Erlent

Mótmælendur ruddust aftur inn á Græna svæðið

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá mótmælunum fyrr í mánuðinum.
Frá mótmælunum fyrr í mánuðinum. Vísir/EPA
Mótmælendur ruddu sér leið inn á hið svokallaða Græna svæði í Bagdad í dag. Þetta er í annað sinn á einum mánuði sem það gerist. Öryggissveitir beittu táragasi og gúmmíkúlum gegn mótmælendunum og eru einhverjir sagðir hafa slasast.

Flestir mótmælendanna eru stuðningsmenn sjítaklerksins Moqtada Sadr og voru mótmælin boðuð vegna seinagangs yfirvalda við að berjast gegn spillingu og skort á öryggi í landinu. Tugir hafa fallið í sjálfsmorðsárásum í Írak, það sem af er þessu ári.

Um mánaðarmótin ruddust fjölmargir mótmælendur inn í þinghús Írak. Útgöngubann hefur nú verið sett á í Bagdad.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×