Mikill titringur í þingflokki Samfylkingarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2016 19:00 Mikill titringur er í þingflokki Samfylkingarinnar eftir að formaðurinn sendi félögum í flokknum bréf í gær þar sem hann tíundaði ýmis mistök flokksins á undanförnum árum. Formaðurinn hafði ekkert samráð við þingflokkinn áður en bréfið var sent út. Hafi Árni Páll Árnason ætlað sér að hræra upp í flokksfélögum sínum með bréfi sínu í gær hefur honum tekist ætlunarverk sitt. Samfylkingarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag lýsa allir undrun sinni á vinnubrögðum formannsins. Ekkert samráð hafi verið haft við þingmenn og þeir aðeins fengið bréfið sent til sín klukkstund áður en það var sent til almennra flokksfélaga. Þingmönnum er mismikið niðri fyrir en þeir tala m.a um að hann sé að splundra flokkum þegar þörf sé á að sameina fólk um mikilvæg málefni. Einn þingmaður sagði bréfið hafa komið eins og kalda vatnsgusu og formaðurinn gengi alltof langt. Í skuldamálum þjóðarinnar hafi til að mynda verið mikill þrýstingur í þingflokknum á þáverandi ráðherra að gera meira fyrir heimilin og spjótunum sérstaklega beint að Árna Páli þegar hann var ráðherra að gera meira. Ólína Þorvarðardóttir sem hleypti umræðunni um að flýta landsfundi og formannskjöri af stað segir hins vegar gott að formaðurinn tjái sig. Ekki sé hægt að gagnrýna það þegar krafist sé opinnar umræðu. Formaðurinn og aðrir mögulegir frambjóðendur til formanns verði þá núna að svara því hvaða stefnu þeir hafi í miklivægum stefnumálum sem ekki hafi náðst fram. „Styður formaður flokksins innkölluna aflaheimilda til dæmis? Hver er afstaða þeirra sem gefa kost á sér til forystu í flokknum til stjórnarskrárbreytinganna. Styðja þeir tillögu stjórnlagaráðs í stjórnarskrármálinu,“ spurði Ólína í hádegisfréttum Bylgjunnar. Nú fái flokkurinn tækifæri til að gera upp við sig hverjum hann treysti til að leiða þessi mikilvægu mál til lykta. Hún reikni með að mótframboð gegn Árna Páli komi fram á næstu dögum eða örfáu vikum. „Ég myndi halda að það væri flokknum holt eins og sakir standa að menn reyndu sig í formannskjöri. Aðalatriðið er þó að hver svosem forystan er sem velst til starfa hafi skýrt umboð. Ótvíræðan meirihluta flokksmana á bakvið sig,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Tengdar fréttir Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21 Árni Páll: „Fólk treystir ekki þeim sem henda einum fyrir ljónin og hlaupa burt“ Árni Páll Árnason segir Samfylkinguna hafa gert fjölmörg mistök allt frá ríkisstjórnarþátttöku 2007 án þess að gangast við þeim og gera þau upp. 11. febrúar 2016 18:57 Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Mikill titringur er í þingflokki Samfylkingarinnar eftir að formaðurinn sendi félögum í flokknum bréf í gær þar sem hann tíundaði ýmis mistök flokksins á undanförnum árum. Formaðurinn hafði ekkert samráð við þingflokkinn áður en bréfið var sent út. Hafi Árni Páll Árnason ætlað sér að hræra upp í flokksfélögum sínum með bréfi sínu í gær hefur honum tekist ætlunarverk sitt. Samfylkingarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag lýsa allir undrun sinni á vinnubrögðum formannsins. Ekkert samráð hafi verið haft við þingmenn og þeir aðeins fengið bréfið sent til sín klukkstund áður en það var sent til almennra flokksfélaga. Þingmönnum er mismikið niðri fyrir en þeir tala m.a um að hann sé að splundra flokkum þegar þörf sé á að sameina fólk um mikilvæg málefni. Einn þingmaður sagði bréfið hafa komið eins og kalda vatnsgusu og formaðurinn gengi alltof langt. Í skuldamálum þjóðarinnar hafi til að mynda verið mikill þrýstingur í þingflokknum á þáverandi ráðherra að gera meira fyrir heimilin og spjótunum sérstaklega beint að Árna Páli þegar hann var ráðherra að gera meira. Ólína Þorvarðardóttir sem hleypti umræðunni um að flýta landsfundi og formannskjöri af stað segir hins vegar gott að formaðurinn tjái sig. Ekki sé hægt að gagnrýna það þegar krafist sé opinnar umræðu. Formaðurinn og aðrir mögulegir frambjóðendur til formanns verði þá núna að svara því hvaða stefnu þeir hafi í miklivægum stefnumálum sem ekki hafi náðst fram. „Styður formaður flokksins innkölluna aflaheimilda til dæmis? Hver er afstaða þeirra sem gefa kost á sér til forystu í flokknum til stjórnarskrárbreytinganna. Styðja þeir tillögu stjórnlagaráðs í stjórnarskrármálinu,“ spurði Ólína í hádegisfréttum Bylgjunnar. Nú fái flokkurinn tækifæri til að gera upp við sig hverjum hann treysti til að leiða þessi mikilvægu mál til lykta. Hún reikni með að mótframboð gegn Árna Páli komi fram á næstu dögum eða örfáu vikum. „Ég myndi halda að það væri flokknum holt eins og sakir standa að menn reyndu sig í formannskjöri. Aðalatriðið er þó að hver svosem forystan er sem velst til starfa hafi skýrt umboð. Ótvíræðan meirihluta flokksmana á bakvið sig,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Tengdar fréttir Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21 Árni Páll: „Fólk treystir ekki þeim sem henda einum fyrir ljónin og hlaupa burt“ Árni Páll Árnason segir Samfylkinguna hafa gert fjölmörg mistök allt frá ríkisstjórnarþátttöku 2007 án þess að gangast við þeim og gera þau upp. 11. febrúar 2016 18:57 Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21
Árni Páll: „Fólk treystir ekki þeim sem henda einum fyrir ljónin og hlaupa burt“ Árni Páll Árnason segir Samfylkinguna hafa gert fjölmörg mistök allt frá ríkisstjórnarþátttöku 2007 án þess að gangast við þeim og gera þau upp. 11. febrúar 2016 18:57
Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19