Erlent

Yfirvöld Rússlands sögð hafa fyrirskipað yfirhylmingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Óháður rannsóknarmaður á vegum Alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA) segir yfirvöld í Rússlandi hafi hylmt yfir svindl rússneskra íþróttarmanna á lyfjaprófum á HM í frjálsum íþróttum í Moskvu 2013. Fyrr í dag ákvað Alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF) að afnema ekki keppnisbann rússneskra íþróttamanna og því er þátttaka Rússlands á ólympíuleikunum í Ríó í mikilli óvissu.

Einhverrir íþróttamenn munu þó geta keppt sem óháðir íþróttamenn, takist þeim að sanna að þau hafi ekki neytt bannaðra lyfja. Ólympíuleikarnir hefjast eftir 50 daga.

Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir ákvörðunina vera ósanngjarna. Hann fordæmdi hana og sagði hana koma niður á íþróttafólki sem ekki hafi neytt bannaðra lyja.

Íþróttamálaráðherra Rússlands hefur beðist afsökunar á því að íþróttamenn á lyfjum skuli ekki hafa verið gómaðir af þar til gerðum yfirvöldum í Rússlandi. Hann viðurkenndi þó ekki að ríkið hefði komið þar að. Samkvæmt skýrslu lyfjaeftirlitsins komu öryggisverðir á vegum yfirvalda í Moskvu í veg fyrir að lífsýni íþróttamanna væri rannsökuð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×