var í dag hægri bakvörður. „Þetta hefur verið mikið flakk en ætli ég sé ekki lengst kominn í hægri bakverðinum. Ég get þó leyst hinar stöðurnar líka.“ Og hann segir mikilvægt að Fylkismenn, sem eru með eitt stig í botnsæti deildarinnar, haldi áfram sínu striki. „Við þurfum að byggja á þessu og þá sérstaklega því sem við gerðum í fyrri hálfleik. Við vorum aðeins að kýla boltanum fram í seinni hálfleik en heilt yfir vorum við óheppnir að klára ekki leikinn með sigri.“Ármann Smári: Sáttir við stigið „Þetta var nokkuð erfitt í dag,“ sagði Ármann Smári Björnsson sem átti góðan dag í vörn ÍA. „Ég held að við séum því nokkuð sáttir við stigið. Bæði lið hafa verið að ströggla. Þeir skora fínt mark en við náðum að jafna. Þetta var því sanngjarnt jafntefli.“ Hann saknar helst baráttunnar sem einkenndi leik ÍA í leiknum gegn Fjölni á heimavelli fyrr í sumar. „Þá skoruðum við eitt mark og héldum. Það vantaði hjá okkur í dag. En það er bara áfram veginn og ekkert annað í boði. Við erum með fjögur stig og eigum Víking í næsta leik. Ég hef engar áhyggjur af okkar stöðu.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira