Innlent

Bein út­sending: Setning Búnaðarþings

Atli Ísleifsson skrifar
Dagskrá hefst klukkan 11 og er áætlað að þingsetning ljúki um 12:15.
Dagskrá hefst klukkan 11 og er áætlað að þingsetning ljúki um 12:15. Vísir/Vilhelm

Búnaðarþing 2025 verður sett á Hótel Natura í Reykjavík klukkan 11 og hefst með setningarávarpi Trausta Hjálmarssonar, formanns Bændasamtakanna.

Hægt verður að fylgjast með þinginu í beinu streymi í spilaranum að neðan. Búnaðarþing sem er aðalfundur bænda og ein mikilvægasta samkoma landbúnaðarins á Íslandi. Á þinginu, þar sem stefna Bændasamtakanna er mótuð, sitja 63 þingfulltrúar víðs vegar að af landinu.

Auk Trausta munu Halla Tómasdóttir forseti, Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra flytja ávörp.

Þá verða Landbúnaðarverðlaunin afhent og þess minnst að þrjátíu ár eru liðin frá fyrstu útgáfu Bændablaðsins.

Áætlað er að dagskrá þingsetningar ljúki um 12:15.

Hægt er að fylgjast með dagskránni í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×