Ömmunni neitað um sálfræðimat á drengnum Jakob Bjarnar skrifar 11. ágúst 2016 20:18 Helena heldur dauðahaldi í veika von um að fá að halda drengnum innan fjölskyldunnar en slæmar fréttir bárust henni frá íslenskum dómsstólum í dag. „Ég er að reyna að halda i vonina en það gengur ekki vel,“ segir Helena Brynjólfsdóttir. Hún flúði til Íslands frá Noregi með dótturson sinn eftir að hin alræmda norska barnaverndarnefnd hafði ákveðið að drengurinn yrði vistaður meðal vandalausra. Helena segir að öll rök hennar og fjölskyldunnar hafi verið hunsuð í málinu. Í dag var Helenu kynntur í Hæstaréttar úrskurður þess efnis að henni er synjuð ósk um sálfræðimeðferð á barninu, en Helena fór fram á að til þess bær matsmaður legði á það mat hvernig það kynni að orka andlega á drenginn ef hann yrði sendur til vandalausra Norðmanna.Helena lýsti því skilmerkilega fyrir Vísi hvernig hún tók sig til og flúði til Íslands með drenginn, en hún er nú eftirlýst í Noregi. Málið er hið athyglisverðasta.Óskiljanlegt af hverju Norðmenn eru svo áfjáðir í drenginnÚrskurðurinn í dag er ekki til þess fallinn að auka bjartsýni hjá Helenu að það takist að halda drengnum innan fjölskyldunnar. „Þetta lítur ekki vel út,“ segir Helena og bætir því við að Vilborg Snævarr lögfræðingur, sem vinnur fyrir Barnaverndaryfirvöld í Noregi, hafi verið afar hörð í horn að taka og dælt fyrir dóminn skýrslum frá barnaverndaryfirvöldum sem Helena telur að hafi ekki komið því nema óbeint við hvort vert væri að fá sálfræðimatið.Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli, segir Helena.Helena segist ekki almennilega vita hvert framhaldið verður, líkast til verður tekið fyrir í héraðsdómi í næstu viku hvort drengurinn verður framseldur til Noregs í hendur barnayfirvöldum. „Það er erfitt að berjast við heila stofnun og óskiljanlegt af hverju Noregur vill drenginn svona mikið.“Engin hjálp frá ráðuneytinuHelena bar þá von í brjósti að innanríkisráðuneytið gæti verið henni innan handar, en hún tilkynnti ráðuneytinu þegar um komu sína. En, þar hefur litla sem enga hjálp verið að fá. Helena segist miklu frekar það svo vera að þeir standi með norskum barnaverndaryfirvöldum en sér. Til að mynda hafi ráðuneytið ekki einu sinni nefnt það svo mikið sem nefnt það svo mikið sem einu orði að hún þyrfti að fá lögmann sérfróðan á þessu sviði. „Nú verð ég að finna einhvern sem á roð í Vilborgu. Nei, þar hefur enginn boðið neina hjálp. Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli,“ segir Helena sem heldur dauðahaldi í þá veiku von að drengurinn fái að vera innan fjölskyldunnar. Tengdar fréttir Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
„Ég er að reyna að halda i vonina en það gengur ekki vel,“ segir Helena Brynjólfsdóttir. Hún flúði til Íslands frá Noregi með dótturson sinn eftir að hin alræmda norska barnaverndarnefnd hafði ákveðið að drengurinn yrði vistaður meðal vandalausra. Helena segir að öll rök hennar og fjölskyldunnar hafi verið hunsuð í málinu. Í dag var Helenu kynntur í Hæstaréttar úrskurður þess efnis að henni er synjuð ósk um sálfræðimeðferð á barninu, en Helena fór fram á að til þess bær matsmaður legði á það mat hvernig það kynni að orka andlega á drenginn ef hann yrði sendur til vandalausra Norðmanna.Helena lýsti því skilmerkilega fyrir Vísi hvernig hún tók sig til og flúði til Íslands með drenginn, en hún er nú eftirlýst í Noregi. Málið er hið athyglisverðasta.Óskiljanlegt af hverju Norðmenn eru svo áfjáðir í drenginnÚrskurðurinn í dag er ekki til þess fallinn að auka bjartsýni hjá Helenu að það takist að halda drengnum innan fjölskyldunnar. „Þetta lítur ekki vel út,“ segir Helena og bætir því við að Vilborg Snævarr lögfræðingur, sem vinnur fyrir Barnaverndaryfirvöld í Noregi, hafi verið afar hörð í horn að taka og dælt fyrir dóminn skýrslum frá barnaverndaryfirvöldum sem Helena telur að hafi ekki komið því nema óbeint við hvort vert væri að fá sálfræðimatið.Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli, segir Helena.Helena segist ekki almennilega vita hvert framhaldið verður, líkast til verður tekið fyrir í héraðsdómi í næstu viku hvort drengurinn verður framseldur til Noregs í hendur barnayfirvöldum. „Það er erfitt að berjast við heila stofnun og óskiljanlegt af hverju Noregur vill drenginn svona mikið.“Engin hjálp frá ráðuneytinuHelena bar þá von í brjósti að innanríkisráðuneytið gæti verið henni innan handar, en hún tilkynnti ráðuneytinu þegar um komu sína. En, þar hefur litla sem enga hjálp verið að fá. Helena segist miklu frekar það svo vera að þeir standi með norskum barnaverndaryfirvöldum en sér. Til að mynda hafi ráðuneytið ekki einu sinni nefnt það svo mikið sem nefnt það svo mikið sem einu orði að hún þyrfti að fá lögmann sérfróðan á þessu sviði. „Nú verð ég að finna einhvern sem á roð í Vilborgu. Nei, þar hefur enginn boðið neina hjálp. Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli,“ segir Helena sem heldur dauðahaldi í þá veiku von að drengurinn fái að vera innan fjölskyldunnar.
Tengdar fréttir Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24