Ronaldo var mjög svekktur eftir jafnteflið gegn Íslandi eins og margoft hefur komið fram. Hann tók ekki í hendur strákanna okkar og talaði svo illa um íslenska liðið í fjölmiðlum eftir leikinn.
Aron Einar vildi, sem fyrirliði, skipta á treyju við Ronaldo sem er fyrirliði portúgalska liðsins en Real Madrid-stjarnan var í of mikilli fýlu til að gefa Íslendingunum treyjuna sína.
Tyrkneskir fótboltaáhugamenn tóku Aron Einar upp á sína arma og fóru að láta kassamerkið #ShirtsForAron eða treyjur fyrir Aron „trenda“ á Twitter. Þar bauðst hver Tyrkinn á fætur skipta á sinni treyju eða bolum við íslenska fyrirliðann.
Það má leiða að því líkur að Tyrkirnir hafi blandað sér í málið þar sem þeirra maður, Cuneyt Cakir, var að dæma leikinn. Þó flestar treyjurnar séu frá Tyrklandi buðust líka tvær ungar kólumbískar stúlkur til skipta á treyjum við Aron Einar.
Hér að neðan má sjá nokkrar treyjur og hlýraboli á konur sem Aroni býðst að fá skreppi hann í heimsókn til Tyrklands eða Kólumbíu á næstunni.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
move on captain #ShirtsForAron @ronnimall pic.twitter.com/WJ07SfPBOH
— keytarist (@icimizlandali) June 16, 2016
would you swap yours for my vintage shirt ? ;) #shirtsforaron pic.twitter.com/TCNpz6MzVi
— Glasscow (@glasscoww) June 16, 2016
oo heştekli mevzu varmış #shirtsForAron pic.twitter.com/9kh5crU5aV
— ceku balım (@bcdyzi_) June 16, 2016
Wtt olmuş, o zaman #shirtsForAron #shirtsforaron pic.twitter.com/VZFvUZrwgQ
— nilay (@filhafizasi) June 16, 2016
I've got £300 at stake on the Iceland game, Aron Gunnarson can have this if they win #shirtsforaron #sodronaldo pic.twitter.com/uRMNkQdDyR
— Gary (@Newtoft_Imp) June 16, 2016
@ronnimall #fenerbahçe #ShirtsForAron pic.twitter.com/cjll7DXd6p
— sercan uymaz (@sercanuymaz) June 16, 2016
I wish we will see you with this shirt! #ShirtsForAron @ronnimall pic.twitter.com/kCbTFX2ZGc
— cartmanın günlüğü (@venividiavici) June 16, 2016