Daníel Ísak Steinarsson, fimmtán ára kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, leiðir eftir fyrsta hring á Strandarvelli á Hellu.
Mótið er liður í Eimskipsmótaröðinni, en þetta var fyrsti hringurinn á Egils-Gull mótinu. Þar stal ungi pilturinn senunni.
Daníel spilaði á 35 höggum fyrri níu holurnar, en hann endaði á fjórum höggum undir pari eða á 66 höggum samtals.
Andri Þór Björnsson er einnig á fjórum höggum undir pari, en hann kemur úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Í þriðja sætinu er Kristján Þór Einarsson, GM, á 67 höggum.
Hringur númer tvö fer á morgun, en leiknir eru þrír hringir.
Fimmtán ára kylfingur efstur á Hellu
