Nóvemberspá Siggu Kling – Meyja: Svo mikilvægt að byggja upp kraftinn núna 4. nóvember 2016 09:00 Elsku góða Meyjan mín. Þú þarft á öllum þínum krafti að halda til að komast þangað sem þú vilt fara. Þú þarft nauðsynlega að vera með fókusinn réttan og vera í góðu formi til þess að allt gangi vel. Þú ert að nýta þér kraft sem er að koma til þín til að byggja þig upp eftir töluvert mikið álag undanfarið. Það er svo mikilvægt að passa sig á öllum öfgum svo sem eins og í áfengisneyslu; þótt það fari þér dásamlega vel að vera með glas í hendi, þá er það taugakerfi þitt sem höndlar það ekki. Þú ert að fara inn í tímabil sem „detox“ í svo mörgu mun hjálpa þér að verða sterkari, kröftugri og máttugri því það er nákvæmlega það sem Meyjan er. Það er svo mikilvægt að byggja upp kraftinn núna fyrir næstu mánuði því það er eins og þú sért að fara í framboð í stjórnmálum eða einhverju þvílíku og þú þarft að hafa elju og vit til að greina á milli hvað er þér fyrir bestu. Lífið er langhlaup og mottóið þitt næsta mánuð er að gefast aldrei upp. Það er tákn sigurvegarans og hann býr í þér. Þú ert mátturinn og dýrðin og þótt almættið sé aðeins öflugara heldur en þú, þá ert það þú sem stjórnar vegferð þinni. Almættið hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir og þegar þú hefur tekið ákvörðun þarft þú að hafa ákvörðunina skýra, það er ekkert „kannski“! Orðið „kannski“ á ekki að vera í orðaforða þínum. Þegar þetta er komið og þú ert með þetta á hreinu, þá verður þú eins og Gullfoss, því aflið er svo mikið. Þannig að næsta tímabil gefur þér aukinn kraft fyrir sterkar ákvarðanir. Ef þér finnst það sem þú ert að gera rosalega leiðinlegt og það er yfir þér þungi út af því, gefðu þér þá leyfi til að skipta um skoðun, því það má svo sannarlega og þetta er rétti tíminn til þess. Þú ert svo oft að bíða eftir rétta tímanum, þess vegna er hann í fjarlægð. Núna er tækifærið til að sýna, aðallega sjálfri þér, að þú hafir kraft til að sigrast á hindrunum sem gætu tengst veikindum og svo mörgu öðru því allt er hægt og þú ert að nota svo lítinn part af getu þinn, af því þú hefur ekki nóga trú. Í ástinni vil ég segja við þig: Elskaðu sjálfa þig fyrst og töluvert meira en þú gerir í augnablikinu. Þá fylgir ástin í kjölfarið. Þú þarft samt að hafa einlægan áhuga á ástinni til þess að hún smellpassi við þig. Ég veit að kannski finnst þér þetta vera hálf ömurleg spá en ég er bara að skýra fyrir þér að fyrir 10 árum gat landsliðið okkar í fótbolta ekki nokkurn skapaðan hlut og engan grunaði að það mundi rústa Englendingum á EM. Það sem ég er að reyna að segja þér er að þú þarft að hafa svolítið fyrir þessu og það er eitthvað sem þú getur svo ofboðslega vel. Taktu stökkið!Frægar Meyjur: Ragna Lóa Stefánsdóttir íþróttakona, Manuela Ósk fyrirsæta, Björk Eiðsdóttir ritstýra, Andrea fatalistamaður, Claudia Schiffer fyrirsæta, Edda Björgvinsdóttir leikkona, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, ritstjóri og tískugúrú, Herdís Jóhannesdóttir athafnakona, Beyoncé Knowles söngkona, Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, Annie Mist crossfittari, Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, Selma Ragnars, fatahönnuður Íslands, Lalli Johns góðkunningi lögreglunnar, Sema Erla Serdar. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira
Elsku góða Meyjan mín. Þú þarft á öllum þínum krafti að halda til að komast þangað sem þú vilt fara. Þú þarft nauðsynlega að vera með fókusinn réttan og vera í góðu formi til þess að allt gangi vel. Þú ert að nýta þér kraft sem er að koma til þín til að byggja þig upp eftir töluvert mikið álag undanfarið. Það er svo mikilvægt að passa sig á öllum öfgum svo sem eins og í áfengisneyslu; þótt það fari þér dásamlega vel að vera með glas í hendi, þá er það taugakerfi þitt sem höndlar það ekki. Þú ert að fara inn í tímabil sem „detox“ í svo mörgu mun hjálpa þér að verða sterkari, kröftugri og máttugri því það er nákvæmlega það sem Meyjan er. Það er svo mikilvægt að byggja upp kraftinn núna fyrir næstu mánuði því það er eins og þú sért að fara í framboð í stjórnmálum eða einhverju þvílíku og þú þarft að hafa elju og vit til að greina á milli hvað er þér fyrir bestu. Lífið er langhlaup og mottóið þitt næsta mánuð er að gefast aldrei upp. Það er tákn sigurvegarans og hann býr í þér. Þú ert mátturinn og dýrðin og þótt almættið sé aðeins öflugara heldur en þú, þá ert það þú sem stjórnar vegferð þinni. Almættið hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir og þegar þú hefur tekið ákvörðun þarft þú að hafa ákvörðunina skýra, það er ekkert „kannski“! Orðið „kannski“ á ekki að vera í orðaforða þínum. Þegar þetta er komið og þú ert með þetta á hreinu, þá verður þú eins og Gullfoss, því aflið er svo mikið. Þannig að næsta tímabil gefur þér aukinn kraft fyrir sterkar ákvarðanir. Ef þér finnst það sem þú ert að gera rosalega leiðinlegt og það er yfir þér þungi út af því, gefðu þér þá leyfi til að skipta um skoðun, því það má svo sannarlega og þetta er rétti tíminn til þess. Þú ert svo oft að bíða eftir rétta tímanum, þess vegna er hann í fjarlægð. Núna er tækifærið til að sýna, aðallega sjálfri þér, að þú hafir kraft til að sigrast á hindrunum sem gætu tengst veikindum og svo mörgu öðru því allt er hægt og þú ert að nota svo lítinn part af getu þinn, af því þú hefur ekki nóga trú. Í ástinni vil ég segja við þig: Elskaðu sjálfa þig fyrst og töluvert meira en þú gerir í augnablikinu. Þá fylgir ástin í kjölfarið. Þú þarft samt að hafa einlægan áhuga á ástinni til þess að hún smellpassi við þig. Ég veit að kannski finnst þér þetta vera hálf ömurleg spá en ég er bara að skýra fyrir þér að fyrir 10 árum gat landsliðið okkar í fótbolta ekki nokkurn skapaðan hlut og engan grunaði að það mundi rústa Englendingum á EM. Það sem ég er að reyna að segja þér er að þú þarft að hafa svolítið fyrir þessu og það er eitthvað sem þú getur svo ofboðslega vel. Taktu stökkið!Frægar Meyjur: Ragna Lóa Stefánsdóttir íþróttakona, Manuela Ósk fyrirsæta, Björk Eiðsdóttir ritstýra, Andrea fatalistamaður, Claudia Schiffer fyrirsæta, Edda Björgvinsdóttir leikkona, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, ritstjóri og tískugúrú, Herdís Jóhannesdóttir athafnakona, Beyoncé Knowles söngkona, Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, Annie Mist crossfittari, Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, Selma Ragnars, fatahönnuður Íslands, Lalli Johns góðkunningi lögreglunnar, Sema Erla Serdar.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira