Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni

Fjármálaráðherra kynnti í dag frumvarp um aflandskrónur sem er forsenda haftalosunar. Rætt verður við fjármálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar verður einnig greint frá mansalsmáli sem nú er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Erlendri konu var þar haldið nauðugri í vinnu á hóteli og hún þvinguð til að gista á herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni því að hún yrði annars handtekin. Konan fékk greitt langt undir lágmarkslaunum.

Þar að auki verður fjallað um að stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu varð í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×