Tónlist

Hvað fór úrskeiðis hjá Adele á Grammy-verðlaununum?

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Adele á Grammy-verðlaununum í gær.
Adele á Grammy-verðlaununum í gær. vísir/getty
Það fór ekki framhjá þeim sem horfðu á Grammy-verðlaunin í gær að eitthvað fór úrskeiðis hjá bresku söngkonunni Adele þegar hún flutti lagið All I Ask af nýjustu plötu sinni 25.

Þegar tæp mínúta var búin af laginu virtust einhverjar hljóðtruflanir verða í flutningnum þannig að söngkonan átti erfitt með að halda lagi.

Adele flutti lagið við undirleik flygils en í truflununum var eins og spilað væri á gítar yfir flygilinn. Söngkonan lét þetta þó ekki trufla sig mikið og kláraði lagið með stæl en eftir flutninginn útskýrði hún hvað hafði gerst: hljóðnemar sem beint var ofan í flygilinn duttu ofan í hann og á strengina og þannig kom gítarhljóðið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.