Flúðu skelfingu lostnar frá Cancun Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Frí skemmtireisa til Cancun breyttist í martraðarkennda skelfingu, þegar konurnar voru orðnar sannfærðar um að nota ætti þær sem burðardýr. Vísir Íslensk kona er nú í gæsluvarðhaldi í Kanada. Hún er grunuð um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem teygir anga sína til Mexíkó og Kanada. Málið var til rannsóknar íslensku lögreglunnar í samvinnu við þá kanadísku en er rannsóknin nú á forræði kanadísku lögreglunnar. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn. Málið allt hefur yfir sér reyfarakenndan blæ en samkvæmt heimildum Vísis var fyrst gerð tilraun til að fá þrjár íslenskar konur til að gerast burðardýr, án þess þó að þær ættu að fá að vita það. Þetta var í nóvember á síðasta ári. Þessar konur hafa verið yfirheyrðar af lögreglu vegna aðkomu sinnar.Boð sem ekki var hægt að hafna Sú kona sem nú situr í gæsluvarðhaldi í Kanada sagði konunum þremur, sem hún þekkti misvel, að hún hefði unnið fjóra miða til Cancun í Mexíkó í einhverjum óræðum vinkonuleik. Hana vantaði félaga og bauð þeim með sér í ferðina. Allt greitt í topp.Skemmtun á ströndinni, en fljótlega tók gamanið að kárna.Konurnar gátu ómögulega slegið hendinni á móti svo góðu boði. Smátt og smátt tók þær þó að gruna að ekki væri allt með felldu. Til dæmis afhenti konan þeim, hverri um sig, golfsett úti á Leifsstöð og sagði að þær ættu að spila golf úti í Cancun. Þetta væri innifalið. Enginn þeirra spilar golf en þær leiddu ekki hugann að því frekar. Þær voru jákvæðar, að fara í langþráð frí og það sem meira var; sér að kostnaðarlausu. Þær hleyptu því engum grunsemdum að, ekki þá.Fór að renna á þær tvær grímurKonurnar vildu ekki koma fram undir nafni þegar Vísir fór þess á leit. En, flogið var frá Keflavík til Cancun með millilendingu í Toronto í Kanada. Allt gekk vel í fyrstu en smátt og smátt fór konurnar að gruna að ekki væri allt með felldu. Til dæmis var golfsettinu í fyrstu komið fyrir í afgreiðslu hótelsins í Cancun og svo voru þau komin í hendur íslensks manns sem er búsettur í Mexíkó, hvar hann er giftur mexíkóskri konu.Íslensk kona er nú í gæsluvarðhaldi í Kanada grunuð um að hafa ætlað að smygla fíkniefnum til Íslands.Og þegar þær vinkonur fóru að ganga á konuna sem bauð þeim, með það í hvaða happadrætti hún hefði unnið miðana, þá mundi hún það ekki. Þegar þarna var komið sögu voru konurnar orðnar sannfærðar um að maðkur væri í mysunni. Þær voru reyndar orðnar skelfingu lostnar, mjög „paranoid“ og töldu að mexíkóska mafían væri að fylgjast með sér. Og myndi jafnvel nálgast þær og setja þeim stólinn fyrir dyrnar.Flúðu til ÍslandsÞeim tókst, með aðstoð að heiman, að fá fluginu til Íslands flýtt og hröðuðu sér frá Cancun eftir fimm daga dvöl. Ein þeirra hljóp frá öllum sínum farangri og fór eins og hún var klædd, því þær óttuðust mjög að búið væri að koma fíkniefnum fyrir í klæðum þeirra og töskum. Versta grun sinn fengu þær svo staðfestan þegar þær voru kallaðar til yfirheyrslu hjá lögreglunni. Sú sem stóð fyrir ferðinni fór með þeim til Kanada, en þar stungu þær vinkonu sína af og komust í flug heim til Íslands. Konan, sem nú er í haldi úti í Kanada, kom til Íslands í kjölfarið, en fór svo aftur út og var þá gripin með fíkniefni, einkum kókaín samkvæmt heimildum Vísis. Friðrik Smári vildi ekki segja til um hversu mikið, rannsókn málsins væri nú alfarið á forræði kanadísku lögreglunnar.Uppfært klukkan 11:10Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar kom fram að konan, sem nú situr í gæsluvarðhaldi í Kanada, hefði verið gripin með fíkniefni í fórum sínum. Heimildum ber ekki saman hvort konan sjálf hafi verið með fíkniefni á sér þegar hún var handtekin. Hún liggur engu að síður undir grun hjá lögregluyfirvöldum um að tengjast fíkniefnasmygli. Konan hefur nú setið í gæsluvarðhaldi úti í Kanada í tvo mánuði en gert er ráð fyrir því að hún losni í dag eða á morgun gegn tryggingu. Málið er enn til rannsóknar. Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Íslensk kona er nú í gæsluvarðhaldi í Kanada. Hún er grunuð um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem teygir anga sína til Mexíkó og Kanada. Málið var til rannsóknar íslensku lögreglunnar í samvinnu við þá kanadísku en er rannsóknin nú á forræði kanadísku lögreglunnar. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn. Málið allt hefur yfir sér reyfarakenndan blæ en samkvæmt heimildum Vísis var fyrst gerð tilraun til að fá þrjár íslenskar konur til að gerast burðardýr, án þess þó að þær ættu að fá að vita það. Þetta var í nóvember á síðasta ári. Þessar konur hafa verið yfirheyrðar af lögreglu vegna aðkomu sinnar.Boð sem ekki var hægt að hafna Sú kona sem nú situr í gæsluvarðhaldi í Kanada sagði konunum þremur, sem hún þekkti misvel, að hún hefði unnið fjóra miða til Cancun í Mexíkó í einhverjum óræðum vinkonuleik. Hana vantaði félaga og bauð þeim með sér í ferðina. Allt greitt í topp.Skemmtun á ströndinni, en fljótlega tók gamanið að kárna.Konurnar gátu ómögulega slegið hendinni á móti svo góðu boði. Smátt og smátt tók þær þó að gruna að ekki væri allt með felldu. Til dæmis afhenti konan þeim, hverri um sig, golfsett úti á Leifsstöð og sagði að þær ættu að spila golf úti í Cancun. Þetta væri innifalið. Enginn þeirra spilar golf en þær leiddu ekki hugann að því frekar. Þær voru jákvæðar, að fara í langþráð frí og það sem meira var; sér að kostnaðarlausu. Þær hleyptu því engum grunsemdum að, ekki þá.Fór að renna á þær tvær grímurKonurnar vildu ekki koma fram undir nafni þegar Vísir fór þess á leit. En, flogið var frá Keflavík til Cancun með millilendingu í Toronto í Kanada. Allt gekk vel í fyrstu en smátt og smátt fór konurnar að gruna að ekki væri allt með felldu. Til dæmis var golfsettinu í fyrstu komið fyrir í afgreiðslu hótelsins í Cancun og svo voru þau komin í hendur íslensks manns sem er búsettur í Mexíkó, hvar hann er giftur mexíkóskri konu.Íslensk kona er nú í gæsluvarðhaldi í Kanada grunuð um að hafa ætlað að smygla fíkniefnum til Íslands.Og þegar þær vinkonur fóru að ganga á konuna sem bauð þeim, með það í hvaða happadrætti hún hefði unnið miðana, þá mundi hún það ekki. Þegar þarna var komið sögu voru konurnar orðnar sannfærðar um að maðkur væri í mysunni. Þær voru reyndar orðnar skelfingu lostnar, mjög „paranoid“ og töldu að mexíkóska mafían væri að fylgjast með sér. Og myndi jafnvel nálgast þær og setja þeim stólinn fyrir dyrnar.Flúðu til ÍslandsÞeim tókst, með aðstoð að heiman, að fá fluginu til Íslands flýtt og hröðuðu sér frá Cancun eftir fimm daga dvöl. Ein þeirra hljóp frá öllum sínum farangri og fór eins og hún var klædd, því þær óttuðust mjög að búið væri að koma fíkniefnum fyrir í klæðum þeirra og töskum. Versta grun sinn fengu þær svo staðfestan þegar þær voru kallaðar til yfirheyrslu hjá lögreglunni. Sú sem stóð fyrir ferðinni fór með þeim til Kanada, en þar stungu þær vinkonu sína af og komust í flug heim til Íslands. Konan, sem nú er í haldi úti í Kanada, kom til Íslands í kjölfarið, en fór svo aftur út og var þá gripin með fíkniefni, einkum kókaín samkvæmt heimildum Vísis. Friðrik Smári vildi ekki segja til um hversu mikið, rannsókn málsins væri nú alfarið á forræði kanadísku lögreglunnar.Uppfært klukkan 11:10Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar kom fram að konan, sem nú situr í gæsluvarðhaldi í Kanada, hefði verið gripin með fíkniefni í fórum sínum. Heimildum ber ekki saman hvort konan sjálf hafi verið með fíkniefni á sér þegar hún var handtekin. Hún liggur engu að síður undir grun hjá lögregluyfirvöldum um að tengjast fíkniefnasmygli. Konan hefur nú setið í gæsluvarðhaldi úti í Kanada í tvo mánuði en gert er ráð fyrir því að hún losni í dag eða á morgun gegn tryggingu. Málið er enn til rannsóknar.
Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira