Hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki búin að bóka flug heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júní 2016 19:30 Eiginkonur og kærustur strákanna okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu eru mjög spenntar fyrir EM ( í Frakklandi). Þær ætla að mæta á alla leikina ytra og hafa trú á góðu gengi. Blaðamaður hitti þær sem áttu heimangengt á Laugardalsvelli í vikunni. Stelpurnar voru nýbúnar að kveðja strákana sína og greinilegt að mikil tilhlökkun er komin í hópinn enda stutt í stóru stundina. Íslenska liðið mætir Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu í Saint-Étienne á þriðjudaginn „ Þetta leggst mjög vel í mann. Þetta er spennandi og gaman að taka þátt í þessu verkefni með þeim. Ég held að það verði ótrúleg stemning að fara út,“ segir Hrefna Dís Halldórsdóttir, kærasta Sverris Inga Ingasonar. Mánuður er liðinn síðan landsliðsþjálfararnir Heimir og Lars tilkynntu á blaðamannafundi hvaða 23 leikmenn yrðu fulltrúar Íslands á mótinu. Spennan var mikil. „ Þetta var svolítið dramatískt í sjónvarpinu,“ segir Bera Tryggvadóttir, kærasta Hjartar Hermannssonar. Stelpurnar eru greinilega góðar vinkonur og hlakka til tímans saman í Frakklandi. „Við erum nokkrar saman í húsi og svo hafa nokkrar aðrar hópað sér saman í hús. V ið fórum allar saman út að borða um daginn. Erum að reyna að peppa þetta upp og hafa gaman,“ segir Hólmfríður Björnsdóttir, kærasta Jóhanns Berg Guðmundssonar. Rætt er við fleiri maka strákanna okkar í fréttinni að ofan þar sem í ljós kemur að Kristbjörg Jónasdóttir, kærasta Arons Einars Gunnarssonar, hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki einu sinni búin að bóka miða heim. Nánar verður rætt við stelpurnar í Fréttablaðinu á morgun.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira
Eiginkonur og kærustur strákanna okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu eru mjög spenntar fyrir EM ( í Frakklandi). Þær ætla að mæta á alla leikina ytra og hafa trú á góðu gengi. Blaðamaður hitti þær sem áttu heimangengt á Laugardalsvelli í vikunni. Stelpurnar voru nýbúnar að kveðja strákana sína og greinilegt að mikil tilhlökkun er komin í hópinn enda stutt í stóru stundina. Íslenska liðið mætir Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu í Saint-Étienne á þriðjudaginn „ Þetta leggst mjög vel í mann. Þetta er spennandi og gaman að taka þátt í þessu verkefni með þeim. Ég held að það verði ótrúleg stemning að fara út,“ segir Hrefna Dís Halldórsdóttir, kærasta Sverris Inga Ingasonar. Mánuður er liðinn síðan landsliðsþjálfararnir Heimir og Lars tilkynntu á blaðamannafundi hvaða 23 leikmenn yrðu fulltrúar Íslands á mótinu. Spennan var mikil. „ Þetta var svolítið dramatískt í sjónvarpinu,“ segir Bera Tryggvadóttir, kærasta Hjartar Hermannssonar. Stelpurnar eru greinilega góðar vinkonur og hlakka til tímans saman í Frakklandi. „Við erum nokkrar saman í húsi og svo hafa nokkrar aðrar hópað sér saman í hús. V ið fórum allar saman út að borða um daginn. Erum að reyna að peppa þetta upp og hafa gaman,“ segir Hólmfríður Björnsdóttir, kærasta Jóhanns Berg Guðmundssonar. Rætt er við fleiri maka strákanna okkar í fréttinni að ofan þar sem í ljós kemur að Kristbjörg Jónasdóttir, kærasta Arons Einars Gunnarssonar, hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki einu sinni búin að bóka miða heim. Nánar verður rætt við stelpurnar í Fréttablaðinu á morgun.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira