Erlent

Rússar hafna ásökunum um stríðsglæpi

Atli Ísleifsson skrifar
Rússar hafa síðustu mánuði aðstoðað Sýrlandsher í baráttu sinni gegn ISIS og uppreisnarhópum í landinu.
Rússar hafa síðustu mánuði aðstoðað Sýrlandsher í baráttu sinni gegn ISIS og uppreisnarhópum í landinu. Vísir/AFP
Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað ásökunum um að hafa gerst sekir um stríðsglæpi vegna árása á sjúkrahús í Sýrlandi.

Dmitry Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, segir þá sem koma með slíkar yfirlýsingar ekki geta lagt fram neinar sannanir til stuðnings þeim.

Hátt í fimmtíu manns féllu í eldflaugaárásum á fjögur sjúkrahús og skóla á svæðum sem uppreisnarmenn ráða yfir í norðurhluta Sýrlands í gær.

Í frétt BBC er haft eftir talsmanni Sameinuðu þjóðanna að það myndi flokkast sem stríðsglæpur að vísvitandi beina árásum á sjúkrahús og sjúkralið. Tyrknesk stjórnvöld og fleiri hafa sakað Rússa um að bera ábyrgð á árásum gærdagsins.

Rússar hafa síðustu mánuði aðstoðað Sýrlandsher í baráttu sinni gegn ISIS og uppreisnarhópum í landinu.


Tengdar fréttir

Sýrlendingar kvarta yfir framferði Tyrkja

Stjórnvöld í Sýrlandi hafa fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum innan landamæra Sýrlands og segja þær brot á fullveldi landsins. Sýrlendingar hafa farið formlega fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að málið verði tekið upp í Öryggisráðinu en Tyrkir létu sprengjum rigna á kúrdískar hersveitir í gær, annan daginn í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×