Obama hyggst tilnefna dómara í næstu viku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. febrúar 2016 07:00 Barack Obama Bandaríkjaforseti hyggst tilnefna nýjan dómara í næstu viku. Nordicphotos/AFP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hyggst tilnefna nýjan hæstaréttardómara í stað Antonin Scalia þegar öldungadeild þingsins snýr aftur til starfa á mánudag. Frá þessu greindi talsmaður forsetaembættisins, Eric Schultz, í gær. Scalia lést á laugardag, 79 ára að aldri, en hann hafði setið í hæstarétti frá árinu 1986 er hann var skipaður af forsetanum Ronald Reagan. Alls sitja níu dómarar í hæstarétti og eru þeir æviráðnir. Um áratugaskeið hafa fimm þeirra verið íhaldssamir, hliðhollir repúblikönum, en fjórir frjálslyndir, hliðhollir demókrötum. Mitch McConnell, repúblikani og forseti öldungadeildarinnar, sagði á laugardag að þingið ætti ekki að samþykkja tilnefningu forsetans heldur ætti næsti forseti að skipa dómara, en kosið er um forsetaembættið í nóvember. Um það eru forsetaframbjóðendur repúblikana sammála. Obama er hins vegar ekki á sama máli. Hann hefur þegar tilnefnt tvo hæstaréttardómara í valdatíð sinni. Soniu Sotomayor árið 2009 og Elenu Kagan ári seinna. Báðar þykja þær frjálslyndar. Sá sem oftast hefur verið nefndur sem mögulegur arftaki Scalia heitir Srikanth Srinivasan. Sá er 48 ára dómari í áfrýjunardómstól Washington-borgar. Öldungadeild þingsins samþykkti skipun hans árið 2013. Einnig hefur Loretta Lynch dómsmálaráðherra verið nefnd sem og áfrýjunardómstólsdómarinn Jane Kelly, sem þingið samþykkti einróma árið 2013. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hyggst tilnefna nýjan hæstaréttardómara í stað Antonin Scalia þegar öldungadeild þingsins snýr aftur til starfa á mánudag. Frá þessu greindi talsmaður forsetaembættisins, Eric Schultz, í gær. Scalia lést á laugardag, 79 ára að aldri, en hann hafði setið í hæstarétti frá árinu 1986 er hann var skipaður af forsetanum Ronald Reagan. Alls sitja níu dómarar í hæstarétti og eru þeir æviráðnir. Um áratugaskeið hafa fimm þeirra verið íhaldssamir, hliðhollir repúblikönum, en fjórir frjálslyndir, hliðhollir demókrötum. Mitch McConnell, repúblikani og forseti öldungadeildarinnar, sagði á laugardag að þingið ætti ekki að samþykkja tilnefningu forsetans heldur ætti næsti forseti að skipa dómara, en kosið er um forsetaembættið í nóvember. Um það eru forsetaframbjóðendur repúblikana sammála. Obama er hins vegar ekki á sama máli. Hann hefur þegar tilnefnt tvo hæstaréttardómara í valdatíð sinni. Soniu Sotomayor árið 2009 og Elenu Kagan ári seinna. Báðar þykja þær frjálslyndar. Sá sem oftast hefur verið nefndur sem mögulegur arftaki Scalia heitir Srikanth Srinivasan. Sá er 48 ára dómari í áfrýjunardómstól Washington-borgar. Öldungadeild þingsins samþykkti skipun hans árið 2013. Einnig hefur Loretta Lynch dómsmálaráðherra verið nefnd sem og áfrýjunardómstólsdómarinn Jane Kelly, sem þingið samþykkti einróma árið 2013.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira