Skrefi nær draumastarfinu með góðri hjálp Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar: „Þetta er búið að bjarga lífi mínu algjörlega“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. maí 2016 22:46 Kona á sextugsaldri, sem hafði verið djúpt sokkin í fíkniefnaneyslu mestallt sitt líf, er nú við það að fá draum sinn uppfylltan og útskrifast sem viðurkenndur bókari. Hún segir námið hafa bjargað lífi sínu og horfir björtum augum til framtíðar. Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar hóf í dag sölu á fjölnota pokum með mynd af Mæðradagsblóminu. Pokarnir verða seldir um allt land en allur ágóði af sölunni rennur í menntunarsjóð sem styrkir tekjulágar konur til menntunar. Frá stofnun sjóðsins árið 2012 hafa verið veittir um 100 styrkir til um 70 kvenna. Ásta Kristmundsdóttir er ein þeirra en líf hennar hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum, en hún var bæði heimilislaus og í mikilli fíkniefnaneyslu. Stöð tvö heimsótti Ástu fyrir um ári síðan en þá var hún í námi á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. „Ég dúxaði úr því námi. Stefna mín var alltaf á að taka nám í viðurkenndum bókara svo að ég ákvað að stökkva í djúpu laugina og bað menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar um að styrkja mig áfram til náms. Ég fór í Endurmenntun Háskóla Íslands í viðurkenningu bókara,“ segir Ásta þegar Stöð 2 heimsótti hana á nýjan leik. Ásta, sem er 51 árs og hefur verið edrú í fimm ár, er nú einu prófi frá því að vera viðurkenndur bókari. „Þetta er búið að bjarga lífi mínu algjörlega. Það er svo rosalega mikilvægt að fólk, og þá sérstaklega konur, viti það að þó að þær séu búnar að vera heimavinnandi í mörg, mörg ár og hafi flosnað upp úr námi, að það séu til úrræði til þess að komast í nám og að maður geti lært. Það gefur manni svo rosalega mikið,“ segir Ásta sem lítur framtíðina björtum augum. „Ég er núna að leita að vinnu og hlakka til að fara að vinna sem bókari. Þetta er starf sem ég hef haft áhuga á frá því að ég var krakki. Mér hefur gengið vel í þessu námi og ég hlakka til framtíðarinnar. Vonandi fæ ég vinnu sem fyrst,“ segir Ásta að lokum. Tengdar fréttir Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnavímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. 9. maí 2015 19:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Kona á sextugsaldri, sem hafði verið djúpt sokkin í fíkniefnaneyslu mestallt sitt líf, er nú við það að fá draum sinn uppfylltan og útskrifast sem viðurkenndur bókari. Hún segir námið hafa bjargað lífi sínu og horfir björtum augum til framtíðar. Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar hóf í dag sölu á fjölnota pokum með mynd af Mæðradagsblóminu. Pokarnir verða seldir um allt land en allur ágóði af sölunni rennur í menntunarsjóð sem styrkir tekjulágar konur til menntunar. Frá stofnun sjóðsins árið 2012 hafa verið veittir um 100 styrkir til um 70 kvenna. Ásta Kristmundsdóttir er ein þeirra en líf hennar hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum, en hún var bæði heimilislaus og í mikilli fíkniefnaneyslu. Stöð tvö heimsótti Ástu fyrir um ári síðan en þá var hún í námi á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. „Ég dúxaði úr því námi. Stefna mín var alltaf á að taka nám í viðurkenndum bókara svo að ég ákvað að stökkva í djúpu laugina og bað menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar um að styrkja mig áfram til náms. Ég fór í Endurmenntun Háskóla Íslands í viðurkenningu bókara,“ segir Ásta þegar Stöð 2 heimsótti hana á nýjan leik. Ásta, sem er 51 árs og hefur verið edrú í fimm ár, er nú einu prófi frá því að vera viðurkenndur bókari. „Þetta er búið að bjarga lífi mínu algjörlega. Það er svo rosalega mikilvægt að fólk, og þá sérstaklega konur, viti það að þó að þær séu búnar að vera heimavinnandi í mörg, mörg ár og hafi flosnað upp úr námi, að það séu til úrræði til þess að komast í nám og að maður geti lært. Það gefur manni svo rosalega mikið,“ segir Ásta sem lítur framtíðina björtum augum. „Ég er núna að leita að vinnu og hlakka til að fara að vinna sem bókari. Þetta er starf sem ég hef haft áhuga á frá því að ég var krakki. Mér hefur gengið vel í þessu námi og ég hlakka til framtíðarinnar. Vonandi fæ ég vinnu sem fyrst,“ segir Ásta að lokum.
Tengdar fréttir Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnavímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. 9. maí 2015 19:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnavímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. 9. maí 2015 19:00