Lífið

Settu saman IKEA-skáp undir áhrifum LSD

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Verkið tók afar langan tíma og endaði á óvæntan hátt.
Verkið tók afar langan tíma og endaði á óvæntan hátt. Vísir/Samsett
Að setja saman IKEA-húsgagn getur reynst þrautinni þyngri og þetta þekkja margir enda IKEA ein vinsælasta húsgagna- og lífstílsverslun í heiminum og þótt víðar væri leitað. Flestir komast þó í gegnum þetta klakklaust en sumir þurfa hjálp.

Parið Leslie og Giancarlo virðast þurfa á slíkri aðstoð að halda þegar kemur að IKEA-samsetningu en þau hafa nú stofnað sérstaka YouTube-rás þar sem fylgjast má með þeim, og öðrum, setja saman Ikea-húsgögn undir áhrifum hinna ýmsu eiturlyfja.

Í fyrsta þættinum prófa þau að setja saman skáp skömmu eftir að hafa tekið ofskynjunarlyfið LSD. Endar það hreinlega með ósköpum líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Þess skal getið að við notkun LSD getur skapast veruleg hætta vegna slæmra áhrifa efnisins sem stundum eru nefnd meinsvörun eða slæmt ferðalag en nánar má lesa um LSD á vef SÁÁ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×