Atvikið átti sér stað eftir blaðamannafund McGregor og Nate Diaz sem munu mætast á UFC 196 bardagakvöldinu í Las Vegas þann 5. mars.
Sjá einnig: Diaz við McGregor: Þú ert á sterum
Á fundinum kallaði McGregor Diaz „Cholo gangster“ í hita leiksins og var Írinn spurður hvort að það tengdist eitthvað kynþætti Diaz.
Svar McGregor má sjá í meðfylgjandi myndbandi en það talar sínu máli.