Völlurinn sem hristist eitt af vandamálum Rússa fyrir HM 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2016 09:30 Verkamenn á fullu að laga til Krestovsky leikvanginn. Vísir/Getty Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur áhyggjur af einum leikvellinum sem verður notaður á HM í Rússlandi 2018. Rússar byggðu Krestovsky leikvanginn í Sankti Pétursborg sérstaklega fyrir HM 2018 en völlurinn mun taka yfir 68 þúsund manns í sæti. Rannsókn fulltrúa FIFA leiddi í ljós að leikvöllurinn sjálfur sé óstöðugur. Byggingin sé í fínu lagi en að sjálft undirlagið þarfnist lagfæringar. Verkfræðingar leita nú lausna. Hér fylgir sögunni að það er hægt að renna grasinu útaf leikvanginum til að hlífa því fyrir ágangi á tónleiknum eða hjálpa umsjónarmönnum að rækta það upp við betri skilyrði. Krestovsky leikvangurinn, mun heita Sankti Pétursborg leikvangurinn á meðan keppninni stendur en hann verður síðan framtíðarheimavöllur Zenit Sankti Pétursborg. Vitaly Mutko, varaforsætisráðherra Rússa, gerir lítið úr vandamálinu og segir að menn þar á bæ fari nú í að leysa þetta og að þeir muni verða með allt klárt þegar frestur þeirra rennur út í næsta mánuði. „Þetta er ekkert óeðlilegt. Við þurfum bara að treysta undirstöður leikvallarins og það verður gert,“ sagði Vitaly Mutko. Fréttirnar hafa kallað á gagnrýni í heimalandinu enda kostaði 550 milljón pund, 76 milljarða íslenskra króna, að byggja leikvanginn. Hann hefur verið í byggingu í tíu ár og því þykir mörgum ótrúlegt að svona vandamál geti komið upp á þessum tímapunkti. Andspyrnubloggarinn Rustem Adagamov hitti kannski naglann á höfuðið. „Einmitt það sem við þurfum. Eyðum tíu árum í að byggja leikvang, hendum í hann hálfum milljarði dollara og stöndum síðan uppi með völl sem er ekki hægt að spila á,“ skrifaði Rustem Adagamov á Twitter. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur áhyggjur af einum leikvellinum sem verður notaður á HM í Rússlandi 2018. Rússar byggðu Krestovsky leikvanginn í Sankti Pétursborg sérstaklega fyrir HM 2018 en völlurinn mun taka yfir 68 þúsund manns í sæti. Rannsókn fulltrúa FIFA leiddi í ljós að leikvöllurinn sjálfur sé óstöðugur. Byggingin sé í fínu lagi en að sjálft undirlagið þarfnist lagfæringar. Verkfræðingar leita nú lausna. Hér fylgir sögunni að það er hægt að renna grasinu útaf leikvanginum til að hlífa því fyrir ágangi á tónleiknum eða hjálpa umsjónarmönnum að rækta það upp við betri skilyrði. Krestovsky leikvangurinn, mun heita Sankti Pétursborg leikvangurinn á meðan keppninni stendur en hann verður síðan framtíðarheimavöllur Zenit Sankti Pétursborg. Vitaly Mutko, varaforsætisráðherra Rússa, gerir lítið úr vandamálinu og segir að menn þar á bæ fari nú í að leysa þetta og að þeir muni verða með allt klárt þegar frestur þeirra rennur út í næsta mánuði. „Þetta er ekkert óeðlilegt. Við þurfum bara að treysta undirstöður leikvallarins og það verður gert,“ sagði Vitaly Mutko. Fréttirnar hafa kallað á gagnrýni í heimalandinu enda kostaði 550 milljón pund, 76 milljarða íslenskra króna, að byggja leikvanginn. Hann hefur verið í byggingu í tíu ár og því þykir mörgum ótrúlegt að svona vandamál geti komið upp á þessum tímapunkti. Andspyrnubloggarinn Rustem Adagamov hitti kannski naglann á höfuðið. „Einmitt það sem við þurfum. Eyðum tíu árum í að byggja leikvang, hendum í hann hálfum milljarði dollara og stöndum síðan uppi með völl sem er ekki hægt að spila á,“ skrifaði Rustem Adagamov á Twitter.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira