Ríkisstarfsmaður fær bætur þrátt fyrir að hafa tekið bensín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2016 12:45 Konan ók Gullinbrú í norðurátt en beygði inn á Fjallkonuveg til að ná í bensín. Svo var planið að aka aftur norður Gullinbrú en hún lenti í árekstri á bensínstöðinni. Vísir/Loftmyndir Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. Ekki var deilt um afleiðingar bílslyss sem hún lenti í heldur hvort hún hefði verið á „eðlilegri leið“ milli vinnustaðar og heimilis þegar slysið varð. Konan hlaut 18 prósent varanlegan miska og 15 prósent varanlega örorku vegna slyssins en ekki var deilt um það. Þær niðurstöður lágu fyrir í maí 2014. Gerði lögmaður konunnar í kjölfarið kröfu um að ríkið, fyrir hönd spítalans, greiddi konunni bætur samkvæmt reglum um slysatryggingar ríkisstarfsmanna en fékk lengi vel engin svör. Loks fékkst svar frá ríkinu í febrúar 2015 þar sem ríkið sagðist líta svo á að með því að koma við á heimleiðinni og taka bensín hefði konan gert rof á beinni leið til og frá vinnu. Því hefði verið um að ræða slys utan starfs en ekki í starfi. Höfðaði konan í kjölfarið mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.Var að verða bensínlaus Óumdeilt var að leið konunnar frá vinnu til heimilis hennar lá um Gullinbrú, framhjá gatnamótum við Fjallkonuveg og áfram norður. Í stað þess að halda beint áfram Fjallkonuveg beygði konan inn á bensínstöð Olís sem liggur á horni götunnar og Fjallkonuvegar. Konan beygði til hægri inn á Fjallkonuveg nokkra metra áður en hún beygði til vinstri inn á bensínstöðina eins og sjá má á kortinu að ofan. Þar ætlaði hún að taka bensín en hún sagðist hafa verið að verða bensínlaus. Þar bakkaði hins vegar ökumaður bifreið á hana og var áreksturinn nokkuð harður með fyrrnefndum afleiðingum. Lögmaður ríkisins vildi meina að með því að stoppa og taka bensín hefði hún verið að sinna einkaerindum og ekki lengur hægt að fallast á að hún væri á beinni leið frá vinnu og heim til sín.Órjúfanlegur þáttur í notkun bifreiða Héraðsdómarinn Skúli Magnússon segir í niðurstöðu sinni að alkunna sé að bílstjórum geti verið nauðsynlegt að koma við á bensínstöðvum til að sinna bifreiðum sínum eða eigin náttúrulegum þörfum. Líta verði á stöðvanir við slíkar stöðvar sem órjúfanlegan þátt í notkun bifreiða. „Þótt ökumaður rjúfi för sín í stuttan tíma og víki nokkra tugi metra frá því sem annars myndi vera venjulegur ferill hans á leið milli vinnustaðar og heimilis verður af þessum ástæðum að telja hann eftir sem áður á eðlilegri leið milli umræddra staða.“ Var því fallist á að ríkið þyrfti að greiða konunni 3,6 milljónir króna í bætur sem var það sem lögmaður hennar fór fram á.Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. Ekki var deilt um afleiðingar bílslyss sem hún lenti í heldur hvort hún hefði verið á „eðlilegri leið“ milli vinnustaðar og heimilis þegar slysið varð. Konan hlaut 18 prósent varanlegan miska og 15 prósent varanlega örorku vegna slyssins en ekki var deilt um það. Þær niðurstöður lágu fyrir í maí 2014. Gerði lögmaður konunnar í kjölfarið kröfu um að ríkið, fyrir hönd spítalans, greiddi konunni bætur samkvæmt reglum um slysatryggingar ríkisstarfsmanna en fékk lengi vel engin svör. Loks fékkst svar frá ríkinu í febrúar 2015 þar sem ríkið sagðist líta svo á að með því að koma við á heimleiðinni og taka bensín hefði konan gert rof á beinni leið til og frá vinnu. Því hefði verið um að ræða slys utan starfs en ekki í starfi. Höfðaði konan í kjölfarið mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.Var að verða bensínlaus Óumdeilt var að leið konunnar frá vinnu til heimilis hennar lá um Gullinbrú, framhjá gatnamótum við Fjallkonuveg og áfram norður. Í stað þess að halda beint áfram Fjallkonuveg beygði konan inn á bensínstöð Olís sem liggur á horni götunnar og Fjallkonuvegar. Konan beygði til hægri inn á Fjallkonuveg nokkra metra áður en hún beygði til vinstri inn á bensínstöðina eins og sjá má á kortinu að ofan. Þar ætlaði hún að taka bensín en hún sagðist hafa verið að verða bensínlaus. Þar bakkaði hins vegar ökumaður bifreið á hana og var áreksturinn nokkuð harður með fyrrnefndum afleiðingum. Lögmaður ríkisins vildi meina að með því að stoppa og taka bensín hefði hún verið að sinna einkaerindum og ekki lengur hægt að fallast á að hún væri á beinni leið frá vinnu og heim til sín.Órjúfanlegur þáttur í notkun bifreiða Héraðsdómarinn Skúli Magnússon segir í niðurstöðu sinni að alkunna sé að bílstjórum geti verið nauðsynlegt að koma við á bensínstöðvum til að sinna bifreiðum sínum eða eigin náttúrulegum þörfum. Líta verði á stöðvanir við slíkar stöðvar sem órjúfanlegan þátt í notkun bifreiða. „Þótt ökumaður rjúfi för sín í stuttan tíma og víki nokkra tugi metra frá því sem annars myndi vera venjulegur ferill hans á leið milli vinnustaðar og heimilis verður af þessum ástæðum að telja hann eftir sem áður á eðlilegri leið milli umræddra staða.“ Var því fallist á að ríkið þyrfti að greiða konunni 3,6 milljónir króna í bætur sem var það sem lögmaður hennar fór fram á.Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira