Nóvemberspá Siggu Kling – Ljónið: Þú getir fengið það sjálfstraust sem þú þarft 4. nóvember 2016 09:00 Elsku frábæra Ljónið mitt. Það býr mikill stríðsmaður í þér. Þú hefur afl og orku á við sjávarföllin. Það eina sem þú þarft að tengja við þig til að hamingjan sé allt í kringum þig er að sýna öllum ást, virðingu, hjálpsemi og kærleika. Það gerir þig að þessu mikilmenni sem býr í þér. Öskur Ljónsins getur verið svo ótrúlega hátt að það kaffærir alla í kringum sig og náttúrulega getur komið þér áfram um stund en lausnin til að þú haldir öllum gjöfum sem lífið vill færa þér felst í því að öskra aðeins lægra, setja mildi í röddina þína, umvefja aðra með þeirri ást sem þú vilt að aðrir njóti. Þá kemur það til þín og þá fyrst sérðu hvernig þú getur stjórnað lífi þínu. „Kill them with kindness“ er orðalag sem ég get ekki alveg yfirfært á íslensku því það er mjög asnalegt að segja dreptu einhvern með kærleika. Það eru engu að síður skilaboðin til þín. Þú sérð þegar þú leggur niður vopnin að þá mun enginn berjast við þig og þá kemstu eins langt áfram og þú vilt fara. Þú verður að skilja að enginn getur látið þér líða illa nema að þú samþykkir það. Þegar þú finnur frið í sál þinni þá gefur þú þér þá virðingu sem þú átt skilið. Þegar þú gerir það, þá munu allir sýna þér virðingu vegna þess að það sem þér finnst um sjálft þig endurspeglast til allra í heiminum, því við erum öll í heiminum ein orka þótt við séum að sjálfsögðu ekki sama sálin. Það er mjög mikilvægt að þú skoðir hvar þú býrð. Þú þarft að vera rólegt og öruggt í umhverfi þínu til þess að þú getir fengið það sjálfstraust sem þú þarft. Flutningar eru til einskis nýtir fyrir þig, fyrr en þú ert farið að elska þar sem þú ert. Ef þú þolir ekki vinnuna þína, þá færðu ekki betri vinnu. Ef þú þolir ekki heimili þitt, þá færðu ekki betra heimili og ef þú þolir ekki maka þinn o.s.frv. Lærðu að þykja vænt um og meta það sem þú hefur í kringum þig, finndu út hvað er jákvætt við þína stöðu í dag, þakkaðu fyrir hana þá muntu komast á þá braut sem þú óskar þér. Þannig að lærðu að elska það sem er í kringum þig, þá muntu rísa svo ógnarhratt upp að það er eins og fuglinn Fönix stígi upp úr eldinum. Þær hindranir sem eru hjá þér eru allar yfirstíganlegar með þessari aðferð. Þú ert mikill fagurkerfi og elskar hluti, föt o.s.frv. en þú þolir ekki óreiðu. Einfaldleiki hentar þér best. Þú þarft að einfalda líf þitt og gera það auðveldara. Taktu bara eitt skref í einu. Þú þarft ekki að breyta öllu til að eitthvað breytist. Það er ekkert fegurra en ljón sem er sólarmegin í lífinu, þar sem sólin er stjarna Ljónsins þá er mikilvægt fyrir þig í ástinni að eiga elskhuga, maka eða ástkonu sem hefur mikinn húmor, því það er það sem lætur hjarta þitt slá hraðar og kemur þér áfram í hamingjuna.Fræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Elsku frábæra Ljónið mitt. Það býr mikill stríðsmaður í þér. Þú hefur afl og orku á við sjávarföllin. Það eina sem þú þarft að tengja við þig til að hamingjan sé allt í kringum þig er að sýna öllum ást, virðingu, hjálpsemi og kærleika. Það gerir þig að þessu mikilmenni sem býr í þér. Öskur Ljónsins getur verið svo ótrúlega hátt að það kaffærir alla í kringum sig og náttúrulega getur komið þér áfram um stund en lausnin til að þú haldir öllum gjöfum sem lífið vill færa þér felst í því að öskra aðeins lægra, setja mildi í röddina þína, umvefja aðra með þeirri ást sem þú vilt að aðrir njóti. Þá kemur það til þín og þá fyrst sérðu hvernig þú getur stjórnað lífi þínu. „Kill them with kindness“ er orðalag sem ég get ekki alveg yfirfært á íslensku því það er mjög asnalegt að segja dreptu einhvern með kærleika. Það eru engu að síður skilaboðin til þín. Þú sérð þegar þú leggur niður vopnin að þá mun enginn berjast við þig og þá kemstu eins langt áfram og þú vilt fara. Þú verður að skilja að enginn getur látið þér líða illa nema að þú samþykkir það. Þegar þú finnur frið í sál þinni þá gefur þú þér þá virðingu sem þú átt skilið. Þegar þú gerir það, þá munu allir sýna þér virðingu vegna þess að það sem þér finnst um sjálft þig endurspeglast til allra í heiminum, því við erum öll í heiminum ein orka þótt við séum að sjálfsögðu ekki sama sálin. Það er mjög mikilvægt að þú skoðir hvar þú býrð. Þú þarft að vera rólegt og öruggt í umhverfi þínu til þess að þú getir fengið það sjálfstraust sem þú þarft. Flutningar eru til einskis nýtir fyrir þig, fyrr en þú ert farið að elska þar sem þú ert. Ef þú þolir ekki vinnuna þína, þá færðu ekki betri vinnu. Ef þú þolir ekki heimili þitt, þá færðu ekki betra heimili og ef þú þolir ekki maka þinn o.s.frv. Lærðu að þykja vænt um og meta það sem þú hefur í kringum þig, finndu út hvað er jákvætt við þína stöðu í dag, þakkaðu fyrir hana þá muntu komast á þá braut sem þú óskar þér. Þannig að lærðu að elska það sem er í kringum þig, þá muntu rísa svo ógnarhratt upp að það er eins og fuglinn Fönix stígi upp úr eldinum. Þær hindranir sem eru hjá þér eru allar yfirstíganlegar með þessari aðferð. Þú ert mikill fagurkerfi og elskar hluti, föt o.s.frv. en þú þolir ekki óreiðu. Einfaldleiki hentar þér best. Þú þarft að einfalda líf þitt og gera það auðveldara. Taktu bara eitt skref í einu. Þú þarft ekki að breyta öllu til að eitthvað breytist. Það er ekkert fegurra en ljón sem er sólarmegin í lífinu, þar sem sólin er stjarna Ljónsins þá er mikilvægt fyrir þig í ástinni að eiga elskhuga, maka eða ástkonu sem hefur mikinn húmor, því það er það sem lætur hjarta þitt slá hraðar og kemur þér áfram í hamingjuna.Fræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira