Lífið

Edda skellti Sigmundi Erni í fréttapróf: „Ég verð að athuga hvort þú sért farinn að ryðga í fréttalestrinum“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sigmundur Ernir Rúnarsson sneri nokkuð óvænt aftur í sæti fréttalesara á Stöð 2 í kvöld. Hann var þar staddur til að kynna nýja bók sína, Allt mitt líf er tilviljun, um ævi Birkis Baldvinssonar.

Birkir er sannkallaður ævintýramaður sem hefur búið í útlöndum í 50 ár, farið ótal sinnum í kringum jörðina, haldið heimili í 3 heimsálfum og stundað milljarðaviðskipti með flugvélar og fleira.

Sigmundur Ernir var, eins og margir eflaust muna eftir, fréttamaður á Stöð 2 um árabil. Eddu Andrésdóttur þótti því kjörið ráð að leggja pínu fréttapróf fyrir Sigmund Erni og bað hann um að lesa veðurfréttir í beinni útsendingu. Sigmundur Ernir hefur þó engu gleymt og las veðrið með stakri prýði.

Uppátæki Eddu má sjá í spilaranum fyrir ofan en fyrir neðan má sjá viðtalið um bókina í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×