Engin íslensk kona í hópi þeirra 50 bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 22:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í krossfit 2015. Vísir/GVA Íslendingar hafa heldur betur verið stoltir af framgöngu krossfit-stelpnanna okkar í Bandaríkjunum á síðustu árum en enginn þeirra er þó í nógu formi til að vera í einu af fimmtíu efstu sætunum yfir þær íþróttakonur heimsins sem eru í besta forminu í dag.Sports Illustrated hefur tekið saman nýjan topp 50 lista og þrátt fyrir að það séu fulltrúar annarra þjóða en Bandaríkjanna á listanum þá er ekki pláss fyrir okkar stelpur. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í krossfit á síðasta ári eftir hörkukeppni við samlanda sinn Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Ragnheiður Sara var lengi í forystu en hún varð á endanum í þriðja sæti. Áður hafði Anníe Mist Þórisdóttir verið fyrsta konan til að vinna þennan titil hraustasta kona heims tvö ár í röð. Ísland á því þrjá af fimm síðustu sigurvegurum kvennakeppninnar. Við söknum vissulega íslensku stelpnanna á listanum enda hraustari í meira lagi en þær fengu ekki náð fyrir augum valnefndar Sports Illustrated. Það er samt fróðlegt að skoða listann hjá Sports Illustrated en þar eru samankomnar frábærar íþróttakonur og miklar fyrirmyndir fyrir ungar stelpur sem sjá fyrir sér framtíð í íþróttunum. Þar má nefna frábærar íþróttakonur eins og langhlauparann Genzebe Dibaba frá Eþíópíu (47. sæti), knattspyrnukonuna Christie Rampone (44. sæti), skíðakonuna Lindsey Vonn (42. sæti), hollensku sjöþrautakonuna Dafne Schippers (34. sæti), sundkonuna Missy Franklin (20. sæti), bardagakonuna Ronda Rousey (19. sæti) og fimleikakonuna Gabby Douglas (16. sæti) en engin þeirra kemst inn á topp tíu listann.Á topp tíu listanum eru eftirtaldar íþróttakonur: 10. sæti - Kerri Walsh Jennings, standblak 9. sæti - Holly Holm, blandaðar bardagaíþróttir 8. sæti - Maggie Steffens, sundknattleikur 7. sæti - Claressa Shields, box 6. sæti - Gwen Jorgensen, þríþraut 5. sæti - Serena Williams, tennis 4. sæti - Katie Ledecky, sund 3. sæti - Simone Biles, fimleikar 2. sæti - Allyson Felix, frjálsar íþróttir 1. sæti - Jessica Ennis-Hill, frjálsar íþróttir Það er hægt að sjá myndband frá Sports Illustrated um þetta val hér. Íþróttir Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Íslendingar hafa heldur betur verið stoltir af framgöngu krossfit-stelpnanna okkar í Bandaríkjunum á síðustu árum en enginn þeirra er þó í nógu formi til að vera í einu af fimmtíu efstu sætunum yfir þær íþróttakonur heimsins sem eru í besta forminu í dag.Sports Illustrated hefur tekið saman nýjan topp 50 lista og þrátt fyrir að það séu fulltrúar annarra þjóða en Bandaríkjanna á listanum þá er ekki pláss fyrir okkar stelpur. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í krossfit á síðasta ári eftir hörkukeppni við samlanda sinn Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Ragnheiður Sara var lengi í forystu en hún varð á endanum í þriðja sæti. Áður hafði Anníe Mist Þórisdóttir verið fyrsta konan til að vinna þennan titil hraustasta kona heims tvö ár í röð. Ísland á því þrjá af fimm síðustu sigurvegurum kvennakeppninnar. Við söknum vissulega íslensku stelpnanna á listanum enda hraustari í meira lagi en þær fengu ekki náð fyrir augum valnefndar Sports Illustrated. Það er samt fróðlegt að skoða listann hjá Sports Illustrated en þar eru samankomnar frábærar íþróttakonur og miklar fyrirmyndir fyrir ungar stelpur sem sjá fyrir sér framtíð í íþróttunum. Þar má nefna frábærar íþróttakonur eins og langhlauparann Genzebe Dibaba frá Eþíópíu (47. sæti), knattspyrnukonuna Christie Rampone (44. sæti), skíðakonuna Lindsey Vonn (42. sæti), hollensku sjöþrautakonuna Dafne Schippers (34. sæti), sundkonuna Missy Franklin (20. sæti), bardagakonuna Ronda Rousey (19. sæti) og fimleikakonuna Gabby Douglas (16. sæti) en engin þeirra kemst inn á topp tíu listann.Á topp tíu listanum eru eftirtaldar íþróttakonur: 10. sæti - Kerri Walsh Jennings, standblak 9. sæti - Holly Holm, blandaðar bardagaíþróttir 8. sæti - Maggie Steffens, sundknattleikur 7. sæti - Claressa Shields, box 6. sæti - Gwen Jorgensen, þríþraut 5. sæti - Serena Williams, tennis 4. sæti - Katie Ledecky, sund 3. sæti - Simone Biles, fimleikar 2. sæti - Allyson Felix, frjálsar íþróttir 1. sæti - Jessica Ennis-Hill, frjálsar íþróttir Það er hægt að sjá myndband frá Sports Illustrated um þetta val hér.
Íþróttir Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira