Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2016 10:06 Það var létt yfir landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á æfingu íslenska landsliðsins í Annecy í morgun en nú eru aðeins þrír dagar í að Ísland spili sinn fyrsta leik á EM. Strákarnir hafa nú verið í Frakklandi í fjóra daga og var æfing gærdagsins opin fyrir fjölmiðla og stuðningsmenn. „Það var gaman. Maður hefur ekki upplifað það áður. Það var reyndar svolítið heitt í gær. Þú hefur ekki brunnið, er það nokkuð?“ spurði hann blaðamann í léttum dúr. Sjá einnig: Íslensk fjölskylda í Annecy: Hér styðja allir Ísland Aron Einar lenti í smá samstuði á æfingunni en segir að það hafi ekki verið alvarlegt. „Menn taka á því á æfingu og svo fer allur dagurinn í endurheimt. Það er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Fyrirliðinn hefur verið að glíma við ökklameiðsli en í ökklanum er beinflís sem hefur verið að valda honum erfiðleikum. Hann segist sem betur fer ekkert finna fyrir henni „Það tekur að vísu á að hafa ekki náð að æfa nógu mikið áður en ég mætti hingað út. Það tekur á aðra vöðva og þess háttar. En þá er gott að hafa þessa sjúkraþjálfara sem eru ýmsu vanir.“ Sjá einnig: Þú þekkir mig betur en það Hann hefur ekki áhyggjur af því að það komi bakslag þegar út í alvöruna er komið. „Ég held að adrenalínið verði það hátt að maður finni ekki fyrir því. Svo tjaslar maður sér saman næsta dag. Það er helst spurning með hausinn og hugarfarið. Ef það er 100 prósent þá er ekkert að fara að stöðva mig.“ Það gekk mikið á þegar íslenska landsliðið flaug til Frakklands, eins og þjóðin öll tók eftir. Aron Einar segir að það hafi verið gott að komast upp á hótel og núllstilla sig. „Nú sé ég að menn eru afslappaðir og fullir tilhlökkunar. Það er góð blanda,“ segir hann. Kristbjörg Jónasdóttir, kærasta Arons Einars, var í hópi þeirra sem var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins í dag en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði hún að hún væri ekki einu sinni búin að bóka flug heim - hún hafði það mikla trú á íslenska liðinu. Sjá einnig: Hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki búin að bóka flug heim „Stuðningur fjölskyldunnar er partur af þessu og maður kann að meta það. En ég læt þau alfarið sjá um hvenær þau bóka flug heim. Það er ekki undir mér komið,“ segir hann í léttum dúr. „Auðvitað er virkilega gaman að sjá allan þann áhuga sem er heima á Íslandi fyrir keppninni. Þjóðin hefur fylgst með EM í gegnum tíðina og það er gaman hún fái nú sitt lið á mótið.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Sjá meira
Það var létt yfir landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á æfingu íslenska landsliðsins í Annecy í morgun en nú eru aðeins þrír dagar í að Ísland spili sinn fyrsta leik á EM. Strákarnir hafa nú verið í Frakklandi í fjóra daga og var æfing gærdagsins opin fyrir fjölmiðla og stuðningsmenn. „Það var gaman. Maður hefur ekki upplifað það áður. Það var reyndar svolítið heitt í gær. Þú hefur ekki brunnið, er það nokkuð?“ spurði hann blaðamann í léttum dúr. Sjá einnig: Íslensk fjölskylda í Annecy: Hér styðja allir Ísland Aron Einar lenti í smá samstuði á æfingunni en segir að það hafi ekki verið alvarlegt. „Menn taka á því á æfingu og svo fer allur dagurinn í endurheimt. Það er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Fyrirliðinn hefur verið að glíma við ökklameiðsli en í ökklanum er beinflís sem hefur verið að valda honum erfiðleikum. Hann segist sem betur fer ekkert finna fyrir henni „Það tekur að vísu á að hafa ekki náð að æfa nógu mikið áður en ég mætti hingað út. Það tekur á aðra vöðva og þess háttar. En þá er gott að hafa þessa sjúkraþjálfara sem eru ýmsu vanir.“ Sjá einnig: Þú þekkir mig betur en það Hann hefur ekki áhyggjur af því að það komi bakslag þegar út í alvöruna er komið. „Ég held að adrenalínið verði það hátt að maður finni ekki fyrir því. Svo tjaslar maður sér saman næsta dag. Það er helst spurning með hausinn og hugarfarið. Ef það er 100 prósent þá er ekkert að fara að stöðva mig.“ Það gekk mikið á þegar íslenska landsliðið flaug til Frakklands, eins og þjóðin öll tók eftir. Aron Einar segir að það hafi verið gott að komast upp á hótel og núllstilla sig. „Nú sé ég að menn eru afslappaðir og fullir tilhlökkunar. Það er góð blanda,“ segir hann. Kristbjörg Jónasdóttir, kærasta Arons Einars, var í hópi þeirra sem var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins í dag en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði hún að hún væri ekki einu sinni búin að bóka flug heim - hún hafði það mikla trú á íslenska liðinu. Sjá einnig: Hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki búin að bóka flug heim „Stuðningur fjölskyldunnar er partur af þessu og maður kann að meta það. En ég læt þau alfarið sjá um hvenær þau bóka flug heim. Það er ekki undir mér komið,“ segir hann í léttum dúr. „Auðvitað er virkilega gaman að sjá allan þann áhuga sem er heima á Íslandi fyrir keppninni. Þjóðin hefur fylgst með EM í gegnum tíðina og það er gaman hún fái nú sitt lið á mótið.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Sjá meira