Ríkisstarfsmaður fær bætur þrátt fyrir að hafa tekið bensín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2016 12:45 Konan ók Gullinbrú í norðurátt en beygði inn á Fjallkonuveg til að ná í bensín. Svo var planið að aka aftur norður Gullinbrú en hún lenti í árekstri á bensínstöðinni. Vísir/Loftmyndir Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. Ekki var deilt um afleiðingar bílslyss sem hún lenti í heldur hvort hún hefði verið á „eðlilegri leið“ milli vinnustaðar og heimilis þegar slysið varð. Konan hlaut 18 prósent varanlegan miska og 15 prósent varanlega örorku vegna slyssins en ekki var deilt um það. Þær niðurstöður lágu fyrir í maí 2014. Gerði lögmaður konunnar í kjölfarið kröfu um að ríkið, fyrir hönd spítalans, greiddi konunni bætur samkvæmt reglum um slysatryggingar ríkisstarfsmanna en fékk lengi vel engin svör. Loks fékkst svar frá ríkinu í febrúar 2015 þar sem ríkið sagðist líta svo á að með því að koma við á heimleiðinni og taka bensín hefði konan gert rof á beinni leið til og frá vinnu. Því hefði verið um að ræða slys utan starfs en ekki í starfi. Höfðaði konan í kjölfarið mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.Var að verða bensínlaus Óumdeilt var að leið konunnar frá vinnu til heimilis hennar lá um Gullinbrú, framhjá gatnamótum við Fjallkonuveg og áfram norður. Í stað þess að halda beint áfram Fjallkonuveg beygði konan inn á bensínstöð Olís sem liggur á horni götunnar og Fjallkonuvegar. Konan beygði til hægri inn á Fjallkonuveg nokkra metra áður en hún beygði til vinstri inn á bensínstöðina eins og sjá má á kortinu að ofan. Þar ætlaði hún að taka bensín en hún sagðist hafa verið að verða bensínlaus. Þar bakkaði hins vegar ökumaður bifreið á hana og var áreksturinn nokkuð harður með fyrrnefndum afleiðingum. Lögmaður ríkisins vildi meina að með því að stoppa og taka bensín hefði hún verið að sinna einkaerindum og ekki lengur hægt að fallast á að hún væri á beinni leið frá vinnu og heim til sín.Órjúfanlegur þáttur í notkun bifreiða Héraðsdómarinn Skúli Magnússon segir í niðurstöðu sinni að alkunna sé að bílstjórum geti verið nauðsynlegt að koma við á bensínstöðvum til að sinna bifreiðum sínum eða eigin náttúrulegum þörfum. Líta verði á stöðvanir við slíkar stöðvar sem órjúfanlegan þátt í notkun bifreiða. „Þótt ökumaður rjúfi för sín í stuttan tíma og víki nokkra tugi metra frá því sem annars myndi vera venjulegur ferill hans á leið milli vinnustaðar og heimilis verður af þessum ástæðum að telja hann eftir sem áður á eðlilegri leið milli umræddra staða.“ Var því fallist á að ríkið þyrfti að greiða konunni 3,6 milljónir króna í bætur sem var það sem lögmaður hennar fór fram á.Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. Ekki var deilt um afleiðingar bílslyss sem hún lenti í heldur hvort hún hefði verið á „eðlilegri leið“ milli vinnustaðar og heimilis þegar slysið varð. Konan hlaut 18 prósent varanlegan miska og 15 prósent varanlega örorku vegna slyssins en ekki var deilt um það. Þær niðurstöður lágu fyrir í maí 2014. Gerði lögmaður konunnar í kjölfarið kröfu um að ríkið, fyrir hönd spítalans, greiddi konunni bætur samkvæmt reglum um slysatryggingar ríkisstarfsmanna en fékk lengi vel engin svör. Loks fékkst svar frá ríkinu í febrúar 2015 þar sem ríkið sagðist líta svo á að með því að koma við á heimleiðinni og taka bensín hefði konan gert rof á beinni leið til og frá vinnu. Því hefði verið um að ræða slys utan starfs en ekki í starfi. Höfðaði konan í kjölfarið mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.Var að verða bensínlaus Óumdeilt var að leið konunnar frá vinnu til heimilis hennar lá um Gullinbrú, framhjá gatnamótum við Fjallkonuveg og áfram norður. Í stað þess að halda beint áfram Fjallkonuveg beygði konan inn á bensínstöð Olís sem liggur á horni götunnar og Fjallkonuvegar. Konan beygði til hægri inn á Fjallkonuveg nokkra metra áður en hún beygði til vinstri inn á bensínstöðina eins og sjá má á kortinu að ofan. Þar ætlaði hún að taka bensín en hún sagðist hafa verið að verða bensínlaus. Þar bakkaði hins vegar ökumaður bifreið á hana og var áreksturinn nokkuð harður með fyrrnefndum afleiðingum. Lögmaður ríkisins vildi meina að með því að stoppa og taka bensín hefði hún verið að sinna einkaerindum og ekki lengur hægt að fallast á að hún væri á beinni leið frá vinnu og heim til sín.Órjúfanlegur þáttur í notkun bifreiða Héraðsdómarinn Skúli Magnússon segir í niðurstöðu sinni að alkunna sé að bílstjórum geti verið nauðsynlegt að koma við á bensínstöðvum til að sinna bifreiðum sínum eða eigin náttúrulegum þörfum. Líta verði á stöðvanir við slíkar stöðvar sem órjúfanlegan þátt í notkun bifreiða. „Þótt ökumaður rjúfi för sín í stuttan tíma og víki nokkra tugi metra frá því sem annars myndi vera venjulegur ferill hans á leið milli vinnustaðar og heimilis verður af þessum ástæðum að telja hann eftir sem áður á eðlilegri leið milli umræddra staða.“ Var því fallist á að ríkið þyrfti að greiða konunni 3,6 milljónir króna í bætur sem var það sem lögmaður hennar fór fram á.Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira