Erlent

Vilja að ESB ríki hætti að selja Sádum vopn

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Evrópuþinginu.
Frá Evrópuþinginu. Vísir/EPA
Evrópuþingið hefur kosið að selja engin vopn til Sádi-Arabíu. Ályktun þess efnis var samþykkt af 359 þingmönnum gegn 212. 31 sat hjá, en ályktunin er ekki bindandi fyrir ríki Evrópusambandsins. Sádar hafa verið sakaði um að valda miklu mannfalli borgara í Jemen með vopnum frá Evrópu.

Meðal þess sem Sádar hafa verið sakaðir um í baráttu sinni við Húta er að sprengja nokkur sjúkrahús Lækna án landamæra og að hafa fellt þúsundir borgara. Þar á meðal eru 130 manns sem voru í brúðkaupi.

Samkvæmt Independent eru báðar stríðandi fylkingar sakaðar um að fella borgara. Yfirmaður mannréttinda hjá Sameinuðu þjóðunum hefur þó sagt að meiri hluti slíkra árása séu gerðar af Sádum.

Þá hafa bresk fyrirtæki selt Sádum mikið magn af sprengjum og vopnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×