Parísarsamkomulagið tekur gildi í dag Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 11:33 Ísland ætlar sér að vinna eftir tveimur áætlunum í loftlagsmálum Vísir/GettyImages Parísarsamkomulagið á að taka gildi í dag eftir að þrjátíu dagar hafa liðið frá því að yfir 55 lönd hafa gengist undir samkomulagið. 73 lönd hafa nú samþykkt að taka þátt í aðgerðaáætluninni og er Ísland þar á meðal. Dagurinn í dag á að marka upphafspunkt raunsærra aðgerða í að ná því marki að tryggja að hnattræn hlýnun verði undir tveimur gráðum, en samkomulagið kveður á um að löndin í sameiningu eigi að reyna eftir fremsta megni að ná henni undir 1,5 gráður. Samkomulagið náðist 12. desember 2015 og var það Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindarráðherra sem skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd 22. apríl 2016 og var samhljóða samþykki á Alþingi um fullgildingu hans 19. september að tillögu utanríkisráðherra. Samningurinn er talinn geta orðið vendipunktur í þeim áformum að taka á loftslagsvanda heimsins að alvöru. Eftirfylgni samkomulagsins er þó talin mikilvæg og aðgerðaráætlanir þarfar. Árleg ráðstefna loftlagssamningsins (COP 22) mun fara fram dagana 7. -18. nóvember í Marokkó og mun Ísland senda nokkra fulltrúa frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu auk fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri skrifstofu hafs, vatns og loftlags í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að enn sé óvíst með ráðherraþáttöku útaf ástandi ríkisstjórnarmyndunar. Aðspurður út í hvaða áætlanir Ísland ætli sér að taka til að bregðast við hraðri hlýnun jarðar segir Hugi að það hafi verið ákveðið að vinna eftir tveimur áætlunum. „Það er meðal annars aðgerðaráætlun frá 2010 sem stefnir að því að ná markmiðum til 2020 og svo var sett ný áætlun, svokölluð sóknaráætlun sem var sett af ríkisstjórninni fyrir Parísarfundinn.“ Þessi áætlun á að byggja á sextán verkefnum og segir Hugi að meiningin sé að grípa til aðgerða, „sýna í verki, ekki bara orðum.“ Parísarsamkomulagið skyldar þær þjóðir sem skrifuðu undir að vinna saman að þessu markmiði að ná að minnka hlýnun af mannavöldum. Auk þess felur það í sér að stoppa aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda eins fljótt og auðið er og ná jafnvægi milli losunar og bindingar. Samningurinn kveður einnig á um að farið sé yfir stöðu mála á fimm ára fresti og eiga ríki þá að senda endurnýjuð landsmarkmið. Í kjölfar kosninganna í október voru flokkarnir spurðir út í Parísarsamkomulagið og voru fulltrúar flokkana einróma samþykkir honum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun senda út tilkynningu um þessa nýju sóknaráætlun síðar í dag, en samantekt um verkefnin sextán verða þá brátt aðgengileg á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Parísarsamkomulagið á að taka gildi í dag eftir að þrjátíu dagar hafa liðið frá því að yfir 55 lönd hafa gengist undir samkomulagið. 73 lönd hafa nú samþykkt að taka þátt í aðgerðaáætluninni og er Ísland þar á meðal. Dagurinn í dag á að marka upphafspunkt raunsærra aðgerða í að ná því marki að tryggja að hnattræn hlýnun verði undir tveimur gráðum, en samkomulagið kveður á um að löndin í sameiningu eigi að reyna eftir fremsta megni að ná henni undir 1,5 gráður. Samkomulagið náðist 12. desember 2015 og var það Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindarráðherra sem skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd 22. apríl 2016 og var samhljóða samþykki á Alþingi um fullgildingu hans 19. september að tillögu utanríkisráðherra. Samningurinn er talinn geta orðið vendipunktur í þeim áformum að taka á loftslagsvanda heimsins að alvöru. Eftirfylgni samkomulagsins er þó talin mikilvæg og aðgerðaráætlanir þarfar. Árleg ráðstefna loftlagssamningsins (COP 22) mun fara fram dagana 7. -18. nóvember í Marokkó og mun Ísland senda nokkra fulltrúa frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu auk fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri skrifstofu hafs, vatns og loftlags í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að enn sé óvíst með ráðherraþáttöku útaf ástandi ríkisstjórnarmyndunar. Aðspurður út í hvaða áætlanir Ísland ætli sér að taka til að bregðast við hraðri hlýnun jarðar segir Hugi að það hafi verið ákveðið að vinna eftir tveimur áætlunum. „Það er meðal annars aðgerðaráætlun frá 2010 sem stefnir að því að ná markmiðum til 2020 og svo var sett ný áætlun, svokölluð sóknaráætlun sem var sett af ríkisstjórninni fyrir Parísarfundinn.“ Þessi áætlun á að byggja á sextán verkefnum og segir Hugi að meiningin sé að grípa til aðgerða, „sýna í verki, ekki bara orðum.“ Parísarsamkomulagið skyldar þær þjóðir sem skrifuðu undir að vinna saman að þessu markmiði að ná að minnka hlýnun af mannavöldum. Auk þess felur það í sér að stoppa aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda eins fljótt og auðið er og ná jafnvægi milli losunar og bindingar. Samningurinn kveður einnig á um að farið sé yfir stöðu mála á fimm ára fresti og eiga ríki þá að senda endurnýjuð landsmarkmið. Í kjölfar kosninganna í október voru flokkarnir spurðir út í Parísarsamkomulagið og voru fulltrúar flokkana einróma samþykkir honum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun senda út tilkynningu um þessa nýju sóknaráætlun síðar í dag, en samantekt um verkefnin sextán verða þá brátt aðgengileg á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira