Allir dæmdir til fangelsisvistar í skartgripamálinu Bjarki Ármannsson skrifar 4. maí 2016 16:58 Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Allir þrír sem ákærðir voru fyrir aðild að ráni í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni í Hafnarfirði hlutu í dag fangelsisdóma við Héraðsdóm Reykjaness. Axel Karl Gíslason var dæmdur til að sæta fangelsi í fjögur ár og sex mánuði, Ásgeir Heiðar Stefánsson í tvö ár og sex mánuði og Mikael Már Pálsson í fimmtán mánuði.Þremenningarnir eiga allir langan sakaferil að baki. Til frádráttar refsingu Axels Karls kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því 23. október 2015.Þótti ekki sannað að ránið hefði verið skipulagt Þeir Axel Karl og Ásgeir Heiðar eru báðir sakfelldir fyrir að hafa rænt Gullsmiðjuna þann 22. október í fyrra en ekki fyrir það að hafa skipulagt að fremja ránið. Það þótti ekki sannað fyrir dómi. Þær rændu verslunina vopnaðir exi og neyðarhamri og höfðu á brott með sér skartgripi fyrir tæpar tvær milljónir króna. Mikael Már beið þeirra við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut og tók þá þar upp í bíl sinn að ráninu loknu. Hann var ákærður fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja ránið en dómurinn taldi ósannað að hann hefði haft aðra aðkomu að málinu en að verða við beiðni hinna tveggja um að hitta þá og aka þeim til Keflavíkur. Var hann þó sakfelldur fyrir að liðsinna þeim, þar sem hann vissi að þeir hefðu framið refsiverða háttsemi eftir að þeir stigu inn í bíl til hans. Mikael Már var á reynslulausn þegar hann sótti þá Axel Karl og Ásgeir Heiðar.Mikael Már beið hinna tveggja við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut og tók þá þar upp í bíl sinn að ráninu loknu.VísirSkaut úr loftbyssu að lögreglumönnum Þá var Axel Karl einnig sakfelldur fyrir tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og brot gegn valdstjórninni fyrir það að hafa lagt á flótta frá fimm lögreglumönnum að kvöldi dagsins sem ránið var framið og skotið að þeim úr loftskammbyssu. Lögreglumennirnir höfðu haft upp á Axel vegna grums um að hann hefði komið að ráninu. Í skýrslu lögreglu segir að Axel hafi ekki hlýtt skipunum lögreglu um að fara niður á hnén og hafa hendur sýnilegar, heldur lagt á flótta, beint loftbyssunni að þeim og skotið þremur skotum. Axel hélt því fram að hann hefði ekki áttað sig á því að mennirnir sem kölluðu að honum væru lögreglumenn og að hann hefði ekki beint byssunni að þeim, heldur skotið upp í loftið. Mikael Már var einnig kærður fyrir brot gegn vopnalögum þar sem lásbogi fannst í vörslum hans við handtöku þann 29. október. Ekki þótti þó sannað að hann ætti lásbogann. Vitni greindu frá því fyrir dómi að mikill gestagangur hefði verið í íbúðinni þar sem Mikael Már var handtekinn og mikil óregla. Kannaðist hvorki Mikael Már né vinir hans við að eiga lásbogann. Tengdar fréttir Játar að hafa verið í skartgripaversluninni en segir lýsingu í ákæru ranga Mál gegn þremur mönnum sem ákærðir eru fyrir aðild sína að skartgriparán í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október síðastliðinn var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 27. janúar 2016 14:53 Góðkunningjar lögreglu ákærðir fyrir skartgriparán Axel Karl Gíslason, Ásgeir Heiðar Stefánsson og Mikael Már Pálsson eiga allir langan sakaferil að baki og eiga langa fangelsisdóma að baki. 20. janúar 2016 14:00 Játning liggur fyrir í hrottalega ráninu í Gullsmiðjunni 26 ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. janúar . 9. desember 2015 10:25 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Allir þrír sem ákærðir voru fyrir aðild að ráni í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni í Hafnarfirði hlutu í dag fangelsisdóma við Héraðsdóm Reykjaness. Axel Karl Gíslason var dæmdur til að sæta fangelsi í fjögur ár og sex mánuði, Ásgeir Heiðar Stefánsson í tvö ár og sex mánuði og Mikael Már Pálsson í fimmtán mánuði.Þremenningarnir eiga allir langan sakaferil að baki. Til frádráttar refsingu Axels Karls kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því 23. október 2015.Þótti ekki sannað að ránið hefði verið skipulagt Þeir Axel Karl og Ásgeir Heiðar eru báðir sakfelldir fyrir að hafa rænt Gullsmiðjuna þann 22. október í fyrra en ekki fyrir það að hafa skipulagt að fremja ránið. Það þótti ekki sannað fyrir dómi. Þær rændu verslunina vopnaðir exi og neyðarhamri og höfðu á brott með sér skartgripi fyrir tæpar tvær milljónir króna. Mikael Már beið þeirra við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut og tók þá þar upp í bíl sinn að ráninu loknu. Hann var ákærður fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja ránið en dómurinn taldi ósannað að hann hefði haft aðra aðkomu að málinu en að verða við beiðni hinna tveggja um að hitta þá og aka þeim til Keflavíkur. Var hann þó sakfelldur fyrir að liðsinna þeim, þar sem hann vissi að þeir hefðu framið refsiverða háttsemi eftir að þeir stigu inn í bíl til hans. Mikael Már var á reynslulausn þegar hann sótti þá Axel Karl og Ásgeir Heiðar.Mikael Már beið hinna tveggja við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut og tók þá þar upp í bíl sinn að ráninu loknu.VísirSkaut úr loftbyssu að lögreglumönnum Þá var Axel Karl einnig sakfelldur fyrir tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og brot gegn valdstjórninni fyrir það að hafa lagt á flótta frá fimm lögreglumönnum að kvöldi dagsins sem ránið var framið og skotið að þeim úr loftskammbyssu. Lögreglumennirnir höfðu haft upp á Axel vegna grums um að hann hefði komið að ráninu. Í skýrslu lögreglu segir að Axel hafi ekki hlýtt skipunum lögreglu um að fara niður á hnén og hafa hendur sýnilegar, heldur lagt á flótta, beint loftbyssunni að þeim og skotið þremur skotum. Axel hélt því fram að hann hefði ekki áttað sig á því að mennirnir sem kölluðu að honum væru lögreglumenn og að hann hefði ekki beint byssunni að þeim, heldur skotið upp í loftið. Mikael Már var einnig kærður fyrir brot gegn vopnalögum þar sem lásbogi fannst í vörslum hans við handtöku þann 29. október. Ekki þótti þó sannað að hann ætti lásbogann. Vitni greindu frá því fyrir dómi að mikill gestagangur hefði verið í íbúðinni þar sem Mikael Már var handtekinn og mikil óregla. Kannaðist hvorki Mikael Már né vinir hans við að eiga lásbogann.
Tengdar fréttir Játar að hafa verið í skartgripaversluninni en segir lýsingu í ákæru ranga Mál gegn þremur mönnum sem ákærðir eru fyrir aðild sína að skartgriparán í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október síðastliðinn var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 27. janúar 2016 14:53 Góðkunningjar lögreglu ákærðir fyrir skartgriparán Axel Karl Gíslason, Ásgeir Heiðar Stefánsson og Mikael Már Pálsson eiga allir langan sakaferil að baki og eiga langa fangelsisdóma að baki. 20. janúar 2016 14:00 Játning liggur fyrir í hrottalega ráninu í Gullsmiðjunni 26 ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. janúar . 9. desember 2015 10:25 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Játar að hafa verið í skartgripaversluninni en segir lýsingu í ákæru ranga Mál gegn þremur mönnum sem ákærðir eru fyrir aðild sína að skartgriparán í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október síðastliðinn var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 27. janúar 2016 14:53
Góðkunningjar lögreglu ákærðir fyrir skartgriparán Axel Karl Gíslason, Ásgeir Heiðar Stefánsson og Mikael Már Pálsson eiga allir langan sakaferil að baki og eiga langa fangelsisdóma að baki. 20. janúar 2016 14:00
Játning liggur fyrir í hrottalega ráninu í Gullsmiðjunni 26 ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. janúar . 9. desember 2015 10:25