Fullt tillit tekið til athugasemda landeigenda Svavar Hávarðsson skrifar 11. júní 2016 07:00 Byggingaráform nærri Mývatni hefur mætt gagnrýni. Vísir/Vilhelm Byggingaráform Icelandair Hotels um stækkun Hótels Reykjahlíðar hefur tekið verulegum breytingum frá því sem lagt var upp með í upphafi og með því hefur verið tekið fullt tillit til athugasemda landeigenda. Landeigendur í Reykjahlíð 2 og 4 undirrituðu stuðningsyfirlýsingu vegna áforma Icelandair hótela í nóvember. Þetta kemur fram í skriflegum athugasemdum Magneu Þóreyjar Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hótela, vegna frétta blaðsins um byggingaráform fyrirtækisins í Reykjahlíð. Þar hefur verið greint frá því að byggingarreitur nýs hótels er langt fyrir innan verndarlínu sérlaga um vernd Mývatns og Laxár, eins að sveitarstjórn Skútustaðahrepps var klofin í afstöðu til þess að leyfa skipulagsvinnu á reitnum og óánægju íbúa vegna skerts útsýnis til vatnsins og hugsanlegra neikvæðra umhverfisáhrifa. Magnea segir að frétt af óánægju íbúa sé byggð á úreltum gögnum [fundargerðum Skipulagsnefndar frá því í mars] og vísar til stuðningsyfirlýsingar landeigenda í Reykjahlíð 2 og 4. Magnea skrifar að hótelið sé á fallegum stað og tengingin við náttúruna skipi stóran sess í þeim áformum sem uppi eru um hótelið. Því verði hugað að öllum umhverfisþáttum í hvívetna og þá sérstaklega frárennslismálum. „Meðvitað er hæð viðbygginga stillt í hóf til að útsýni að vatninu frá aðalvegi haldist svo gott sem óskert frá því sem nú er. Viðbygging er því einungis á tveimur hæðum og heildarhæð hennar töluvert lægri en heimilt er í núverandi deiliskipulagi. Metnaður er lagður í að heildarútlit hótelsins verði svæðinu til framdráttar frá því sem nú er fremur en hitt, og að látlaust, umhverfisvænt útlit þess verði annarri framtíðaruppbyggingu við Mývatn til eftirbreytni, þar sem umhverfisvæn sjónarmið eru höfð að leiðarljósi,“ skrifar Magnea.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Byggingaráform Icelandair Hotels um stækkun Hótels Reykjahlíðar hefur tekið verulegum breytingum frá því sem lagt var upp með í upphafi og með því hefur verið tekið fullt tillit til athugasemda landeigenda. Landeigendur í Reykjahlíð 2 og 4 undirrituðu stuðningsyfirlýsingu vegna áforma Icelandair hótela í nóvember. Þetta kemur fram í skriflegum athugasemdum Magneu Þóreyjar Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hótela, vegna frétta blaðsins um byggingaráform fyrirtækisins í Reykjahlíð. Þar hefur verið greint frá því að byggingarreitur nýs hótels er langt fyrir innan verndarlínu sérlaga um vernd Mývatns og Laxár, eins að sveitarstjórn Skútustaðahrepps var klofin í afstöðu til þess að leyfa skipulagsvinnu á reitnum og óánægju íbúa vegna skerts útsýnis til vatnsins og hugsanlegra neikvæðra umhverfisáhrifa. Magnea segir að frétt af óánægju íbúa sé byggð á úreltum gögnum [fundargerðum Skipulagsnefndar frá því í mars] og vísar til stuðningsyfirlýsingar landeigenda í Reykjahlíð 2 og 4. Magnea skrifar að hótelið sé á fallegum stað og tengingin við náttúruna skipi stóran sess í þeim áformum sem uppi eru um hótelið. Því verði hugað að öllum umhverfisþáttum í hvívetna og þá sérstaklega frárennslismálum. „Meðvitað er hæð viðbygginga stillt í hóf til að útsýni að vatninu frá aðalvegi haldist svo gott sem óskert frá því sem nú er. Viðbygging er því einungis á tveimur hæðum og heildarhæð hennar töluvert lægri en heimilt er í núverandi deiliskipulagi. Metnaður er lagður í að heildarútlit hótelsins verði svæðinu til framdráttar frá því sem nú er fremur en hitt, og að látlaust, umhverfisvænt útlit þess verði annarri framtíðaruppbyggingu við Mývatn til eftirbreytni, þar sem umhverfisvæn sjónarmið eru höfð að leiðarljósi,“ skrifar Magnea.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira