Innlent

Tengja sumarhús við Nesjavallalínu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Á Nesjavöllum.
Á Nesjavöllum. vísir/gva
Íbúar og eigendur lögbýla og sumarhúsa í Miðdal, Dallandi og Hamrabrekkum vilja að lögð verði hitaveita á svæðið með tengingu við Nesjavallaæð. Veitur ohf. hafa gefið leyfi fyrir því að opnað verði á úrtak í dæluskúr meðfram Hafravatnsvegi neðan Dallands en bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ eru enn að skoða veitingu framkvæmdaleyfis.

„Undirrituð leggur til að farið verði í viðræður við umrædda íbúa um að Hitaveita Mosfellsbæjar eignist umrædda hitaveitu, viðhaldi henni og reki, ásamt því að selja heita vatnið til íbúa í samræmi við samþykkta gjaldskrá HM hverju sinni,“ segir framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar í umsögn til bæjarstjórnar. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×