Stækkuðu svæðið sem girt er af á Austurvelli vegna mótmælanna í fyrra Birgir Olgeirsson skrifar 17. júní 2016 16:19 Mynd sem Björg Eva Erlendsdóttir tók af Austurvelli þegar hátíðardagskrá fór þar fram í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Vísir/Björg Eva Erlendsdóttir. Hátíðardagskrá við Austurvöll fór fram venju samkvæmt á þjóðhátíðardegi Íslendinga í ár en þeir sem sóttu hana tóku eftir talsverðri breytingu á svæðinu. Hafði lögreglan stækkað svæðið töluvert sem girt er af en það var gert í samstarfi við forsætisráðuneytið og Alþingi vegna mótmælanna sem voru við Austurvöll á þjóðhátíðardeginum í fyrra. Þá komu um 2.500 til 3.000 manns saman til að mótmæla þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem leidd var af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Yfir ræðu hans allri heyrðist hins vegar þungur trommusláttur og hróp mótmælenda. Baulað var á Sigmund og þá sérstaklega hátt þegar hann sagði að þjóðin ætti að áfram að vinna að meira jafnrétti og meira lýðræði.Sjá einnig: Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra Ágúst Svansson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði yfirumsjón með öryggisgæslunni á Austurvelli í dag en í samtali við Vísi segir lögregluna ekki koma nálægt þessari ákvörðun um að stækka svæðið sem er girt af öðruvísi en að tryggja öryggi að beiðni forsætisráðuneytisins og Alþingis. Í fyrra heyrðist illa í tónlistaratriðum vegna mótmæla og segir Ágúst marga hafa kvartað yfir því. Var því ákveðið að stækka afgirta svæðið til vesturs, að gamla símahúsinu, og svo aðeins til hliðar fyrir aftan ræðupúltið og þar sem tónlistarfólkið stendur. Hann segist eiga erfitt með að áætla hve stækkunin var mikil í metrum talið en segir hana ekki hafa verið svo mikla. Aðspurður segir hana hátíðardagskrána hafa farið friðsamlega fram. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira
Hátíðardagskrá við Austurvöll fór fram venju samkvæmt á þjóðhátíðardegi Íslendinga í ár en þeir sem sóttu hana tóku eftir talsverðri breytingu á svæðinu. Hafði lögreglan stækkað svæðið töluvert sem girt er af en það var gert í samstarfi við forsætisráðuneytið og Alþingi vegna mótmælanna sem voru við Austurvöll á þjóðhátíðardeginum í fyrra. Þá komu um 2.500 til 3.000 manns saman til að mótmæla þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem leidd var af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Yfir ræðu hans allri heyrðist hins vegar þungur trommusláttur og hróp mótmælenda. Baulað var á Sigmund og þá sérstaklega hátt þegar hann sagði að þjóðin ætti að áfram að vinna að meira jafnrétti og meira lýðræði.Sjá einnig: Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra Ágúst Svansson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði yfirumsjón með öryggisgæslunni á Austurvelli í dag en í samtali við Vísi segir lögregluna ekki koma nálægt þessari ákvörðun um að stækka svæðið sem er girt af öðruvísi en að tryggja öryggi að beiðni forsætisráðuneytisins og Alþingis. Í fyrra heyrðist illa í tónlistaratriðum vegna mótmæla og segir Ágúst marga hafa kvartað yfir því. Var því ákveðið að stækka afgirta svæðið til vesturs, að gamla símahúsinu, og svo aðeins til hliðar fyrir aftan ræðupúltið og þar sem tónlistarfólkið stendur. Hann segist eiga erfitt með að áætla hve stækkunin var mikil í metrum talið en segir hana ekki hafa verið svo mikla. Aðspurður segir hana hátíðardagskrána hafa farið friðsamlega fram.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira